„Hann er að setja alla í sínu nærumhverfi í stórhættu“ Snorri Másson skrifar 20. október 2021 20:31 Bílstjóri hjá Strætó bs. keyrir ekki á meðan mál hans er til athugunar. Hann liggur undir ámæli fyrir að hafa birt af sér myndband í símanum undir stýri. TikTok Strætóbílstjóri sem tók upp myndband fyrir samfélagsmiðla undir stýri fær ekki að aka á meðan unnið er úr máli hans innan Strætó bs. Fordæmi eru fyrir því að bílstjórar séu áminntir eða reknir fyrir annað eins. Myndbandið birti bílstjórinn á samfélagsmiðlinum TikTok og eftir að fólk hóf að ræða það á samfélagsmiðlum, barst Strætó bs. fjöldi ábendinga um málið. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó bs. segir að málið sé komið í formlegan farveg. „Við horfum á þetta sem algert dómgreindarleysi. Hann er þarna að setja alla í sínu nærumhverfi í stórhættu, því það er stórhættulegt auðvitað að vera í símanum á meðan þú ert að keyra. Það er alveg skýrt hérna í reglunum, þú átt ekki að vera í símanum á meðan þú ert að keyra, sérstaklega á svona stóru og þungu ökutæki,“ segir Guðmundur. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi segir að það hafi verið erfitt að horfa á myndband af strætóbílstjóra í símanum undir stýri.Stöð 2/Egill Máli bílstjórans hefur þegar verið vísað til deildarstjóra innan Strætó og er nú að sögn Guðmundar komið í réttan farveg innanhúss. Hann segir að bílstjórinn fái ekki að aka á meðan farið er yfir málið með honum. Hvernig má sjá fyrir sér framtíð bílstjóra sem gerir svona? „Það er allur gangur á því. Það fer eftir sögu bílstjórans líka. Ég get ekki farið út í það í fjölmiðlum hvað verður gert hér en fólk hefur verið áminnt og fólk hefur jafnvel verið rekið úr starfi fyrir að vera í símanum. Þannig að við leyfum þessu bara að fara rétta leið,“ segir Guðmundur. Myndbandið gæti einnig orðið að lögreglumáli, enda liggur fjörutíu þúsund króna sekt við að nota fjarskiptabúnað undir stýri. Sú sekt var snarhækkuð fyrir um tveimur árum enda útbreitt vandamál að síminn trufli ökumenn við akstur. Breytt 22.10: Upphaflega sagði í fréttinni að bílstjórinn fengi að aka þrátt fyrir myndbirtinguna en rétt er að hann ekur ekki fyrr en skoðun á máli hans er lokið. Strætó Umferðaröryggi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri sektaðir fyrir að nota símann undir stýri Lögreglan fær í auknu mæli ábendingar um ölvunarakstur eða varhugavert aksturslag sem síðan reynist, við frekari athugun, vera símanotkun undir stýri. 25. júlí 2019 20:30 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Myndbandið birti bílstjórinn á samfélagsmiðlinum TikTok og eftir að fólk hóf að ræða það á samfélagsmiðlum, barst Strætó bs. fjöldi ábendinga um málið. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó bs. segir að málið sé komið í formlegan farveg. „Við horfum á þetta sem algert dómgreindarleysi. Hann er þarna að setja alla í sínu nærumhverfi í stórhættu, því það er stórhættulegt auðvitað að vera í símanum á meðan þú ert að keyra. Það er alveg skýrt hérna í reglunum, þú átt ekki að vera í símanum á meðan þú ert að keyra, sérstaklega á svona stóru og þungu ökutæki,“ segir Guðmundur. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi segir að það hafi verið erfitt að horfa á myndband af strætóbílstjóra í símanum undir stýri.Stöð 2/Egill Máli bílstjórans hefur þegar verið vísað til deildarstjóra innan Strætó og er nú að sögn Guðmundar komið í réttan farveg innanhúss. Hann segir að bílstjórinn fái ekki að aka á meðan farið er yfir málið með honum. Hvernig má sjá fyrir sér framtíð bílstjóra sem gerir svona? „Það er allur gangur á því. Það fer eftir sögu bílstjórans líka. Ég get ekki farið út í það í fjölmiðlum hvað verður gert hér en fólk hefur verið áminnt og fólk hefur jafnvel verið rekið úr starfi fyrir að vera í símanum. Þannig að við leyfum þessu bara að fara rétta leið,“ segir Guðmundur. Myndbandið gæti einnig orðið að lögreglumáli, enda liggur fjörutíu þúsund króna sekt við að nota fjarskiptabúnað undir stýri. Sú sekt var snarhækkuð fyrir um tveimur árum enda útbreitt vandamál að síminn trufli ökumenn við akstur. Breytt 22.10: Upphaflega sagði í fréttinni að bílstjórinn fengi að aka þrátt fyrir myndbirtinguna en rétt er að hann ekur ekki fyrr en skoðun á máli hans er lokið.
Strætó Umferðaröryggi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri sektaðir fyrir að nota símann undir stýri Lögreglan fær í auknu mæli ábendingar um ölvunarakstur eða varhugavert aksturslag sem síðan reynist, við frekari athugun, vera símanotkun undir stýri. 25. júlí 2019 20:30 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Tvöfalt fleiri sektaðir fyrir að nota símann undir stýri Lögreglan fær í auknu mæli ábendingar um ölvunarakstur eða varhugavert aksturslag sem síðan reynist, við frekari athugun, vera símanotkun undir stýri. 25. júlí 2019 20:30