Fjögur útköll lögreglu vegna heimilisofbeldis í nótt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 17. október 2021 08:18 Mikið var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust fjórar tilkynningar um heimilisofbeldi í nótt. Talsverður erill var hjá lögreglu en mikið var um ölvun, slagsmál og ofbeldi. Þá bárust einnig tvær tilkynningar um fólk í sjálfsvígshættu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Lögreglu barst tilkynning um að verið væri að sparka í liggjandi mann í miðbænum. Árásarmönnunum tókst að hlaupa á brott en maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Lögreglu barst einnig tilkynning um að ráðist hafi verið á öryggisvörð í sama hverfi en málið er til rannsóknar. Þá var tilkynnt um slagsmál við Sjafnargötu í miðbænum en fólk var farið að tínast burt þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt var um meðvitundarlausan aðila eftir alvarlega líkamsárás í Garðabænum. Maðurinn var með höfuðáverka og var fluttur á slysadeild en árásarmaðurinn var flúinn af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn. Lögreglu barst þá einnig tilkynning um hópslagsmál í Hagkaup í Garðabæ. Málið er til rannsóknar. Lögreglu barst tilkynning um slagsmál í Kópavogi þar sem einstaklingur var vopnaður kylfu og piparspreyi. Hann reyndi að hlaupa burt frá lögreglu en komst ekki langt undan. Maðurinn var vistaður í fangageymslu. Í sama hverfi bárust mikil læti úr íbúð og aðili sást yfirgefa íbúðina kviknakinn. Lögregla rannsakar málið sem heimilisofbeldi. Þá hlúði lögregla að aðila sem hafði skorið sig með skærum í þeim tilgangi að binda enda á líf sitt. Aðilinn var fluttur á bráðamóttöku en ástand hans liggur ekki fyrir að svo stöddu. Lögreglu barst önnur tilkynning um aðila í sjálfsvígshættu en tilkynningunni fylgdi að einstaklingurinn væri mjög æstur og árásargjarn. Þegar lögregla mætti á staðinn hélt aðilinn á járnröri og gerði tilraun til að ráðast á lögreglumenn. Einstaklingurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um að verið væri að sparka í liggjandi mann í miðbænum. Árásarmönnunum tókst að hlaupa á brott en maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Lögreglu barst einnig tilkynning um að ráðist hafi verið á öryggisvörð í sama hverfi en málið er til rannsóknar. Þá var tilkynnt um slagsmál við Sjafnargötu í miðbænum en fólk var farið að tínast burt þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt var um meðvitundarlausan aðila eftir alvarlega líkamsárás í Garðabænum. Maðurinn var með höfuðáverka og var fluttur á slysadeild en árásarmaðurinn var flúinn af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn. Lögreglu barst þá einnig tilkynning um hópslagsmál í Hagkaup í Garðabæ. Málið er til rannsóknar. Lögreglu barst tilkynning um slagsmál í Kópavogi þar sem einstaklingur var vopnaður kylfu og piparspreyi. Hann reyndi að hlaupa burt frá lögreglu en komst ekki langt undan. Maðurinn var vistaður í fangageymslu. Í sama hverfi bárust mikil læti úr íbúð og aðili sást yfirgefa íbúðina kviknakinn. Lögregla rannsakar málið sem heimilisofbeldi. Þá hlúði lögregla að aðila sem hafði skorið sig með skærum í þeim tilgangi að binda enda á líf sitt. Aðilinn var fluttur á bráðamóttöku en ástand hans liggur ekki fyrir að svo stöddu. Lögreglu barst önnur tilkynning um aðila í sjálfsvígshættu en tilkynningunni fylgdi að einstaklingurinn væri mjög æstur og árásargjarn. Þegar lögregla mætti á staðinn hélt aðilinn á járnröri og gerði tilraun til að ráðast á lögreglumenn. Einstaklingurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira