Ærslabelgurinn óumdeildur sigurvegari kosninganna Eiður Þór Árnason skrifar 16. október 2021 22:54 Ærslabelgurinn hefur heldur betur slegið í gegn hjá landanum. Vísir/Egill Stefnt er að því að setja upp alls þrettán nýja ærslabelgi í Reykjavík á næsta ári í samræmi við niðurstöður í íbúakosningunni Hverfið mitt. Kosningunni lauk á fimmtudag en metþátttaka var í öllum hverfum þetta árið. Íbúar Reykjavíkur gátu að þessu sinni valið um 277 hugmyndir en 111 þeirra hlutu kosningu og verða framkvæmdar. Óhætt er að segja að litríka hoppudýnan hafi verið óumdeildur sigurvegari kosninganna að þessu sinni en til samanburðar hlaut einn belgur brautargengi í þarseinustu íbúakosningu sem fram fór árið 2019. Stendur nú til að koma fyrir slíku afþreyingartæki í Árbæjarhverfi, Norðlingaholti, Seljahverfi, Efra Breiðholti, Neðra Breiðholti, Leirdal, Laugardal, á Kjalarnesi, í Háleiti og Bústöðum, Vesturbænum og tveimur í Grafarvogi. Katrín Atladóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gerðu niðurstöður kosningarinnar að umtalsefni á dögunum. 13 til að vera nákvæm!— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) October 15, 2021 Minnst hundrað litríkir belgir um allt land Ærslabelgurinn hefur slegið í gegn hjá Íslendingum á seinustu árum og fer að verða sífellt erfiðara að finna sveitarfélag sem getur ekki státað sig af slíkri bæjarprýði. Ekki liggur fyrir hversu marga belgi má nú finna á landinu en fram kom í viðtali Fréttablaðsins við Einar Karlsson, innflytjanda ærslabelgjanna, að hann hafi sett upp hundraðasta belginn á Íslandi sumarið 2020. Fyrsti ærslabelgurinn var settur upp í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum árið 2006 en sprenging varð í uppsetningu þeirra fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Trausti Dagsson forritari unnið að því að kortleggja staðsetningu hvers einasta ærslabelgs á landinu og gera fólki kleift að finna nærliggjandi belgi með auðveldum hætti á sérstakri vefsíðu. Óljóst er hvenær kortið var síðast uppfært. Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Þessar tillögur urðu fyrir vali Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt Niðurstöður úr íbúakosningunni Hverfið mitt liggja nú fyrir en metþátttaka var í kosningunni í ár. Þegar kosningunni lauk á hádegi var kosningaþátttakan rúm 16 prósent. 14. október 2021 16:42 Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34 Ærslabelgur í klóm eineltishrotta Hópur foreldra og forráðamanna barna í Reykjanesbæ hefur áhyggjur af því að leiksvæði ungmenna við 88 húsið, svokallaður Ungmennagarður, sé í heljargreipum eineltishrotta. 13. ágúst 2018 06:00 Hætt að hanga í tölvunni eftir að ærslabelgur kom í bæinn Öflugt ungmennaráð í Sandgerði hefur fengið hoppudýnu á skólalóðina og á næstu vikum mun rísa hjólabrettavöllur. Fulltrúi í ungmennaráði segir krakkana hætta að hanga í tölvunni. 26. júlí 2017 21:00 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira
Kosningunni lauk á fimmtudag en metþátttaka var í öllum hverfum þetta árið. Íbúar Reykjavíkur gátu að þessu sinni valið um 277 hugmyndir en 111 þeirra hlutu kosningu og verða framkvæmdar. Óhætt er að segja að litríka hoppudýnan hafi verið óumdeildur sigurvegari kosninganna að þessu sinni en til samanburðar hlaut einn belgur brautargengi í þarseinustu íbúakosningu sem fram fór árið 2019. Stendur nú til að koma fyrir slíku afþreyingartæki í Árbæjarhverfi, Norðlingaholti, Seljahverfi, Efra Breiðholti, Neðra Breiðholti, Leirdal, Laugardal, á Kjalarnesi, í Háleiti og Bústöðum, Vesturbænum og tveimur í Grafarvogi. Katrín Atladóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gerðu niðurstöður kosningarinnar að umtalsefni á dögunum. 13 til að vera nákvæm!— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) October 15, 2021 Minnst hundrað litríkir belgir um allt land Ærslabelgurinn hefur slegið í gegn hjá Íslendingum á seinustu árum og fer að verða sífellt erfiðara að finna sveitarfélag sem getur ekki státað sig af slíkri bæjarprýði. Ekki liggur fyrir hversu marga belgi má nú finna á landinu en fram kom í viðtali Fréttablaðsins við Einar Karlsson, innflytjanda ærslabelgjanna, að hann hafi sett upp hundraðasta belginn á Íslandi sumarið 2020. Fyrsti ærslabelgurinn var settur upp í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum árið 2006 en sprenging varð í uppsetningu þeirra fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Trausti Dagsson forritari unnið að því að kortleggja staðsetningu hvers einasta ærslabelgs á landinu og gera fólki kleift að finna nærliggjandi belgi með auðveldum hætti á sérstakri vefsíðu. Óljóst er hvenær kortið var síðast uppfært.
Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Þessar tillögur urðu fyrir vali Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt Niðurstöður úr íbúakosningunni Hverfið mitt liggja nú fyrir en metþátttaka var í kosningunni í ár. Þegar kosningunni lauk á hádegi var kosningaþátttakan rúm 16 prósent. 14. október 2021 16:42 Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34 Ærslabelgur í klóm eineltishrotta Hópur foreldra og forráðamanna barna í Reykjanesbæ hefur áhyggjur af því að leiksvæði ungmenna við 88 húsið, svokallaður Ungmennagarður, sé í heljargreipum eineltishrotta. 13. ágúst 2018 06:00 Hætt að hanga í tölvunni eftir að ærslabelgur kom í bæinn Öflugt ungmennaráð í Sandgerði hefur fengið hoppudýnu á skólalóðina og á næstu vikum mun rísa hjólabrettavöllur. Fulltrúi í ungmennaráði segir krakkana hætta að hanga í tölvunni. 26. júlí 2017 21:00 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira
Þessar tillögur urðu fyrir vali Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt Niðurstöður úr íbúakosningunni Hverfið mitt liggja nú fyrir en metþátttaka var í kosningunni í ár. Þegar kosningunni lauk á hádegi var kosningaþátttakan rúm 16 prósent. 14. október 2021 16:42
Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34
Ærslabelgur í klóm eineltishrotta Hópur foreldra og forráðamanna barna í Reykjanesbæ hefur áhyggjur af því að leiksvæði ungmenna við 88 húsið, svokallaður Ungmennagarður, sé í heljargreipum eineltishrotta. 13. ágúst 2018 06:00
Hætt að hanga í tölvunni eftir að ærslabelgur kom í bæinn Öflugt ungmennaráð í Sandgerði hefur fengið hoppudýnu á skólalóðina og á næstu vikum mun rísa hjólabrettavöllur. Fulltrúi í ungmennaráði segir krakkana hætta að hanga í tölvunni. 26. júlí 2017 21:00