Höfðu áhyggjur af dýrustu herþotum heims í íslenska veðrinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. október 2021 21:02 B-2 Spirit-sprengjuþoturnar eru dýrustu flugvélar sem smíðaðar hafa verið. Aðeins tuttugu eru í notkun og voru þrjár þeirra gerðar út frá Keflavík í ágúst og september. U.S. Air National Guard/John E. Hillier Stjórnendur í bandaríska flughernum sem fylgdu þremur Northrop B-2 Spirit sprengjuþotum bandaríska hersins hér til lands fyrr á árinu höfðu áhyggjur af því hvernig íslenska veðrið myndi fara með þessar dýrustu herþotur flugsögunnar. Líkt og fjallað var ítarlega um á Vísi komu vélarnar hingað til lands í ágúst og voru þær við æfingar hér við land í nokkrar vikur. Í myndbandi sem 131. sprengjusveit þjóðvarðliðs Missouri hefur birt á Facebook er viðtal við undirofurstann Matthew Howard þar sem hann fer yfir verkefnið hér á landi. „Til að segja sannleikann þá hafði ég áhyggjur framan af. Besta veðrið er ekki á Íslandi. Það er ellefu stiga hiti, stundum er fimmtán metrar á sekúndu og það rignir nánast hvern einasta dag. Þoturnar voru utandyra allan tímann þannig að við höfðum áhyggjur af því að hafa þær úti í þessu veðri án þess að vera með flugskýli,“ segir Howard í myndbandinu. Markmiðið með komu vélanna til Íslands þetta skiptið var að æfa samhæfingu við hersveitir frá Noregi og Bretlandi, en meðal annars var verið að æfa eldsneytisáfyllingu á lofti. „Við höfum þurft að berjast við veðrið og það hefur látið okkur vinnna fyrir kaupinu, segir Howard,“ sem þakkar flugvirkjum og öðru starfsliði fyrir það hversu vel gekk að halda þotunum í góðu standi þrátt fyrir skort á flugskýli. B-2 er talin eitthvert skæðasta vopn sem til er en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám. Þá getur hún borið allt að sextán kjarnorkusprengjur. Þessi fljúgandi vængur er jafnframt dýrasta flugvél sögunnar. Þróun og smíði hennar kostaði 260 milljarða króna á hvert eintak en aðeins tuttugu eru til í heiminum. Svo dýr er hún í rekstri að hver flugtími reiknast á 17 milljónir króna. Keflavíkurflugvöllur Bandaríkin Fréttir af flugi Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur skilgreindur sem framvarðarstöð B-2 til sprengjuárása Tvær af þremur B-2 Spirit sprengjuþotum bandaríska flughersins, sem staðsettar eru á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir, æfðu með norska flughernum yfir Norðursjó í vikunni. Samkvæmt frétt norska hersins fóru æfingarnar fram á mánudag og miðvikudag með þátttöku F-35 orustuþotna Norðmanna sem komu frá Evenes-flugvellinum í Norður Noregi. 12. september 2021 13:40 Bandaríski flugherinn æfir við Ísland næstu daga Þrjár bandarískar herflugvélar af gerðinni Northrop B-2 Spirit komu til landsins í kvöld og verða hér við æfingar næstu daga. 23. ágúst 2021 23:16 Skæðustu sprengjuþotur heims við æfingar á Íslandi næstu daga Þrjár bandarískar sprengjuþotur af gerðinni Northrop B-2 Spirit lentu í Keflavík í gærkvöldi og verða þær við æfingar hér við land næstu daga. Þoturnar eru þær dýrustu í flugsögunni og taldar einhver skæðustu árásarvopn sem mannkyn hefur smíðað. 24. ágúst 2021 22:31 Öflugustu sprengjuþotur Bandaríkjahers æfðu undan ströndum Íslands í fyrrinótt Tvær B-2 Spirit-herþotur og tvær B-1B Lancers-herþotur voru látnar hittast undan ströndum Íslands í fyrrinótt í æfingaflugi, sem Bandaríkjaher segir að hafi verið til að undirstrika þá miklu áherslu sem flugherinn leggi á norðurslóðir. Önnur tegundin er hljóðfrá, hin torséð og getur borið kjarnorkuvopn, og eru þær taldar skæðustu sprengjuþotur NATO-herja. 18. mars 2021 06:32 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Líkt og fjallað var ítarlega um á Vísi komu vélarnar hingað til lands í ágúst og voru þær við æfingar hér við land í nokkrar vikur. Í myndbandi sem 131. sprengjusveit þjóðvarðliðs Missouri hefur birt á Facebook er viðtal við undirofurstann Matthew Howard þar sem hann fer yfir verkefnið hér á landi. „Til að segja sannleikann þá hafði ég áhyggjur framan af. Besta veðrið er ekki á Íslandi. Það er ellefu stiga hiti, stundum er fimmtán metrar á sekúndu og það rignir nánast hvern einasta dag. Þoturnar voru utandyra allan tímann þannig að við höfðum áhyggjur af því að hafa þær úti í þessu veðri án þess að vera með flugskýli,“ segir Howard í myndbandinu. Markmiðið með komu vélanna til Íslands þetta skiptið var að æfa samhæfingu við hersveitir frá Noregi og Bretlandi, en meðal annars var verið að æfa eldsneytisáfyllingu á lofti. „Við höfum þurft að berjast við veðrið og það hefur látið okkur vinnna fyrir kaupinu, segir Howard,“ sem þakkar flugvirkjum og öðru starfsliði fyrir það hversu vel gekk að halda þotunum í góðu standi þrátt fyrir skort á flugskýli. B-2 er talin eitthvert skæðasta vopn sem til er en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám. Þá getur hún borið allt að sextán kjarnorkusprengjur. Þessi fljúgandi vængur er jafnframt dýrasta flugvél sögunnar. Þróun og smíði hennar kostaði 260 milljarða króna á hvert eintak en aðeins tuttugu eru til í heiminum. Svo dýr er hún í rekstri að hver flugtími reiknast á 17 milljónir króna.
Keflavíkurflugvöllur Bandaríkin Fréttir af flugi Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur skilgreindur sem framvarðarstöð B-2 til sprengjuárása Tvær af þremur B-2 Spirit sprengjuþotum bandaríska flughersins, sem staðsettar eru á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir, æfðu með norska flughernum yfir Norðursjó í vikunni. Samkvæmt frétt norska hersins fóru æfingarnar fram á mánudag og miðvikudag með þátttöku F-35 orustuþotna Norðmanna sem komu frá Evenes-flugvellinum í Norður Noregi. 12. september 2021 13:40 Bandaríski flugherinn æfir við Ísland næstu daga Þrjár bandarískar herflugvélar af gerðinni Northrop B-2 Spirit komu til landsins í kvöld og verða hér við æfingar næstu daga. 23. ágúst 2021 23:16 Skæðustu sprengjuþotur heims við æfingar á Íslandi næstu daga Þrjár bandarískar sprengjuþotur af gerðinni Northrop B-2 Spirit lentu í Keflavík í gærkvöldi og verða þær við æfingar hér við land næstu daga. Þoturnar eru þær dýrustu í flugsögunni og taldar einhver skæðustu árásarvopn sem mannkyn hefur smíðað. 24. ágúst 2021 22:31 Öflugustu sprengjuþotur Bandaríkjahers æfðu undan ströndum Íslands í fyrrinótt Tvær B-2 Spirit-herþotur og tvær B-1B Lancers-herþotur voru látnar hittast undan ströndum Íslands í fyrrinótt í æfingaflugi, sem Bandaríkjaher segir að hafi verið til að undirstrika þá miklu áherslu sem flugherinn leggi á norðurslóðir. Önnur tegundin er hljóðfrá, hin torséð og getur borið kjarnorkuvopn, og eru þær taldar skæðustu sprengjuþotur NATO-herja. 18. mars 2021 06:32 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur skilgreindur sem framvarðarstöð B-2 til sprengjuárása Tvær af þremur B-2 Spirit sprengjuþotum bandaríska flughersins, sem staðsettar eru á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir, æfðu með norska flughernum yfir Norðursjó í vikunni. Samkvæmt frétt norska hersins fóru æfingarnar fram á mánudag og miðvikudag með þátttöku F-35 orustuþotna Norðmanna sem komu frá Evenes-flugvellinum í Norður Noregi. 12. september 2021 13:40
Bandaríski flugherinn æfir við Ísland næstu daga Þrjár bandarískar herflugvélar af gerðinni Northrop B-2 Spirit komu til landsins í kvöld og verða hér við æfingar næstu daga. 23. ágúst 2021 23:16
Skæðustu sprengjuþotur heims við æfingar á Íslandi næstu daga Þrjár bandarískar sprengjuþotur af gerðinni Northrop B-2 Spirit lentu í Keflavík í gærkvöldi og verða þær við æfingar hér við land næstu daga. Þoturnar eru þær dýrustu í flugsögunni og taldar einhver skæðustu árásarvopn sem mannkyn hefur smíðað. 24. ágúst 2021 22:31
Öflugustu sprengjuþotur Bandaríkjahers æfðu undan ströndum Íslands í fyrrinótt Tvær B-2 Spirit-herþotur og tvær B-1B Lancers-herþotur voru látnar hittast undan ströndum Íslands í fyrrinótt í æfingaflugi, sem Bandaríkjaher segir að hafi verið til að undirstrika þá miklu áherslu sem flugherinn leggi á norðurslóðir. Önnur tegundin er hljóðfrá, hin torséð og getur borið kjarnorkuvopn, og eru þær taldar skæðustu sprengjuþotur NATO-herja. 18. mars 2021 06:32