Um framtíð Landspítalans Theódór Skúli Sigurðsson skrifar 16. október 2021 16:06 Viðvarandi endurtekin neyðarköll frá starfsfólki Landspítalans hafa ekki farið framhjá nokkrum manni síðustu árin. Endurteknar aðgerðaáætlanir yfirmanna Landspítalans og skýrslur embættismanna heilbrigðiskerfisins hafa engum árangri skilað. Nýverið lét forstjóri Landspítalans af störfum, en ljóst var að upplifun hans og lýsingar af stöðu Landspítalans við þau starfslok voru í litlu samræmi við raunveruleika starfsfólksins á gólfinu undanfarin misseri. Ef stjórnvöld á Íslandi vilja raunverulegar og varanlegar úrbætur á Landspítalanum, þarf allsherjar uppstokkun í yfirstjórn Landspítalans til að tryggja nýjar hugmyndir og lausnir inní framtíðina. Meira af því sama er ekki valkostur við núverandi aðstæður, algjörlega nýja nálgun þarf til að styrkja stoðirnar í heilbrigðiskerfinu svo að ólíkir hlutar þess starfi sem best saman. Til að nýr Landspítali sem nú rís upp úr Vatnsmýrinni geti orðið glæsilegt flaggskip heilbrigðismála, stolt Íslendinga inn í framtíðina, er ljóst að nýtt hugarfar mun þurfa til að koma í veg fyrir að skipið sökkvi með manni og mús. Settur skammtímaforstjóri Landspítalans, er sá framkvæmdastjóri sem borið hefur ábyrgð á rekstri Bráðamóttökunnar í meira en áratug og því ólíklegt að von sé á nokkurri lausn á krónískum vandamálum Landspítalans úr þeirri átt. Sú þögn sem hefur ríkt um framtíð heilbrigðismála eftir kosningar vekur óneitanlega upp ákveðinn ótta að öll loforðin sem voru gefin í aðdraganda þeirra muni fljótt gleymast. Í núverandi tómarúmi, er mjög sérkennilegt að svo skyndilega hafi verið auglýst í stöðu forstjóra Landspítalans og að umsóknarfrestur sé einungis tvær vikur. Slík flýtimeðferð vekur upp áleitnar spurningar og getur sett verðandi heilbrigðisráðherra í afar erfiða og sérkennilega stöðu á komandi kjörtímabili. Starf forstjóra Landspítalans er mikilvægasta starf heilbrigðiskerfisins á stærsta vinnustað landsins sem tekur til sín stærstan hluta þess fjármagns sem varið er í heilbrigðismál á Íslandi. Ættarbönd, vinatengsl eða stéttartengt framapot eru ekki við hæfi nú, við þurfum einfaldlega hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. Mér er til efs að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans. Höfundur er barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítalanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Viðvarandi endurtekin neyðarköll frá starfsfólki Landspítalans hafa ekki farið framhjá nokkrum manni síðustu árin. Endurteknar aðgerðaáætlanir yfirmanna Landspítalans og skýrslur embættismanna heilbrigðiskerfisins hafa engum árangri skilað. Nýverið lét forstjóri Landspítalans af störfum, en ljóst var að upplifun hans og lýsingar af stöðu Landspítalans við þau starfslok voru í litlu samræmi við raunveruleika starfsfólksins á gólfinu undanfarin misseri. Ef stjórnvöld á Íslandi vilja raunverulegar og varanlegar úrbætur á Landspítalanum, þarf allsherjar uppstokkun í yfirstjórn Landspítalans til að tryggja nýjar hugmyndir og lausnir inní framtíðina. Meira af því sama er ekki valkostur við núverandi aðstæður, algjörlega nýja nálgun þarf til að styrkja stoðirnar í heilbrigðiskerfinu svo að ólíkir hlutar þess starfi sem best saman. Til að nýr Landspítali sem nú rís upp úr Vatnsmýrinni geti orðið glæsilegt flaggskip heilbrigðismála, stolt Íslendinga inn í framtíðina, er ljóst að nýtt hugarfar mun þurfa til að koma í veg fyrir að skipið sökkvi með manni og mús. Settur skammtímaforstjóri Landspítalans, er sá framkvæmdastjóri sem borið hefur ábyrgð á rekstri Bráðamóttökunnar í meira en áratug og því ólíklegt að von sé á nokkurri lausn á krónískum vandamálum Landspítalans úr þeirri átt. Sú þögn sem hefur ríkt um framtíð heilbrigðismála eftir kosningar vekur óneitanlega upp ákveðinn ótta að öll loforðin sem voru gefin í aðdraganda þeirra muni fljótt gleymast. Í núverandi tómarúmi, er mjög sérkennilegt að svo skyndilega hafi verið auglýst í stöðu forstjóra Landspítalans og að umsóknarfrestur sé einungis tvær vikur. Slík flýtimeðferð vekur upp áleitnar spurningar og getur sett verðandi heilbrigðisráðherra í afar erfiða og sérkennilega stöðu á komandi kjörtímabili. Starf forstjóra Landspítalans er mikilvægasta starf heilbrigðiskerfisins á stærsta vinnustað landsins sem tekur til sín stærstan hluta þess fjármagns sem varið er í heilbrigðismál á Íslandi. Ættarbönd, vinatengsl eða stéttartengt framapot eru ekki við hæfi nú, við þurfum einfaldlega hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. Mér er til efs að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans. Höfundur er barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítalanum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun