Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. október 2021 12:31 Refurinn Gústi Jr. hefur vakið talsverða athygli upp á síðkastið. MAST er ekki hrifin af uppátækjum samfélagsmiðlastjörnunnar og eiganda refsins, Gústa B. aðsend Ágústi Beinteini Árnasyni brá heldur betur í brún þegar tveir einkennisklæddir lögreglumenn mættu að heimili hans ásamt fulltrúa Matvælastofnunar (MAST) í síðustu viku með húsleitarheimild. Markmiðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt. Gústa finnst málið allt farið að líkjast farsa og segist í samtali við fréttastofu hafa fundið það á lögreglumönnunum að þeim þætti þetta einnig heldur hlægilegt mál. „Ég held þeir hafi nú margt betra að gera en að leita að TikTok refum. Ég sá það nú svona á svipnum á þeim að þetta var ekki brýnasta verk dagsins,“ segir Gústi. „Þeir voru mjög almennilegir og hrósuðu mér meira að segja fyrir heimastúdíóið mitt en ég er duglegur að taka upp mína eigin tónlist hérna heima.“ Telur allt framferði MAST undarlegt Hann segir starfsmann MAST hafa verið öllu forhertari og staðráðinn í að finna refinn. „Mér fannst þetta svoldið spes. Ég er ósáttur með aðferðir Matvælastofnunar í þessu máli og líka hissa á hæstaréttardómara að hafa heimilað þessa húsleit,“ segir Ágúst. „Ég veit líka ekki af hverju einhver fulltrúi frá MAST var mættur inn í eldhús til mín. Ég er ekki viss um að hæstaréttardómari geti heimilað fólki frá Matvælastofnun að mæta heim til fólks þó þeir geti veitt lögreglu húsleitarheimild.“ Lögregla og Matvælastofnun gripu þó í tómt. Refinn var hvergi að finna heima hjá Gústa. Hann vill þó ekkert gefa upp um staðsetningu refsins. „Hann er óhultur frá eftirlitsmönnum Matvælastofnunar. Og mér skilst á honum að hann hafi engan áhuga á að fara með þeim.“ Ágústi fannst brotið á friðhelgi einkalífs síns þegar lögregla og sérstaklega fulltrúi MAST ruddust inn á heimili hans og eins og Vísir greindi frá í gær hefur hann ráðið til sín lögmenn frá Norðdahl lögmannastofu til að aðstoða sig í málinu. „Þegar ég stóð þarna í eigin eldhúsi og horfði á fulltrúa MAST skoða í skápana mína þá áttaði ég mig á því að það væri eitthvað bogið við þessi vinnubrögð,“ segir Gústi. Refurinn hefði það ekki af í Húsdýragarðinum Spurður hvort hann skilji ekki sjónarmið MAST í málinu sem vill taka af honum refinn því bannað sé að halda villt dýr samkvæmt lögum segir Gústi að refurinn sé ekki villtur. „Ég fékk hann í hendurnar fyrir einum og hálfum mánuði og það er alveg ljóst að þessi refur hefur alist upp meðal mannfólks. Þannig að hann er samkvæmt skilgreiningu gæludýr en ekki villt dýr. Hann myndi aldrei lifa það af að vera sleppt út í náttúruna og það sér hver maður að hann myndi heldur ekki lifa það af að vera sleppt inn í Húsdýragarðinn með villtum refum,“ segir hann. Hann vill ekkert gefa upp um hvar hann fékk refinn. „Það er fólk sem heldur hrafna og svona og aldrei hefur MAST bankað upp á hjá þeim. Og það er fólk úti á landi sem að heldur svona refi – MAST lítur alveg fram hjá því og þetta er bara brot á jafnræðisreglunni að veita mér eitthvað rosalegt aðhald fyrir þetta en líta fram hjá því hjá öðrum á landsbyggðinni,“ segir Gústi. Reykjavík Lögreglumál Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Refurinn Gústi jr. Tengdar fréttir Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ 30. september 2021 16:05 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Gústa finnst málið allt farið að líkjast farsa og segist í samtali við fréttastofu hafa fundið það á lögreglumönnunum að þeim þætti þetta einnig heldur hlægilegt mál. „Ég held þeir hafi nú margt betra að gera en að leita að TikTok refum. Ég sá það nú svona á svipnum á þeim að þetta var ekki brýnasta verk dagsins,“ segir Gústi. „Þeir voru mjög almennilegir og hrósuðu mér meira að segja fyrir heimastúdíóið mitt en ég er duglegur að taka upp mína eigin tónlist hérna heima.“ Telur allt framferði MAST undarlegt Hann segir starfsmann MAST hafa verið öllu forhertari og staðráðinn í að finna refinn. „Mér fannst þetta svoldið spes. Ég er ósáttur með aðferðir Matvælastofnunar í þessu máli og líka hissa á hæstaréttardómara að hafa heimilað þessa húsleit,“ segir Ágúst. „Ég veit líka ekki af hverju einhver fulltrúi frá MAST var mættur inn í eldhús til mín. Ég er ekki viss um að hæstaréttardómari geti heimilað fólki frá Matvælastofnun að mæta heim til fólks þó þeir geti veitt lögreglu húsleitarheimild.“ Lögregla og Matvælastofnun gripu þó í tómt. Refinn var hvergi að finna heima hjá Gústa. Hann vill þó ekkert gefa upp um staðsetningu refsins. „Hann er óhultur frá eftirlitsmönnum Matvælastofnunar. Og mér skilst á honum að hann hafi engan áhuga á að fara með þeim.“ Ágústi fannst brotið á friðhelgi einkalífs síns þegar lögregla og sérstaklega fulltrúi MAST ruddust inn á heimili hans og eins og Vísir greindi frá í gær hefur hann ráðið til sín lögmenn frá Norðdahl lögmannastofu til að aðstoða sig í málinu. „Þegar ég stóð þarna í eigin eldhúsi og horfði á fulltrúa MAST skoða í skápana mína þá áttaði ég mig á því að það væri eitthvað bogið við þessi vinnubrögð,“ segir Gústi. Refurinn hefði það ekki af í Húsdýragarðinum Spurður hvort hann skilji ekki sjónarmið MAST í málinu sem vill taka af honum refinn því bannað sé að halda villt dýr samkvæmt lögum segir Gústi að refurinn sé ekki villtur. „Ég fékk hann í hendurnar fyrir einum og hálfum mánuði og það er alveg ljóst að þessi refur hefur alist upp meðal mannfólks. Þannig að hann er samkvæmt skilgreiningu gæludýr en ekki villt dýr. Hann myndi aldrei lifa það af að vera sleppt út í náttúruna og það sér hver maður að hann myndi heldur ekki lifa það af að vera sleppt inn í Húsdýragarðinn með villtum refum,“ segir hann. Hann vill ekkert gefa upp um hvar hann fékk refinn. „Það er fólk sem heldur hrafna og svona og aldrei hefur MAST bankað upp á hjá þeim. Og það er fólk úti á landi sem að heldur svona refi – MAST lítur alveg fram hjá því og þetta er bara brot á jafnræðisreglunni að veita mér eitthvað rosalegt aðhald fyrir þetta en líta fram hjá því hjá öðrum á landsbyggðinni,“ segir Gústi.
Reykjavík Lögreglumál Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Refurinn Gústi jr. Tengdar fréttir Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ 30. september 2021 16:05 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ 30. september 2021 16:05