Nýsjálenskur galdramaður látinn taka pokann sinn eftir tveggja áratuga starf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. október 2021 11:19 Galdramaðurinn hefur starfað fyrir Christchurch í rúm 20 ár en hefur nú verið látinn fara. Martin Hunter/Getty Galdramaður Nýja-Sjálands, sem er líklega eini galdramaðurinn á launaskrá hins opinbera í heiminum, hefur verið látinn taka pokann sinn eftir 23 ára starf. Galdramaðurinn, sem heitir réttu nafni Ian Brackenbury Channell og er 88 ára gamall, hefur í rúma tvo áratugi starfað fyrir borgina í Christchurch. Hann hefur sinnt kynningarstörfum fyrir borgina og jafnframt sinnt skyldum sínum fyrir borgina sem galdramaður. Fyrir það hefur Channell verið á launaskrá hjá borginni og fengið 16 þúsund Bandaríkjadali ár hvert í laun, eða rétt rúmar tvær milljónir króna. Á sínum rúma tuttugu ára starfsferli hjá borginni hefur hann því þegið 368 þúsund Bandaríkjadali að launum, eða 47,5 milljónir króna. Galdramaðurinn fæddist í Englandi og fór að sýna galdralistir sínar stuttu eftir að hann flutti til Nýja-Sjálands árið 1976. Þegar borgarstjórnin í Christchurch gerði tilraunir til að stöðva galdrana hópuðust borgarbúar saman og mótmæltu. Árið 1990 lagði Mike Moore, þáverandi forsætisráðherra landsins, það til að Channell yrði opinber Galdramaður Nýja-Sjálands. Síðan þá hefur hann stundað galdra opinberlega í Christchurch og dansað regndansa fyrir nýsjálensk og áströlsk yfirvöld þegar þurrkatíð hefur herjað á. Árið 2009 fékk hann heiðursviðurkenningu Elísabetar Bretadrottningar. Galdramaðurinn hefur undanfarin ár verið gagnrýndur fyrir ummæli sem hann hefur látið falla um konur. Til að mynda sagði hann í þætti sem sýndur var í apríl síðastliðnum á Stöð 3 í Nýja-Sjálandi að honum þætti skemmtilegt að „stríða konum“ með því að segja þeim að þær væru „lævísar“ og að þær notuðu „bolabrögð til að næla sér í menn sem væru vitlausir.“ „Ég elska konur, ég fyrirgef þeim mjög oft. Ég hef enn ekki barið konu. Aldrei berja konu því þær merjast svo auðveldlega, svo kjafta þær í vini sína og nágranna... og þá ertu kominn í klípu.“ Samkvæmt frétt Guardian byggist ákvörðun borgarstjórnarinnar á því að borgin sé að taka nýja stefnu í kynningarmálum. Þau vilji sýna að borgin fagni fjölbreytileikanum og sé nútímaleg borg. Galdramaðurinn segir sjálfur að borgin hafi ákveðið að hætta að borga honum því hann passi ekki inn í „stemningu“ borgarinnar. Hann sé alltaf að ögra, sem borgarstjórnin vilji ekki lengur. Nýja-Sjáland Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Galdramaðurinn, sem heitir réttu nafni Ian Brackenbury Channell og er 88 ára gamall, hefur í rúma tvo áratugi starfað fyrir borgina í Christchurch. Hann hefur sinnt kynningarstörfum fyrir borgina og jafnframt sinnt skyldum sínum fyrir borgina sem galdramaður. Fyrir það hefur Channell verið á launaskrá hjá borginni og fengið 16 þúsund Bandaríkjadali ár hvert í laun, eða rétt rúmar tvær milljónir króna. Á sínum rúma tuttugu ára starfsferli hjá borginni hefur hann því þegið 368 þúsund Bandaríkjadali að launum, eða 47,5 milljónir króna. Galdramaðurinn fæddist í Englandi og fór að sýna galdralistir sínar stuttu eftir að hann flutti til Nýja-Sjálands árið 1976. Þegar borgarstjórnin í Christchurch gerði tilraunir til að stöðva galdrana hópuðust borgarbúar saman og mótmæltu. Árið 1990 lagði Mike Moore, þáverandi forsætisráðherra landsins, það til að Channell yrði opinber Galdramaður Nýja-Sjálands. Síðan þá hefur hann stundað galdra opinberlega í Christchurch og dansað regndansa fyrir nýsjálensk og áströlsk yfirvöld þegar þurrkatíð hefur herjað á. Árið 2009 fékk hann heiðursviðurkenningu Elísabetar Bretadrottningar. Galdramaðurinn hefur undanfarin ár verið gagnrýndur fyrir ummæli sem hann hefur látið falla um konur. Til að mynda sagði hann í þætti sem sýndur var í apríl síðastliðnum á Stöð 3 í Nýja-Sjálandi að honum þætti skemmtilegt að „stríða konum“ með því að segja þeim að þær væru „lævísar“ og að þær notuðu „bolabrögð til að næla sér í menn sem væru vitlausir.“ „Ég elska konur, ég fyrirgef þeim mjög oft. Ég hef enn ekki barið konu. Aldrei berja konu því þær merjast svo auðveldlega, svo kjafta þær í vini sína og nágranna... og þá ertu kominn í klípu.“ Samkvæmt frétt Guardian byggist ákvörðun borgarstjórnarinnar á því að borgin sé að taka nýja stefnu í kynningarmálum. Þau vilji sýna að borgin fagni fjölbreytileikanum og sé nútímaleg borg. Galdramaðurinn segir sjálfur að borgin hafi ákveðið að hætta að borga honum því hann passi ekki inn í „stemningu“ borgarinnar. Hann sé alltaf að ögra, sem borgarstjórnin vilji ekki lengur.
Nýja-Sjáland Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira