Sprengisandur: Efnahagsmál, kosningar og umhverfismál í brennidepli Árni Sæberg skrifar 17. október 2021 09:59 Sprengisandur hefst klukkan 10. Á Sprengisandi í dag verður farið um víðan völl. Meðal annarra verður rætt við Má Mixa fjárfesti og háskólakennara sem ætlar að kasta mati á vexti, verðbólgu, hækkanir á eignaverði og eitt og annað fleira sem við glímum við í hagkerfinu á Íslandi, en þeir Kristján Kristjánsson ætla líka að tala um aflandsviðskipti í kjölfar Pandóru-skjalanna sem birt hafa verið síðustu vikur. Karl Gauti Hjaltason er sennilega fyrrverandi þingmaður en hann hefur kært niðurstöður endurtalningar í NV kjördæmi eins og margir aðrir. Það gefur athugasemdum hans margfalt vægi að hann er fyrrverandi sýslumaður og hefur haft umsjón með kosningum og talningu margsinnis og kann þetta kerfi út og inn - formið skiptir jú máli hér. Rætt verður við Karl Gauta í þættinum. Sigríður Á. Andersen fyrrverandi alþingismaður spurði fjármálaráðherra áður en þinginu lauk síðast hvort hægt væri að leggja mat á það þann samdrátt í losun sem orsakaðist af margra milljarða árlegum skattaívilnunum til lífeldsneytis og rafbíla. Ráðherra varð að viðurkenna að hann vissi þetta ekki. Til hvers er þá barist? Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands mætir með Sigríði á Sprengisand og ræða þau málið og fleira í aðdraganda Cop 26 ráðstefnunnar í Glasgow sem hefst eftir hálfan mánuð. Hildur Árnadóttir ráðgjafi er síðasti gestur þáttarins, hún hefur umsjón með Jafnvægisvog FKA og sú hefur lítið þokast í rétta átt að mati kvenna í atvinnu- og viðskiptalífinu, enda flögguðu þær í hálfa stöng í vikunni. Allt þetta á milli tíu til tólf á Bylgjunni og líka á Vísi í beinni netútsendingu hér að neðan. Sprengisandur Efnahagsmál Alþingiskosningar 2021 Umhverfismál Jafnréttismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Karl Gauti Hjaltason er sennilega fyrrverandi þingmaður en hann hefur kært niðurstöður endurtalningar í NV kjördæmi eins og margir aðrir. Það gefur athugasemdum hans margfalt vægi að hann er fyrrverandi sýslumaður og hefur haft umsjón með kosningum og talningu margsinnis og kann þetta kerfi út og inn - formið skiptir jú máli hér. Rætt verður við Karl Gauta í þættinum. Sigríður Á. Andersen fyrrverandi alþingismaður spurði fjármálaráðherra áður en þinginu lauk síðast hvort hægt væri að leggja mat á það þann samdrátt í losun sem orsakaðist af margra milljarða árlegum skattaívilnunum til lífeldsneytis og rafbíla. Ráðherra varð að viðurkenna að hann vissi þetta ekki. Til hvers er þá barist? Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands mætir með Sigríði á Sprengisand og ræða þau málið og fleira í aðdraganda Cop 26 ráðstefnunnar í Glasgow sem hefst eftir hálfan mánuð. Hildur Árnadóttir ráðgjafi er síðasti gestur þáttarins, hún hefur umsjón með Jafnvægisvog FKA og sú hefur lítið þokast í rétta átt að mati kvenna í atvinnu- og viðskiptalífinu, enda flögguðu þær í hálfa stöng í vikunni. Allt þetta á milli tíu til tólf á Bylgjunni og líka á Vísi í beinni netútsendingu hér að neðan.
Sprengisandur Efnahagsmál Alþingiskosningar 2021 Umhverfismál Jafnréttismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira