Erlent

Mann­skæð sprenging í Kandahar

Þorgils Jónsson skrifar
Sprengja sprakk í mosku í Kandahar í Afganistan í morgun þar sem Sjítar voru saman konnir við föstudagsbænir.
Sprengja sprakk í mosku í Kandahar í Afganistan í morgun þar sem Sjítar voru saman konnir við föstudagsbænir.

Að minnsta kosti 32 létust og 45 særðuðust þegar sprengja sprakk í borginni Kandahar í Afganistan í morgun. Sprengja sprakk í Sjítamoskunni sem kennd er við Bibi Fatima á meðan föstudagsbænir stóðu yfir.

Þetta kemur fram í fréttum á vef BBC og Al Jazeera.

Sjónvarvottar bera að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða þar sem tveir árásarmenn hafi sprengt sig í loft upp við öryggishlið og tveir til viðbótar hafi þá hlaupið inn í moskuna og sprengt sig þar.

Samkvæmt heimildum BBC er búist við að staðbundin deild samtakanna sem kenna sig við hið Íslamska ríki muni lýsa ábyrgð á hendur sér. Hryðjuverkahópurinn kallar sig IS-K og treður illsakir við Talibana.

Í frétt AFP kemur fram að um það bil 10% Afgana eru Sjítar, en margir þeirra eru einnig af ætt Hazara, sem hafa sætt ofsóknum um árabil.

Mörg hryðjuverk hafa verið framin í landinu síðan Talibanar tóku þar öll völd í ágúst, síðast fyrir viku þar sem að minnsta kosti 50 létust í sprengingu í mosku í borginni Kunduz.

Fréttin var uppfærð með upplýsingum um fjölda látinna og slasaðra og atburðarás.


Tengdar fréttir

Fleiri tugir látnir í sprengjuárás í Afganistan

Að minnsta kosti hundrað manns eru látnir eða særðir eftir sprengjuárás við mosku sjíta í norðanverðu Afganistan í dag. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á ódæðinu en Ríki íslams hefur staðið fyrir fjölda árása á sjítamúslima sem eru í minnihluta í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×