Hægri slagsíða á Twitter Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2021 09:25 Fulltrúar Twitter vita ekki nákvæmlega hver vegna reikniritið hegðar sér á þennan hátt. Mateusz Slodkowski/SOPA Images/LightRocket via Getty Twitter gerir tístum (e. tweets) frá hægri sinnuðum stjórnmálaflokkum og fréttaveitum hærra undir höfði en þeim sem halla til vinstri. Þetta hefur samfélagsmiðlarisinn rannsakað og staðfest sjálfur, en virðist ekki vita nákvæmlega hvers vegna. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Twitter hafi ráðist í rannsókn á því hvernig reiknirit (e. algorithm) miðilsins miðlaði pólitísku efni til notenda sinna. Niðurstaðan var sú að reikniritið var líklegra til þess að mæla með efni sem flokka mætti til hægri við notendur sína. Fulltrúar Twitter segja erfitt að segja til um nákvæmlega hvers vegna reikniritið hagar sér á þennan hátt. Fyrirtækið hefur áður verið gagnrýnt vegna meintrar vinstri slagsíðu sinnar og ritskoðun á efni frá hægri væng stjórnmálanna. Rannsóknin náði til stjórnmálaflokka, fréttaveitna og notenda í sjö löndum: Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Japan, Spáni, Bretlandi og Bandaríkjunum, og náði til milljón tísta frá 1. apríl til 15. ágúst á síðasta ári. Rannsakendur tóku þá tístin sem til skoðunar voru og könnuðu hver þeirra reikniritið tæki og magnaði upp á svokölluðum fréttastraumi notenda (e. news feed) sem reikniritið stjórnar, til samanburðar við straum sem fer eingöngu eftir birtingartíma tísta. Niðurstaðan reyndist sú að hægrisinnaðir stjórnmálaflokkar og fréttaveitur voru líklegri en samsvarandi aðilar á vinstri væng stjórnmálanna til þess að fá tíst sín mögnuð upp hjá reikniritinu, með þeim afleiðingum að þau rötuðu á skjái fleiri notenda. Öfgahugmyndir verða ekki ofan á BBC hefur eftir Rumman Chowdhury hjá Twitter að næsta skref fyrirtækisins væri að komast til botns í því hvers vegna reikniritið hagar sér á þennan hátt. „Í sex af sjö löndum voru tíst frá hægrisinnuðum stjórnmálamönnum mögnuð meira upp en vinstrisinnuðum,“ sagði Chowdhury og bætti við að tíst hægrisinnaðra fréttaveitna væru sömuleiðis mögnuð meira upp af reikniritinu. Twitter leggur þó áherslu á að reikniritið magni ekki upp öfgakennda hugmyndafræði frekar en vinsælar stjórnmálastefnur. Þá kunni ástæða skekkjunnar stafa af mismunandi stefnum stjórnmálaflokkanna þegar kemur að samfélagsmiðlum og því efni sem þeir senda þar út. Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Twitter hafi ráðist í rannsókn á því hvernig reiknirit (e. algorithm) miðilsins miðlaði pólitísku efni til notenda sinna. Niðurstaðan var sú að reikniritið var líklegra til þess að mæla með efni sem flokka mætti til hægri við notendur sína. Fulltrúar Twitter segja erfitt að segja til um nákvæmlega hvers vegna reikniritið hagar sér á þennan hátt. Fyrirtækið hefur áður verið gagnrýnt vegna meintrar vinstri slagsíðu sinnar og ritskoðun á efni frá hægri væng stjórnmálanna. Rannsóknin náði til stjórnmálaflokka, fréttaveitna og notenda í sjö löndum: Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Japan, Spáni, Bretlandi og Bandaríkjunum, og náði til milljón tísta frá 1. apríl til 15. ágúst á síðasta ári. Rannsakendur tóku þá tístin sem til skoðunar voru og könnuðu hver þeirra reikniritið tæki og magnaði upp á svokölluðum fréttastraumi notenda (e. news feed) sem reikniritið stjórnar, til samanburðar við straum sem fer eingöngu eftir birtingartíma tísta. Niðurstaðan reyndist sú að hægrisinnaðir stjórnmálaflokkar og fréttaveitur voru líklegri en samsvarandi aðilar á vinstri væng stjórnmálanna til þess að fá tíst sín mögnuð upp hjá reikniritinu, með þeim afleiðingum að þau rötuðu á skjái fleiri notenda. Öfgahugmyndir verða ekki ofan á BBC hefur eftir Rumman Chowdhury hjá Twitter að næsta skref fyrirtækisins væri að komast til botns í því hvers vegna reikniritið hagar sér á þennan hátt. „Í sex af sjö löndum voru tíst frá hægrisinnuðum stjórnmálamönnum mögnuð meira upp en vinstrisinnuðum,“ sagði Chowdhury og bætti við að tíst hægrisinnaðra fréttaveitna væru sömuleiðis mögnuð meira upp af reikniritinu. Twitter leggur þó áherslu á að reikniritið magni ekki upp öfgakennda hugmyndafræði frekar en vinsælar stjórnmálastefnur. Þá kunni ástæða skekkjunnar stafa af mismunandi stefnum stjórnmálaflokkanna þegar kemur að samfélagsmiðlum og því efni sem þeir senda þar út.
Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira