Segir ekki hægt að halda úti góðu skólastarfi verði sóttkvíarreglur óbreyttar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2021 19:03 Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, segir sóttkvíarreglur mjög íþyngjandi fyrir nemendur skólans. Vísir/Sigurjón Skólastjóri Norðlingaskóla segir sóttvarnaaðgerðir verulega íþyngjandi fyrir nemendur grunnskóla. Margir þeirra séu þjakaðir af kvíða um að vera sendir í sóttkví, en sumir nemenda skólans hafa farið í sóttkví í allt að þrjú skipti. Verði sóttkvíarreglum ekki breytt segir hann ekki hægt að halda úti skólastarfi svo vel fari. Talsverðar raskanir hafa orðið á skólastarfi frá því að faldurinn hófst. Nýlega hafa raskanir orðið víða í skólum, til dæmis á Akureyri þegar fjöldi smita kom upp þar, í Fellaskóla, Háteigsskóla og Norðlingaskóla. Þeir krakkar sem oftast hafa farið í sóttkví í Norðlingaskóla hafa farið þrisvar sinnum. Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, segir það hafa haft veruleg áhrif. „Sóttkvíin er sjö dagar og þetta hefur veruleg áhrif. Við höfum fundið fyrir því í auknum mæli að það er vaxandi kvíði hjá krökkunum að koma í skólann. Þau sem eru búin að lenda ítrekað í skólann hræðist að koma í skólann og landa í sóttkví,“ sagði Aðalbjörg í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir miklar áhyggjur uppi um þetta, bæði hjá skólanum og hjá foreldrum. „Við höfum áhyggjur af líðan þeirra og námi og þó að samstarf við heimili gangi mjög vel þá er þetta mjög íþyngjandi,“ segir Aðalbjörg. Viltu að reglum um sóttkví barna verði breytt? „Já, mér finnst mjög mikilvægt að þær verði endurskoðaðar, sóttkvíarreglur gagnvart börnum.“ Þá segir hún reglur um hópskiptingu í skólum ekki skipta miklu máli í stóru myndinni. Mikil blöndun milli hópa eigi sér stað utan skólans. „Við pössum að hafa góða yfirsýn yfir okkar hópadreifingu en hópskiptingin í skóla segir mjög lítið þegar kemur að heildarmyndinni. Nemendurnir blandast eftir skóla og blandast alls konar,“ segir Aðalbjörg. „Þeir blandast í vinahópum, þvert á það sem er að gerast hér í skólanum, inni á heimilum, í tómstundarstarfi til dæmis í félagsmiðstöðinni og í íþróttum. Þar blandast þau þvert á hópa og til dæmis bara í íþróttunum í Fylki eru krakkar úr öðrum skólum að koma saman og æfa saman. Þannig að hópskiptingar í skóla segja lítið þegar kemur að heildarmyndinni.“ Þær mættu jafnvel bara hverfa? „Við getum sagt að það þurfi að endurskoða ala vega reglurnar um sóttkví. Það er ekki hægt að leggja þetta á nemendur mikið lengur og ef þetta verður eins og manni sýnist, að við megum eiga von á að þessu fram eftir vetri, þá er ekki hægt að halda úti skólastarfi svo vel fari,“ sagði Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sólveig Anna hjólar í „woke“ sjálfstæðismenn í borginni Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira
Talsverðar raskanir hafa orðið á skólastarfi frá því að faldurinn hófst. Nýlega hafa raskanir orðið víða í skólum, til dæmis á Akureyri þegar fjöldi smita kom upp þar, í Fellaskóla, Háteigsskóla og Norðlingaskóla. Þeir krakkar sem oftast hafa farið í sóttkví í Norðlingaskóla hafa farið þrisvar sinnum. Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, segir það hafa haft veruleg áhrif. „Sóttkvíin er sjö dagar og þetta hefur veruleg áhrif. Við höfum fundið fyrir því í auknum mæli að það er vaxandi kvíði hjá krökkunum að koma í skólann. Þau sem eru búin að lenda ítrekað í skólann hræðist að koma í skólann og landa í sóttkví,“ sagði Aðalbjörg í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir miklar áhyggjur uppi um þetta, bæði hjá skólanum og hjá foreldrum. „Við höfum áhyggjur af líðan þeirra og námi og þó að samstarf við heimili gangi mjög vel þá er þetta mjög íþyngjandi,“ segir Aðalbjörg. Viltu að reglum um sóttkví barna verði breytt? „Já, mér finnst mjög mikilvægt að þær verði endurskoðaðar, sóttkvíarreglur gagnvart börnum.“ Þá segir hún reglur um hópskiptingu í skólum ekki skipta miklu máli í stóru myndinni. Mikil blöndun milli hópa eigi sér stað utan skólans. „Við pössum að hafa góða yfirsýn yfir okkar hópadreifingu en hópskiptingin í skóla segir mjög lítið þegar kemur að heildarmyndinni. Nemendurnir blandast eftir skóla og blandast alls konar,“ segir Aðalbjörg. „Þeir blandast í vinahópum, þvert á það sem er að gerast hér í skólanum, inni á heimilum, í tómstundarstarfi til dæmis í félagsmiðstöðinni og í íþróttum. Þar blandast þau þvert á hópa og til dæmis bara í íþróttunum í Fylki eru krakkar úr öðrum skólum að koma saman og æfa saman. Þannig að hópskiptingar í skóla segja lítið þegar kemur að heildarmyndinni.“ Þær mættu jafnvel bara hverfa? „Við getum sagt að það þurfi að endurskoða ala vega reglurnar um sóttkví. Það er ekki hægt að leggja þetta á nemendur mikið lengur og ef þetta verður eins og manni sýnist, að við megum eiga von á að þessu fram eftir vetri, þá er ekki hægt að halda úti skólastarfi svo vel fari,“ sagði Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sólveig Anna hjólar í „woke“ sjálfstæðismenn í borginni Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira