Forfeðurnir hjuggu niður álftir og söltuðu í tunnur Kristján Már Unnarsson skrifar 18. október 2021 22:22 Steingrímur við gamla bæinn á Gunnarsstöðum. Þar hefur hann átt lögheimili alla sína tíð. Einar Árnason Steingrímur J. Sigfússon hyggst meðal annars sinna æðarvarpi og vonast til að þurfa sem sjaldnast að fara í jakkaföt nú þegar hann hefur látið af þingmennsku. Á heimaslóðum sínum í Þistilfirði rifjar hann upp að forfeður hans veiddu álftir sér til matar. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Steingrím í heyskap á Gunnarsstöðum en eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi í sumar sem forseti Alþingis hélt hann norður í Þistilfjörð á æskuheimili sitt. Steingrímur á traktornum. Æskuheimilið á Gunnarsstöðum í baksýn.Einar Árnason „Ég bara rýk hér upp á vélar um leið og ég kem, ef þannig stendur á. Það er alveg yndislegt. Og finna töðuilminn. Það er bara hluti af tilverunni,“ segir Steingrímur þegar hann stígur af traktornum. Hér segist hann ætla að vera með annan fótinn nú þegar stjórnmálaferlinum er lokið og sinna gamla íbúðarhúsinu og jörðinni. „Við erum hérna með smáæðarvarp sem við erum að reyna að koma upp. Þannig að ég er með næg verkefni, skal ég segja ykkur. Og verð því óskaplega feginn að þurfa sem sjaldnast að fara í jakkaföt.“ Steingrímur sýnir hvar heiðarbýlið Hávarðsstaðir stóð. Þaðan komu forfeður hans.Einar Árnason Og þegar hann sýnir okkur heiðarbýlið Hávarðsstaði, þar sem langafi hans bjó, segir hann okkur að forfeður hans veiddu álftir og átu. „Álftin var mikilvæg kjötuppspretta á þessum bæjum sem áttu land að heiðinni. Því það var hægt að fara og veiða hana á sumrin. Hún var bara höggvin niður og söltuð í tunnur, rétt eins og lambakjöt,“ segir Steingrímur, sem er viðmælandi þáttarins Um land allt, um mannlíf í Þistilfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Svalbarðshreppur Landbúnaður Um land allt Fuglar Matur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Steingrímur kominn í töðuilm í bústörfum á Gunnarsstöðum Steingrímur J. Sigfússon stendur á tímamótum að loknum 38 ára viðburðaríkum stjórnmálaferli. Eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi í sumar sem forseti Alþingis hélt hann ásamt fjölskyldu sinni í frí norður í Þistilfjörð á æskuheimili sitt á Gunnarsstöðum. 17. október 2021 14:32 Steingrímur hættir í pólitík Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna til margra ára forseti Alþingis, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í þingkosningum sem fram fara á næsta ári. 31. október 2020 14:35 Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Steingrím í heyskap á Gunnarsstöðum en eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi í sumar sem forseti Alþingis hélt hann norður í Þistilfjörð á æskuheimili sitt. Steingrímur á traktornum. Æskuheimilið á Gunnarsstöðum í baksýn.Einar Árnason „Ég bara rýk hér upp á vélar um leið og ég kem, ef þannig stendur á. Það er alveg yndislegt. Og finna töðuilminn. Það er bara hluti af tilverunni,“ segir Steingrímur þegar hann stígur af traktornum. Hér segist hann ætla að vera með annan fótinn nú þegar stjórnmálaferlinum er lokið og sinna gamla íbúðarhúsinu og jörðinni. „Við erum hérna með smáæðarvarp sem við erum að reyna að koma upp. Þannig að ég er með næg verkefni, skal ég segja ykkur. Og verð því óskaplega feginn að þurfa sem sjaldnast að fara í jakkaföt.“ Steingrímur sýnir hvar heiðarbýlið Hávarðsstaðir stóð. Þaðan komu forfeður hans.Einar Árnason Og þegar hann sýnir okkur heiðarbýlið Hávarðsstaði, þar sem langafi hans bjó, segir hann okkur að forfeður hans veiddu álftir og átu. „Álftin var mikilvæg kjötuppspretta á þessum bæjum sem áttu land að heiðinni. Því það var hægt að fara og veiða hana á sumrin. Hún var bara höggvin niður og söltuð í tunnur, rétt eins og lambakjöt,“ segir Steingrímur, sem er viðmælandi þáttarins Um land allt, um mannlíf í Þistilfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Svalbarðshreppur Landbúnaður Um land allt Fuglar Matur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Steingrímur kominn í töðuilm í bústörfum á Gunnarsstöðum Steingrímur J. Sigfússon stendur á tímamótum að loknum 38 ára viðburðaríkum stjórnmálaferli. Eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi í sumar sem forseti Alþingis hélt hann ásamt fjölskyldu sinni í frí norður í Þistilfjörð á æskuheimili sitt á Gunnarsstöðum. 17. október 2021 14:32 Steingrímur hættir í pólitík Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna til margra ára forseti Alþingis, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í þingkosningum sem fram fara á næsta ári. 31. október 2020 14:35 Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
Steingrímur kominn í töðuilm í bústörfum á Gunnarsstöðum Steingrímur J. Sigfússon stendur á tímamótum að loknum 38 ára viðburðaríkum stjórnmálaferli. Eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi í sumar sem forseti Alþingis hélt hann ásamt fjölskyldu sinni í frí norður í Þistilfjörð á æskuheimili sitt á Gunnarsstöðum. 17. október 2021 14:32
Steingrímur hættir í pólitík Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna til margra ára forseti Alþingis, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í þingkosningum sem fram fara á næsta ári. 31. október 2020 14:35