Arnar Gunnlaugsson: „Fyrir mig er þetta draumaúrslitaleikur sem Skagamaður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. október 2021 20:31 Arnar Gunnlaugsson segir að leikurinn á morgun sé hans draumaúrslitaleikur. Mynd/Skjáskot Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, mætir með lið sitt á Laugardalsvöllinn á morgun þar sem að ÍA bíður þeirra í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Arnar segist telja að Víkingar séu sigurstranglegri, og að þetta sé í raun draumaleikur fyrir hann sjálfan. „Sem ríkjandi bikar- og Íslandsmeistarar þá myndi ég telja að við séum sigurstranglegri,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í samtali við Stöð 2. „Þeir eru reyndar á mjög góðu „rönni“ og búnir að vinna þrjá eða fjóra leiki í röð og með blússandi sjálfstraust. En við erum búnir að vinna einhverja átta eða níu leiki í röð líka.“ „Þetta verður leikur tveggja ólíkra liða með mismunandi áherslur í leik okkar, en hökuleikur. Fyrir mig er þetta draumaúrslitaleikur sem Skagamaður. Þannig að það verður bara mjög gaman að kljást við þá og mér skilst að stemningin verði líka mjög góð fyrir utan völlinn.“ Þó að Arnar telji að Víkingarnir séu sigurstranglegri, gerir hann sér grein fyrir því að þetta sé bara einn leikur þar sem allt getur gerst. „Þetta er fótboltinn maður,“ sagði Arnar léttur. „Ég held að Íslandsmeistaratitill eða okkar árangur síðustu ára skipti engu máli í þessum leik. Þetta hjálpar aðeins upp á sjálfstraustið.“ „En þegar út á völlinn er komið þá er þetta bikarleikur þar sem allt getur gerst og ég held að það verði barist til síðasta blóðdropa.“ Klippa: Arnar Gunnlaugs viðtal Skagamenn björguðu sér frá falli á ótrúlegan hátt undir lok tímabils, og hafa verið að leika vel í síðustu leikjum. Arnar segir að þeir geti verið mjög hættulegir, en að hans menn séu í einstakri stöðu þar sem að þeir eru að keppa um nánast hvern einasta titil. „Þeir eru hættulegir og eru með sterka og unga stráka, orkumikla stráka. Framan af sumri gekk ekkert svakalega vel hjá þeim, en hafa nú í síðustu leikjum lært það hvernig á að vinna leiki, og það er kúnst.“ „Þegar þú ert kominn á bragðið með að vinna leiki þá viltu alltaf vinna fleiri leiki, það er bara þannig. “ „En við Víkingar erum nú í þeirri einstöku stöðu sem alla íþróttamenn dreymir um, en fæstir ná, og það er að keppa nánast um titil á hverju einasta ári. Það er verkefni sem þarf að nálgast af mikilli auðmýkt og alls ekki fara í einhvern hroka eða vanmeta andstæðinginn. Hingað til hefur það gengið mjög vel og ég sé ekki ástæðu fyrir því að það ætti að fara að breytast eitthvað á laugardaginn.“ Arnar gerir sér þó einnig grein fyrir því að í gegnum tíðina hefur það reynst liðum erfitt að vinna tvöfalt hér á Íslandi. „Það er bara gríðarlega erfitt. Sagan hérna á Íslandi segir það. Það eru held ég fjögur lið sem hafa unnið tvöfalt og hefur gerst einu sinni á þessari öld þegar KR vann tvöfalt 2011.“ „Þannig að þetta er gríðarlega erfitt. Það er erfitt að vinna titil yfir höfuð, hvað þá tvöfalt. ÞEgar þú ert kominn nánast alla leið að vinna tvöfalt þá hljóta menn að gefa sig alla í það þegar þeir sjá þá gulrót í lokin, að verða eitt af fáum liðum sem hafa unnið töfalt í sögu fótboltans á Íslandi.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 14:50 á morgun. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira
„Sem ríkjandi bikar- og Íslandsmeistarar þá myndi ég telja að við séum sigurstranglegri,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í samtali við Stöð 2. „Þeir eru reyndar á mjög góðu „rönni“ og búnir að vinna þrjá eða fjóra leiki í röð og með blússandi sjálfstraust. En við erum búnir að vinna einhverja átta eða níu leiki í röð líka.“ „Þetta verður leikur tveggja ólíkra liða með mismunandi áherslur í leik okkar, en hökuleikur. Fyrir mig er þetta draumaúrslitaleikur sem Skagamaður. Þannig að það verður bara mjög gaman að kljást við þá og mér skilst að stemningin verði líka mjög góð fyrir utan völlinn.“ Þó að Arnar telji að Víkingarnir séu sigurstranglegri, gerir hann sér grein fyrir því að þetta sé bara einn leikur þar sem allt getur gerst. „Þetta er fótboltinn maður,“ sagði Arnar léttur. „Ég held að Íslandsmeistaratitill eða okkar árangur síðustu ára skipti engu máli í þessum leik. Þetta hjálpar aðeins upp á sjálfstraustið.“ „En þegar út á völlinn er komið þá er þetta bikarleikur þar sem allt getur gerst og ég held að það verði barist til síðasta blóðdropa.“ Klippa: Arnar Gunnlaugs viðtal Skagamenn björguðu sér frá falli á ótrúlegan hátt undir lok tímabils, og hafa verið að leika vel í síðustu leikjum. Arnar segir að þeir geti verið mjög hættulegir, en að hans menn séu í einstakri stöðu þar sem að þeir eru að keppa um nánast hvern einasta titil. „Þeir eru hættulegir og eru með sterka og unga stráka, orkumikla stráka. Framan af sumri gekk ekkert svakalega vel hjá þeim, en hafa nú í síðustu leikjum lært það hvernig á að vinna leiki, og það er kúnst.“ „Þegar þú ert kominn á bragðið með að vinna leiki þá viltu alltaf vinna fleiri leiki, það er bara þannig. “ „En við Víkingar erum nú í þeirri einstöku stöðu sem alla íþróttamenn dreymir um, en fæstir ná, og það er að keppa nánast um titil á hverju einasta ári. Það er verkefni sem þarf að nálgast af mikilli auðmýkt og alls ekki fara í einhvern hroka eða vanmeta andstæðinginn. Hingað til hefur það gengið mjög vel og ég sé ekki ástæðu fyrir því að það ætti að fara að breytast eitthvað á laugardaginn.“ Arnar gerir sér þó einnig grein fyrir því að í gegnum tíðina hefur það reynst liðum erfitt að vinna tvöfalt hér á Íslandi. „Það er bara gríðarlega erfitt. Sagan hérna á Íslandi segir það. Það eru held ég fjögur lið sem hafa unnið tvöfalt og hefur gerst einu sinni á þessari öld þegar KR vann tvöfalt 2011.“ „Þannig að þetta er gríðarlega erfitt. Það er erfitt að vinna titil yfir höfuð, hvað þá tvöfalt. ÞEgar þú ert kominn nánast alla leið að vinna tvöfalt þá hljóta menn að gefa sig alla í það þegar þeir sjá þá gulrót í lokin, að verða eitt af fáum liðum sem hafa unnið töfalt í sögu fótboltans á Íslandi.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 14:50 á morgun. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira