Ærslabelgurinn óumdeildur sigurvegari kosninganna Eiður Þór Árnason skrifar 16. október 2021 22:54 Ærslabelgurinn hefur heldur betur slegið í gegn hjá landanum. Vísir/Egill Stefnt er að því að setja upp alls þrettán nýja ærslabelgi í Reykjavík á næsta ári í samræmi við niðurstöður í íbúakosningunni Hverfið mitt. Kosningunni lauk á fimmtudag en metþátttaka var í öllum hverfum þetta árið. Íbúar Reykjavíkur gátu að þessu sinni valið um 277 hugmyndir en 111 þeirra hlutu kosningu og verða framkvæmdar. Óhætt er að segja að litríka hoppudýnan hafi verið óumdeildur sigurvegari kosninganna að þessu sinni en til samanburðar hlaut einn belgur brautargengi í þarseinustu íbúakosningu sem fram fór árið 2019. Stendur nú til að koma fyrir slíku afþreyingartæki í Árbæjarhverfi, Norðlingaholti, Seljahverfi, Efra Breiðholti, Neðra Breiðholti, Leirdal, Laugardal, á Kjalarnesi, í Háleiti og Bústöðum, Vesturbænum og tveimur í Grafarvogi. Katrín Atladóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gerðu niðurstöður kosningarinnar að umtalsefni á dögunum. 13 til að vera nákvæm!— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) October 15, 2021 Minnst hundrað litríkir belgir um allt land Ærslabelgurinn hefur slegið í gegn hjá Íslendingum á seinustu árum og fer að verða sífellt erfiðara að finna sveitarfélag sem getur ekki státað sig af slíkri bæjarprýði. Ekki liggur fyrir hversu marga belgi má nú finna á landinu en fram kom í viðtali Fréttablaðsins við Einar Karlsson, innflytjanda ærslabelgjanna, að hann hafi sett upp hundraðasta belginn á Íslandi sumarið 2020. Fyrsti ærslabelgurinn var settur upp í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum árið 2006 en sprenging varð í uppsetningu þeirra fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Trausti Dagsson forritari unnið að því að kortleggja staðsetningu hvers einasta ærslabelgs á landinu og gera fólki kleift að finna nærliggjandi belgi með auðveldum hætti á sérstakri vefsíðu. Óljóst er hvenær kortið var síðast uppfært. Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Þessar tillögur urðu fyrir vali Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt Niðurstöður úr íbúakosningunni Hverfið mitt liggja nú fyrir en metþátttaka var í kosningunni í ár. Þegar kosningunni lauk á hádegi var kosningaþátttakan rúm 16 prósent. 14. október 2021 16:42 Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34 Ærslabelgur í klóm eineltishrotta Hópur foreldra og forráðamanna barna í Reykjanesbæ hefur áhyggjur af því að leiksvæði ungmenna við 88 húsið, svokallaður Ungmennagarður, sé í heljargreipum eineltishrotta. 13. ágúst 2018 06:00 Hætt að hanga í tölvunni eftir að ærslabelgur kom í bæinn Öflugt ungmennaráð í Sandgerði hefur fengið hoppudýnu á skólalóðina og á næstu vikum mun rísa hjólabrettavöllur. Fulltrúi í ungmennaráði segir krakkana hætta að hanga í tölvunni. 26. júlí 2017 21:00 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Kosningunni lauk á fimmtudag en metþátttaka var í öllum hverfum þetta árið. Íbúar Reykjavíkur gátu að þessu sinni valið um 277 hugmyndir en 111 þeirra hlutu kosningu og verða framkvæmdar. Óhætt er að segja að litríka hoppudýnan hafi verið óumdeildur sigurvegari kosninganna að þessu sinni en til samanburðar hlaut einn belgur brautargengi í þarseinustu íbúakosningu sem fram fór árið 2019. Stendur nú til að koma fyrir slíku afþreyingartæki í Árbæjarhverfi, Norðlingaholti, Seljahverfi, Efra Breiðholti, Neðra Breiðholti, Leirdal, Laugardal, á Kjalarnesi, í Háleiti og Bústöðum, Vesturbænum og tveimur í Grafarvogi. Katrín Atladóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gerðu niðurstöður kosningarinnar að umtalsefni á dögunum. 13 til að vera nákvæm!— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) October 15, 2021 Minnst hundrað litríkir belgir um allt land Ærslabelgurinn hefur slegið í gegn hjá Íslendingum á seinustu árum og fer að verða sífellt erfiðara að finna sveitarfélag sem getur ekki státað sig af slíkri bæjarprýði. Ekki liggur fyrir hversu marga belgi má nú finna á landinu en fram kom í viðtali Fréttablaðsins við Einar Karlsson, innflytjanda ærslabelgjanna, að hann hafi sett upp hundraðasta belginn á Íslandi sumarið 2020. Fyrsti ærslabelgurinn var settur upp í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum árið 2006 en sprenging varð í uppsetningu þeirra fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Trausti Dagsson forritari unnið að því að kortleggja staðsetningu hvers einasta ærslabelgs á landinu og gera fólki kleift að finna nærliggjandi belgi með auðveldum hætti á sérstakri vefsíðu. Óljóst er hvenær kortið var síðast uppfært.
Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Þessar tillögur urðu fyrir vali Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt Niðurstöður úr íbúakosningunni Hverfið mitt liggja nú fyrir en metþátttaka var í kosningunni í ár. Þegar kosningunni lauk á hádegi var kosningaþátttakan rúm 16 prósent. 14. október 2021 16:42 Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34 Ærslabelgur í klóm eineltishrotta Hópur foreldra og forráðamanna barna í Reykjanesbæ hefur áhyggjur af því að leiksvæði ungmenna við 88 húsið, svokallaður Ungmennagarður, sé í heljargreipum eineltishrotta. 13. ágúst 2018 06:00 Hætt að hanga í tölvunni eftir að ærslabelgur kom í bæinn Öflugt ungmennaráð í Sandgerði hefur fengið hoppudýnu á skólalóðina og á næstu vikum mun rísa hjólabrettavöllur. Fulltrúi í ungmennaráði segir krakkana hætta að hanga í tölvunni. 26. júlí 2017 21:00 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Þessar tillögur urðu fyrir vali Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt Niðurstöður úr íbúakosningunni Hverfið mitt liggja nú fyrir en metþátttaka var í kosningunni í ár. Þegar kosningunni lauk á hádegi var kosningaþátttakan rúm 16 prósent. 14. október 2021 16:42
Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34
Ærslabelgur í klóm eineltishrotta Hópur foreldra og forráðamanna barna í Reykjanesbæ hefur áhyggjur af því að leiksvæði ungmenna við 88 húsið, svokallaður Ungmennagarður, sé í heljargreipum eineltishrotta. 13. ágúst 2018 06:00
Hætt að hanga í tölvunni eftir að ærslabelgur kom í bæinn Öflugt ungmennaráð í Sandgerði hefur fengið hoppudýnu á skólalóðina og á næstu vikum mun rísa hjólabrettavöllur. Fulltrúi í ungmennaráði segir krakkana hætta að hanga í tölvunni. 26. júlí 2017 21:00