Greint frá nöfnum þeirra sem létust í árásinni í Kongsberg Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. október 2021 13:48 Gunnar Erling Suave (t.v.), Hanne Englund (fyrir miðju) og Andréa Meyer (t.v.) Lögreglan í Noregi Lögreglan í Noregi hefur nú greint frá nöfnum fórnarlambanna fimm sem létust í árásinni í Kongsberg á miðvikudag. Fórnarlömbin voru á aldrinum 52-78 ára. Fimm létust og nokkrir særðust í árás bogamanns í norska bænum Kongsberg á miðvikudaginn síðastliðinn. Árásarmaðurinn, hinn 37 ára gamli Espen Andersen Bråthen, var handtekinn á staðnum eftir að hafa skotið fólk með boga og örvum í bænum. Yngsta fórnarlamb árásarmannsins var Andréa Meyer en hún var 52 ára gömul. Andréa bjó á Hyttegata en árásarmaðurinn var handtekinn í þeirri götu. Nágranni hennar segir hana hafa verið hlýlega og kurteisa manneskju. Hanne Eglund var 56 ára gömul og bjó einnig á Hyttegata. Hún stundaði leirkerasmíði, rak gallerí og búð í bænum. Að sögn norska ríkisútvarpsins var hún mjög vel liðin í samfélaginu. Liv Berit Borge var myrt ásamt manni sínum, Gunnar Erling Suave. Þau voru bæði 75 ára gömul. Nágrannar þeirra segja þau hafa verið vingjarnleg og félagslynd en þau sátu reglulega á verönd sinni fyrir framan húsið og spjölluðu við gesti og gangandi. Gun Marith Madsen var elsta fórnarlamb árásarmannsins. Hún var 78 ára gömul. Nágrannar Madsen segja að hún hafi verið opin og umhugað um fólk í kringum sig. Liv Berit Borge (t.v.) og Gun Marith Madsen (t.h.)Lögreglan í Noregi Saksóknari rannsakar heilbrigðisyfirvöld í Kongsberg Saksóknari í Noregi hefur ákveðið að hefja rannsókn á heilbrigðisyfirvöldum í Kongsberg vegna fjöldamorðsins en fram kemur í frétt Verdens Gang að rannsakað verði hvers kyns eftirlit og heilbrigðisþjónustu Bråthen hafi fengið eftir morðin. Beåthen var lagður inn á lokaða geðdeild eftir að hann var handtekinn, hvar heilsu hans hefur hrakað mjög síðustu daga - svo mikið að ekki hefur reynst unnt að yfirheyra hann. Þá telur lögregla að andleg veikindi Bråthens séu ástæða árásarinnar og skilgreinir hana ekki sem hryðjuverk. Samfélagið í Kongsberg, og Noregi öllum, er í sárum eftir ódæðið en lögregla tilkynnti nöfn þeirra látnu á blaðamannafundi fyrr í dag. Fjöldamorð í Kongsberg Noregur Tengdar fréttir Bogaárásin í Kongsbergs talin hafa verið hryðjuverk Öryggisstofnun Noregs segir að svo virðist sem að fjöldamorð sem var framið í bænum Kongsberg í gærkvöldi hafi verið hryðjuverkaárás. Árásarmaðurinn er sagður hafa hlotið nokkra dóma og hótað nýlega að drepa ættingja sinn. 14. október 2021 11:48 Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. 15. október 2021 22:36 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Fimm létust og nokkrir særðust í árás bogamanns í norska bænum Kongsberg á miðvikudaginn síðastliðinn. Árásarmaðurinn, hinn 37 ára gamli Espen Andersen Bråthen, var handtekinn á staðnum eftir að hafa skotið fólk með boga og örvum í bænum. Yngsta fórnarlamb árásarmannsins var Andréa Meyer en hún var 52 ára gömul. Andréa bjó á Hyttegata en árásarmaðurinn var handtekinn í þeirri götu. Nágranni hennar segir hana hafa verið hlýlega og kurteisa manneskju. Hanne Eglund var 56 ára gömul og bjó einnig á Hyttegata. Hún stundaði leirkerasmíði, rak gallerí og búð í bænum. Að sögn norska ríkisútvarpsins var hún mjög vel liðin í samfélaginu. Liv Berit Borge var myrt ásamt manni sínum, Gunnar Erling Suave. Þau voru bæði 75 ára gömul. Nágrannar þeirra segja þau hafa verið vingjarnleg og félagslynd en þau sátu reglulega á verönd sinni fyrir framan húsið og spjölluðu við gesti og gangandi. Gun Marith Madsen var elsta fórnarlamb árásarmannsins. Hún var 78 ára gömul. Nágrannar Madsen segja að hún hafi verið opin og umhugað um fólk í kringum sig. Liv Berit Borge (t.v.) og Gun Marith Madsen (t.h.)Lögreglan í Noregi Saksóknari rannsakar heilbrigðisyfirvöld í Kongsberg Saksóknari í Noregi hefur ákveðið að hefja rannsókn á heilbrigðisyfirvöldum í Kongsberg vegna fjöldamorðsins en fram kemur í frétt Verdens Gang að rannsakað verði hvers kyns eftirlit og heilbrigðisþjónustu Bråthen hafi fengið eftir morðin. Beåthen var lagður inn á lokaða geðdeild eftir að hann var handtekinn, hvar heilsu hans hefur hrakað mjög síðustu daga - svo mikið að ekki hefur reynst unnt að yfirheyra hann. Þá telur lögregla að andleg veikindi Bråthens séu ástæða árásarinnar og skilgreinir hana ekki sem hryðjuverk. Samfélagið í Kongsberg, og Noregi öllum, er í sárum eftir ódæðið en lögregla tilkynnti nöfn þeirra látnu á blaðamannafundi fyrr í dag.
Fjöldamorð í Kongsberg Noregur Tengdar fréttir Bogaárásin í Kongsbergs talin hafa verið hryðjuverk Öryggisstofnun Noregs segir að svo virðist sem að fjöldamorð sem var framið í bænum Kongsberg í gærkvöldi hafi verið hryðjuverkaárás. Árásarmaðurinn er sagður hafa hlotið nokkra dóma og hótað nýlega að drepa ættingja sinn. 14. október 2021 11:48 Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. 15. október 2021 22:36 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Bogaárásin í Kongsbergs talin hafa verið hryðjuverk Öryggisstofnun Noregs segir að svo virðist sem að fjöldamorð sem var framið í bænum Kongsberg í gærkvöldi hafi verið hryðjuverkaárás. Árásarmaðurinn er sagður hafa hlotið nokkra dóma og hótað nýlega að drepa ættingja sinn. 14. október 2021 11:48
Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. 15. október 2021 22:36