Sport

Rekinn fyrir að hafna bólusetningu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nick Rolovich þarf að finna sér nýja vinnu þar sem bólusetning er ekki skylda.
Nick Rolovich þarf að finna sér nýja vinnu þar sem bólusetning er ekki skylda. getty/Chris Gardner

Þekktur þjálfari í amerískum fótbolta var rekinn vegna þess að hann neitaði að láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni.

Washington State háskólinn hefur sagt Nick Rolovich og fjórum aðstoðarmönnum hans upp eftir að þeir neituðu að láta bólusetja sig.

Rolovich var launahæsti starfsmaður Washington State en talið er að hann hafi þénað 3,1 milljón Bandaríkjadala á ári, eða rúmlega fjögur hundruð milljónir íslenskra króna.

Reglur í Washington kveða á um að allir starfsmenn ríkisins þurfi að vera að fá tvo skammta af bóluefni, annars missi þeir vinnuna. Fresturinn til að láta bólusetja sig rann út í gær.

Rolovich sótti um undanþágu frá bólusetningu af trúarlegum ástæðum en því var hafnað. Og svo var hann rekinn. Hann er fyrsti þjálfarinn í háskólaboltanum sem missir starf sitt eftir að hafa hafnað bólusetningu.

Rolovich var á sínu öðru tímabili hjá Washington State. Áður stýrði hann liði háskólans á Hawaii um þriggja ára skeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×