Greint frá nöfnum þeirra sem létust í árásinni í Kongsberg Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. október 2021 13:48 Gunnar Erling Suave (t.v.), Hanne Englund (fyrir miðju) og Andréa Meyer (t.v.) Lögreglan í Noregi Lögreglan í Noregi hefur nú greint frá nöfnum fórnarlambanna fimm sem létust í árásinni í Kongsberg á miðvikudag. Fórnarlömbin voru á aldrinum 52-78 ára. Fimm létust og nokkrir særðust í árás bogamanns í norska bænum Kongsberg á miðvikudaginn síðastliðinn. Árásarmaðurinn, hinn 37 ára gamli Espen Andersen Bråthen, var handtekinn á staðnum eftir að hafa skotið fólk með boga og örvum í bænum. Yngsta fórnarlamb árásarmannsins var Andréa Meyer en hún var 52 ára gömul. Andréa bjó á Hyttegata en árásarmaðurinn var handtekinn í þeirri götu. Nágranni hennar segir hana hafa verið hlýlega og kurteisa manneskju. Hanne Eglund var 56 ára gömul og bjó einnig á Hyttegata. Hún stundaði leirkerasmíði, rak gallerí og búð í bænum. Að sögn norska ríkisútvarpsins var hún mjög vel liðin í samfélaginu. Liv Berit Borge var myrt ásamt manni sínum, Gunnar Erling Suave. Þau voru bæði 75 ára gömul. Nágrannar þeirra segja þau hafa verið vingjarnleg og félagslynd en þau sátu reglulega á verönd sinni fyrir framan húsið og spjölluðu við gesti og gangandi. Gun Marith Madsen var elsta fórnarlamb árásarmannsins. Hún var 78 ára gömul. Nágrannar Madsen segja að hún hafi verið opin og umhugað um fólk í kringum sig. Liv Berit Borge (t.v.) og Gun Marith Madsen (t.h.)Lögreglan í Noregi Saksóknari rannsakar heilbrigðisyfirvöld í Kongsberg Saksóknari í Noregi hefur ákveðið að hefja rannsókn á heilbrigðisyfirvöldum í Kongsberg vegna fjöldamorðsins en fram kemur í frétt Verdens Gang að rannsakað verði hvers kyns eftirlit og heilbrigðisþjónustu Bråthen hafi fengið eftir morðin. Beåthen var lagður inn á lokaða geðdeild eftir að hann var handtekinn, hvar heilsu hans hefur hrakað mjög síðustu daga - svo mikið að ekki hefur reynst unnt að yfirheyra hann. Þá telur lögregla að andleg veikindi Bråthens séu ástæða árásarinnar og skilgreinir hana ekki sem hryðjuverk. Samfélagið í Kongsberg, og Noregi öllum, er í sárum eftir ódæðið en lögregla tilkynnti nöfn þeirra látnu á blaðamannafundi fyrr í dag. Fjöldamorð í Kongsberg Noregur Tengdar fréttir Bogaárásin í Kongsbergs talin hafa verið hryðjuverk Öryggisstofnun Noregs segir að svo virðist sem að fjöldamorð sem var framið í bænum Kongsberg í gærkvöldi hafi verið hryðjuverkaárás. Árásarmaðurinn er sagður hafa hlotið nokkra dóma og hótað nýlega að drepa ættingja sinn. 14. október 2021 11:48 Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. 15. október 2021 22:36 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Fimm létust og nokkrir særðust í árás bogamanns í norska bænum Kongsberg á miðvikudaginn síðastliðinn. Árásarmaðurinn, hinn 37 ára gamli Espen Andersen Bråthen, var handtekinn á staðnum eftir að hafa skotið fólk með boga og örvum í bænum. Yngsta fórnarlamb árásarmannsins var Andréa Meyer en hún var 52 ára gömul. Andréa bjó á Hyttegata en árásarmaðurinn var handtekinn í þeirri götu. Nágranni hennar segir hana hafa verið hlýlega og kurteisa manneskju. Hanne Eglund var 56 ára gömul og bjó einnig á Hyttegata. Hún stundaði leirkerasmíði, rak gallerí og búð í bænum. Að sögn norska ríkisútvarpsins var hún mjög vel liðin í samfélaginu. Liv Berit Borge var myrt ásamt manni sínum, Gunnar Erling Suave. Þau voru bæði 75 ára gömul. Nágrannar þeirra segja þau hafa verið vingjarnleg og félagslynd en þau sátu reglulega á verönd sinni fyrir framan húsið og spjölluðu við gesti og gangandi. Gun Marith Madsen var elsta fórnarlamb árásarmannsins. Hún var 78 ára gömul. Nágrannar Madsen segja að hún hafi verið opin og umhugað um fólk í kringum sig. Liv Berit Borge (t.v.) og Gun Marith Madsen (t.h.)Lögreglan í Noregi Saksóknari rannsakar heilbrigðisyfirvöld í Kongsberg Saksóknari í Noregi hefur ákveðið að hefja rannsókn á heilbrigðisyfirvöldum í Kongsberg vegna fjöldamorðsins en fram kemur í frétt Verdens Gang að rannsakað verði hvers kyns eftirlit og heilbrigðisþjónustu Bråthen hafi fengið eftir morðin. Beåthen var lagður inn á lokaða geðdeild eftir að hann var handtekinn, hvar heilsu hans hefur hrakað mjög síðustu daga - svo mikið að ekki hefur reynst unnt að yfirheyra hann. Þá telur lögregla að andleg veikindi Bråthens séu ástæða árásarinnar og skilgreinir hana ekki sem hryðjuverk. Samfélagið í Kongsberg, og Noregi öllum, er í sárum eftir ódæðið en lögregla tilkynnti nöfn þeirra látnu á blaðamannafundi fyrr í dag.
Fjöldamorð í Kongsberg Noregur Tengdar fréttir Bogaárásin í Kongsbergs talin hafa verið hryðjuverk Öryggisstofnun Noregs segir að svo virðist sem að fjöldamorð sem var framið í bænum Kongsberg í gærkvöldi hafi verið hryðjuverkaárás. Árásarmaðurinn er sagður hafa hlotið nokkra dóma og hótað nýlega að drepa ættingja sinn. 14. október 2021 11:48 Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. 15. október 2021 22:36 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Bogaárásin í Kongsbergs talin hafa verið hryðjuverk Öryggisstofnun Noregs segir að svo virðist sem að fjöldamorð sem var framið í bænum Kongsberg í gærkvöldi hafi verið hryðjuverkaárás. Árásarmaðurinn er sagður hafa hlotið nokkra dóma og hótað nýlega að drepa ættingja sinn. 14. október 2021 11:48
Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. 15. október 2021 22:36