Græningjar samþykkja að ráðast í formlegar stjórnarmyndunarviðræður Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2021 08:23 Annalena Baerbock er annar leiðtoga Græningja og var kanslaraefni flokksins í nýafstöðnum kosningum. Við hlið hennar er Olaf Scholz, kanslaraefni Jafnaðarmanna. Allt bendir til að Scholz muni taka við kanslaraembættinu af Angelu Merkel á næstu vikum. EPA Mikill meirihluti þýskra Græningja samþykkti í gær að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Jafnaðarmenn (SPD) og Frjálslynda demókrata (FDP). Græningjar þurftu, flokkslögum samkvæmt, að boða til aukaflokksþings til að greiða atkvæði um hvort að flokkurinn ætti að ráðast í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Græningjar urðu þriðji stærsti flokkurinn á þýska þinginu eftir kosningarnar í landinu þann 26. september síðastliðinn. Jafnaðarmenn, með Olaf Scholz sem kanslaraefni, varð stærsti flokkurinn, en Kristilegir demókratar (CDU/CSU), flokkur Angelu Merkel, fráfarandi kanslara, urðu næststærstir og misstu mikinn fjölda þingsæta. Jafnaðarmenn, Græningjar og Frjálslyndir demókratar áttu í könnunarviðræðum síðustu vikuna til að kanna hvort að grundvöllur væri fyrir því að ráðast í formlegar viðræður um myndun nýrrar stjórnar. DW segir frá því að flokkarnir ætli sér að grípa til umfangsmikilla aðgerða til að tryggja að Þýskaland geti staðið við þær skuldbindingar sem kveðið sé á um í Parísarsáttmálanum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Þá ætli flokkarnir að flýta því til ársins 2030, í stað 2038, að í áföngum hætta í notkun kola. Jafnaðarmenn samþykktu formlega fyrir sitt leyti síðasta föstudag að ráðast í formlegar stjórnarmyndunarviðræður á meðan reiknað sé með að fulltrúar FDP geri slíkt hið sama síðar í dag. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Taka næsta skref til stjórnarmyndunar í Þýskalandi Sósíaldemókratar (SDP), Græningjar og Frjálslyndir Demókratar (FDP) tilkynntu fyrir stundu að samkomulag hafi tekist um málefnasamning fyrir formlegar viðræður um ríkisstjórnarsamstarf. 15. október 2021 11:44 Skattamál og loftslagsmál helsti ásteytingarsteinninn Líkur eru á að þýski Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), Græningjar og Frjálslyndir demókratar (FDP) muni ljúka könnunarviðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir lok þessarar viku. Helst er deilt um skattamál og loftslagsmál í viðræðunum. 13. október 2021 10:29 Hver er þessi Olaf Scholz? Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum. 28. september 2021 07:01 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Græningjar þurftu, flokkslögum samkvæmt, að boða til aukaflokksþings til að greiða atkvæði um hvort að flokkurinn ætti að ráðast í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Græningjar urðu þriðji stærsti flokkurinn á þýska þinginu eftir kosningarnar í landinu þann 26. september síðastliðinn. Jafnaðarmenn, með Olaf Scholz sem kanslaraefni, varð stærsti flokkurinn, en Kristilegir demókratar (CDU/CSU), flokkur Angelu Merkel, fráfarandi kanslara, urðu næststærstir og misstu mikinn fjölda þingsæta. Jafnaðarmenn, Græningjar og Frjálslyndir demókratar áttu í könnunarviðræðum síðustu vikuna til að kanna hvort að grundvöllur væri fyrir því að ráðast í formlegar viðræður um myndun nýrrar stjórnar. DW segir frá því að flokkarnir ætli sér að grípa til umfangsmikilla aðgerða til að tryggja að Þýskaland geti staðið við þær skuldbindingar sem kveðið sé á um í Parísarsáttmálanum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Þá ætli flokkarnir að flýta því til ársins 2030, í stað 2038, að í áföngum hætta í notkun kola. Jafnaðarmenn samþykktu formlega fyrir sitt leyti síðasta föstudag að ráðast í formlegar stjórnarmyndunarviðræður á meðan reiknað sé með að fulltrúar FDP geri slíkt hið sama síðar í dag.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Taka næsta skref til stjórnarmyndunar í Þýskalandi Sósíaldemókratar (SDP), Græningjar og Frjálslyndir Demókratar (FDP) tilkynntu fyrir stundu að samkomulag hafi tekist um málefnasamning fyrir formlegar viðræður um ríkisstjórnarsamstarf. 15. október 2021 11:44 Skattamál og loftslagsmál helsti ásteytingarsteinninn Líkur eru á að þýski Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), Græningjar og Frjálslyndir demókratar (FDP) muni ljúka könnunarviðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir lok þessarar viku. Helst er deilt um skattamál og loftslagsmál í viðræðunum. 13. október 2021 10:29 Hver er þessi Olaf Scholz? Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum. 28. september 2021 07:01 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Taka næsta skref til stjórnarmyndunar í Þýskalandi Sósíaldemókratar (SDP), Græningjar og Frjálslyndir Demókratar (FDP) tilkynntu fyrir stundu að samkomulag hafi tekist um málefnasamning fyrir formlegar viðræður um ríkisstjórnarsamstarf. 15. október 2021 11:44
Skattamál og loftslagsmál helsti ásteytingarsteinninn Líkur eru á að þýski Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), Græningjar og Frjálslyndir demókratar (FDP) muni ljúka könnunarviðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir lok þessarar viku. Helst er deilt um skattamál og loftslagsmál í viðræðunum. 13. október 2021 10:29
Hver er þessi Olaf Scholz? Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum. 28. september 2021 07:01