Er pósturinn frá Póstinum? Björn Berg Gunnarsson skrifar 20. október 2021 08:01 Ég sá malt og appelsín dós í sjálfsala í gær. Fyrr en varði var ég farinn að velta fyrir mér ásættanlegum tíma til að kveikja jólaljósin og fara að huga að jólagjöfunum. Ef til vill hefðu þessar hugleiðingar mínar mátt bíða í tvær, þrjár vikur en hvernig svo sem við lítum á það styttist í jólin með hverjum deginum sem líður og jólunum fylgja að sjálfsögðu jólagjafir. Stór hluti jólaverslunar fer nú fram á vefnum og eykst hlutdeild netverslunar í jólagjafainnkaupum Íslendinga hratt. Af innlendri verslun hefur hlutfall netverslunar vaxið úr 2-4% árið 2019 í 5-7% nú árið 2021 og hefur slíkum póstsendingum að utan auk þess fjölgað til muna. Því má búast við því að fjölmörg okkar komi til með að versla jólagjafirnar á vefnum og þá borgar sig að setja öryggið á oddinn. Hver er að hafa samband? Sögur af netsvindli tengdu póstsendingum rata í fjölmiðla með reglulegu millibili og verður umfjöllunin vonandi til þess að við séum sem flest á varðbergi. Sérstaklega er þó tilefni til að hafa augun opin þegar kemur að netverslun. Eins og lúsin á leikskólanum virðast þrjótarnir alltaf finna sér einhverja leið til að valda usla og þeir hafa svo sannarlega nýtt sér aukna verslun okkar á vefnum. Þannig hefur mikið borið á fölsuðum tölvupóstum og smáskilaboðum sem virðast berast frá póstfyrirtækjum á borð við Póstinn og DHL. Viðtakandi skilaboðanna er yfirleitt sendur á svikasíðu sem, rétt eins og upphaflegu skilaboðin, virðist við fyrstu sín ófölsuð. Þar er til dæmis óskað eftir greiðslukortaupplýsingum og ef bitið er á agnið eru þrjótarnir fljótir að láta greipar sópa. Því miður tapast hér á landi háar fjárhæðir með þessum hætti ár hvert. Svikin geta virst mjög sannfærandi og þær vefsíður og þau samskipti sem notuð eru við svikin verða sífellt vandaðri. Því verðum við að hafa varann á. Lítum á póstfang þess sem sendir og símanúmerið. Göngum úr skugga um að sendandinn sé raunverulega sá sem hann segist vera og höfum í huga að ólíklegt er að fyrirtæki sendi hlekki á vefi þar sem óskað er eftir greiðsluupplýsingum. Sleppum því að gleðja netþrjótana þessi jólin. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Netglæpir Netöryggi Pósturinn Neytendur Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég sá malt og appelsín dós í sjálfsala í gær. Fyrr en varði var ég farinn að velta fyrir mér ásættanlegum tíma til að kveikja jólaljósin og fara að huga að jólagjöfunum. Ef til vill hefðu þessar hugleiðingar mínar mátt bíða í tvær, þrjár vikur en hvernig svo sem við lítum á það styttist í jólin með hverjum deginum sem líður og jólunum fylgja að sjálfsögðu jólagjafir. Stór hluti jólaverslunar fer nú fram á vefnum og eykst hlutdeild netverslunar í jólagjafainnkaupum Íslendinga hratt. Af innlendri verslun hefur hlutfall netverslunar vaxið úr 2-4% árið 2019 í 5-7% nú árið 2021 og hefur slíkum póstsendingum að utan auk þess fjölgað til muna. Því má búast við því að fjölmörg okkar komi til með að versla jólagjafirnar á vefnum og þá borgar sig að setja öryggið á oddinn. Hver er að hafa samband? Sögur af netsvindli tengdu póstsendingum rata í fjölmiðla með reglulegu millibili og verður umfjöllunin vonandi til þess að við séum sem flest á varðbergi. Sérstaklega er þó tilefni til að hafa augun opin þegar kemur að netverslun. Eins og lúsin á leikskólanum virðast þrjótarnir alltaf finna sér einhverja leið til að valda usla og þeir hafa svo sannarlega nýtt sér aukna verslun okkar á vefnum. Þannig hefur mikið borið á fölsuðum tölvupóstum og smáskilaboðum sem virðast berast frá póstfyrirtækjum á borð við Póstinn og DHL. Viðtakandi skilaboðanna er yfirleitt sendur á svikasíðu sem, rétt eins og upphaflegu skilaboðin, virðist við fyrstu sín ófölsuð. Þar er til dæmis óskað eftir greiðslukortaupplýsingum og ef bitið er á agnið eru þrjótarnir fljótir að láta greipar sópa. Því miður tapast hér á landi háar fjárhæðir með þessum hætti ár hvert. Svikin geta virst mjög sannfærandi og þær vefsíður og þau samskipti sem notuð eru við svikin verða sífellt vandaðri. Því verðum við að hafa varann á. Lítum á póstfang þess sem sendir og símanúmerið. Göngum úr skugga um að sendandinn sé raunverulega sá sem hann segist vera og höfum í huga að ólíklegt er að fyrirtæki sendi hlekki á vefi þar sem óskað er eftir greiðsluupplýsingum. Sleppum því að gleðja netþrjótana þessi jólin. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun