Geðheilbrigði í brennidepli Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 18. október 2021 19:00 Fjármagn til geðheilbrigðismála er ekki í takt við umfang málaflokksins. Skiptar skoðanir eru um áherslur og útfærslu geðheilbrigðisþjónustunnar. Stjórnvöld styðjast við niðurstöður rannsókna og þá skapast strax vandi því rannsóknir sýna að mismunandi leiðir eru batahvetjandi og hefðbundnar lausnir ekki endilega þær bestu. Það er löngu tímabært að rýna þjónustuna, meta árangurinn; á hvern hátt hún þjónar notendum, aðstandendum og samfélaginu í heild sinni. Geðhjálp hefur sett fram 9 áherslupunkta í baráttunni fyrir bættu geðheilbrigði í landinu (gedhjalp.is). Einn punkturinn er skipun Geðráðs. Geðhjálp hefur óskað eftir því að stjórnvöld skapi vettvang þar sem ólík sjónarmið og hagsmunir mætist, skipst sé á skoðunum og mál eins og hvort þjónustan spegli meira áherslur heilbrigðisstarfsfólks í stað þeirra sem þurfa að nota þjónustuna rædd. Nauðung er dæmi um mál þar sem ólík sjónarmið eru uppi og ef reynsla notenda er að sú nálgun valdi meiri skaða en upphaflegt vandamál verður að finna aðrar betri lausnir. Hagsmunir geðheilbrigðisstétta mega ekki hamla framþróun s.s. eins og að fá alla að borðinu sem eru í vanda og finna sameiginlegar lausnir, nefnt opið samtal (open-dialogue.net). Niðurstöður þeirrar nálgunar eru þær bestu í hinum vestræna hluta heimsins. Um 75% þeirra sem fá geðrof hafa skilað sér til vinnu innan tveggja ára og aðeins 20% af hópnum var á geðrofslyfjum. Skjólshús (Safe house) er val við innlögn á geðdeild, þar sem meirihluti starfsmanna hefur notendareynslu sem og lyfjalausar geðdeildir. Stjórnvöld í Noregi settu lyfjalausa nálgun á oddinn strax 2010, sem varð síðan að veruleika með opnum lyfjalausra geðdeilda 2015. Umræðan upp á síðkastið hefur t.d. snúist um að of fáir geðlæknar séu starfandi, löng bið sé eftir þjónustu þeirra og fækkun geðlækna inni á Landspítalanum. Þegar kemur að fjölda geðlækna hér á landi miðað við höfðatölu erum við Íslendingar með þeim hæstu í Evrópu. Ef hugmyndafræðilegar áherslur breytast verður þunginn meira á sálfélags- og samfélagslegar aðgerðir. Áherslur verða meira á umhverfisþætti, þverfaglegar áherslur og þátttöku almennings við að bæta geðheilbrigði. Geðlæknastéttin sem og aðrar geðheilbrigðisstéttir munu þurfa að endurskoða sína starfshætti og nálganir á næstunni og betrumbæta menntun sína. Aðalþunginn er enn á vanda fólks í stað þess að skoða ytri áhrifaþætti s.s. ójöfnuð, fordóma, mismunun, fátækt, uppeldiskilyrði, vanrækslu, einangrun og tengslarof á geðheilsu og heilbrigði. Hefðbundnar stéttir eru ekki endilega best til þess fallnar að vera verkstjórar, samhæfa þjónustuna, hafa yfirsýn og sjá til þess samfella verði í þjónustunni. Þjónustan þróast enn miðað við þarfir og áherslur geðheilbrigðisstétta þrátt fyrir góðan ásetning stjórnvalda að reyna að breyta þeirri nálgun; hafa notendur með í ráðum og auka fjármagn í kerfið. Þjónustan þarf að færast frá stofnunum, skrifstofum og inn á heimilin, í skólana og á vinnustaðina. Út í samfélagið. Fleiri störf þarf að skapa fyrir fólk með notendareynslu; gera reynslu þeirra eftirsóknarverða og verðmæta. Þekking á umhverfisþáttum mun breyta mikilvægi stétta. Forvarnir felast í stuðningi við foreldra í uppeldishlutverkinu, lífsleikni, sköpunargreinum og áherslu á hæfileika nemenda í skólakerfinu, og að vinnustaðir geri sér grein fyrir að mikilvægu hlutverki sínu í eflingu geðheilbrigðis. Það er synd að okkur hafi ekki tekist að finna fjölþættari leiðir til að styðja betur við þá sem geta unnið að hluta, því það eru margir sem vilja og geta unnið en kerfið hindrar. Góð úrræði og hugmyndir öllum til góðs hafa sprottið frá fólki með reynslu. Geðrækt var komið á hér á landi fyrir atbeina notanda sem vildi efla geðheilsu allra landsmanna, Blátt áfram vegna systra sem þekktu á eigin skinni, áhrif misnotkunar á heilsu. Þá var hugmyndafræði Klúbbsins Geysis komið á þann hátt að notendur tóku málin í eigin hendur til að koma sínu fólki að á vinnumarkað og Pieta samtökin var komið á fyrir atbeina aðstandendur sem höfðu misst nákominn vegna sjálfsvígs. Kæru valdhafar, eða öllu heldur þið sem farið með þjónustuumboðið: Komið á vettvangi þar sem ólík sjónarmið mætast, þar sem þekking sem sprottinn er úr mismunandi ranni er viðurkennd, þar sem sérhagsmunir verða að víkja og ein nálgun eða stétt er ekki svarið. Ef orðræðan heldur áfram að snúast um skort og aðskilnað þá drögumst við hin inn þá umræðu og finnst við sjálf aldrei verða nóg. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Elín Ebba Ásmundsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Fjármagn til geðheilbrigðismála er ekki í takt við umfang málaflokksins. Skiptar skoðanir eru um áherslur og útfærslu geðheilbrigðisþjónustunnar. Stjórnvöld styðjast við niðurstöður rannsókna og þá skapast strax vandi því rannsóknir sýna að mismunandi leiðir eru batahvetjandi og hefðbundnar lausnir ekki endilega þær bestu. Það er löngu tímabært að rýna þjónustuna, meta árangurinn; á hvern hátt hún þjónar notendum, aðstandendum og samfélaginu í heild sinni. Geðhjálp hefur sett fram 9 áherslupunkta í baráttunni fyrir bættu geðheilbrigði í landinu (gedhjalp.is). Einn punkturinn er skipun Geðráðs. Geðhjálp hefur óskað eftir því að stjórnvöld skapi vettvang þar sem ólík sjónarmið og hagsmunir mætist, skipst sé á skoðunum og mál eins og hvort þjónustan spegli meira áherslur heilbrigðisstarfsfólks í stað þeirra sem þurfa að nota þjónustuna rædd. Nauðung er dæmi um mál þar sem ólík sjónarmið eru uppi og ef reynsla notenda er að sú nálgun valdi meiri skaða en upphaflegt vandamál verður að finna aðrar betri lausnir. Hagsmunir geðheilbrigðisstétta mega ekki hamla framþróun s.s. eins og að fá alla að borðinu sem eru í vanda og finna sameiginlegar lausnir, nefnt opið samtal (open-dialogue.net). Niðurstöður þeirrar nálgunar eru þær bestu í hinum vestræna hluta heimsins. Um 75% þeirra sem fá geðrof hafa skilað sér til vinnu innan tveggja ára og aðeins 20% af hópnum var á geðrofslyfjum. Skjólshús (Safe house) er val við innlögn á geðdeild, þar sem meirihluti starfsmanna hefur notendareynslu sem og lyfjalausar geðdeildir. Stjórnvöld í Noregi settu lyfjalausa nálgun á oddinn strax 2010, sem varð síðan að veruleika með opnum lyfjalausra geðdeilda 2015. Umræðan upp á síðkastið hefur t.d. snúist um að of fáir geðlæknar séu starfandi, löng bið sé eftir þjónustu þeirra og fækkun geðlækna inni á Landspítalanum. Þegar kemur að fjölda geðlækna hér á landi miðað við höfðatölu erum við Íslendingar með þeim hæstu í Evrópu. Ef hugmyndafræðilegar áherslur breytast verður þunginn meira á sálfélags- og samfélagslegar aðgerðir. Áherslur verða meira á umhverfisþætti, þverfaglegar áherslur og þátttöku almennings við að bæta geðheilbrigði. Geðlæknastéttin sem og aðrar geðheilbrigðisstéttir munu þurfa að endurskoða sína starfshætti og nálganir á næstunni og betrumbæta menntun sína. Aðalþunginn er enn á vanda fólks í stað þess að skoða ytri áhrifaþætti s.s. ójöfnuð, fordóma, mismunun, fátækt, uppeldiskilyrði, vanrækslu, einangrun og tengslarof á geðheilsu og heilbrigði. Hefðbundnar stéttir eru ekki endilega best til þess fallnar að vera verkstjórar, samhæfa þjónustuna, hafa yfirsýn og sjá til þess samfella verði í þjónustunni. Þjónustan þróast enn miðað við þarfir og áherslur geðheilbrigðisstétta þrátt fyrir góðan ásetning stjórnvalda að reyna að breyta þeirri nálgun; hafa notendur með í ráðum og auka fjármagn í kerfið. Þjónustan þarf að færast frá stofnunum, skrifstofum og inn á heimilin, í skólana og á vinnustaðina. Út í samfélagið. Fleiri störf þarf að skapa fyrir fólk með notendareynslu; gera reynslu þeirra eftirsóknarverða og verðmæta. Þekking á umhverfisþáttum mun breyta mikilvægi stétta. Forvarnir felast í stuðningi við foreldra í uppeldishlutverkinu, lífsleikni, sköpunargreinum og áherslu á hæfileika nemenda í skólakerfinu, og að vinnustaðir geri sér grein fyrir að mikilvægu hlutverki sínu í eflingu geðheilbrigðis. Það er synd að okkur hafi ekki tekist að finna fjölþættari leiðir til að styðja betur við þá sem geta unnið að hluta, því það eru margir sem vilja og geta unnið en kerfið hindrar. Góð úrræði og hugmyndir öllum til góðs hafa sprottið frá fólki með reynslu. Geðrækt var komið á hér á landi fyrir atbeina notanda sem vildi efla geðheilsu allra landsmanna, Blátt áfram vegna systra sem þekktu á eigin skinni, áhrif misnotkunar á heilsu. Þá var hugmyndafræði Klúbbsins Geysis komið á þann hátt að notendur tóku málin í eigin hendur til að koma sínu fólki að á vinnumarkað og Pieta samtökin var komið á fyrir atbeina aðstandendur sem höfðu misst nákominn vegna sjálfsvígs. Kæru valdhafar, eða öllu heldur þið sem farið með þjónustuumboðið: Komið á vettvangi þar sem ólík sjónarmið mætast, þar sem þekking sem sprottinn er úr mismunandi ranni er viðurkennd, þar sem sérhagsmunir verða að víkja og ein nálgun eða stétt er ekki svarið. Ef orðræðan heldur áfram að snúast um skort og aðskilnað þá drögumst við hin inn þá umræðu og finnst við sjálf aldrei verða nóg. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun