Gestir Snaps gengu í störf eftir að þjónarnir löbbuðu út Eiður Þór Árnason skrifar 13. október 2021 14:01 Snaps Bistro Bar er í eigu Birgis Þórs Bieltvedt fjárfestis en eigendaskipti eru í farvatninu. Vísir/Vilhelm Nær allt starfslið veitingahússins Snaps við Óðinstorg hefur sagt starfi sínu lausu vegna víðtækrar óánægju með stjórnarhætti nýs rekstrarstjóra. Í lok september sendu alls átta þjónar, vaktstjórar, barþjónar og kokkar inn uppsagnarbréf og hættu um mánaðamótin. Síðasta laugardag gengu svo þrír þjónar út á miðri vakt og hafa ekki snúið aftur til starfa. Að sögn fyrrverandi starfsmanna snýr óánægjan meðal annars að launakjörum, undirmönnun, lakri gæðastjórnun og alvarlegum samskiptavanda sem hafi allt komið til í kjölfar stjórnendaskiptanna. Enginn í hópnum hyggst vinna uppsagnarfrest sinn og hafa margir nú þegar ráðið sig í önnur störf. Segir allt í góðu á Snaps Þórir Helgi Bergsson, rekstrarstjóri Snaps, vildi lítið kannast við uppsagnirnar þegar leitað var eftir viðbrögðum. Stemmir það að þjónar hafi gengið út hjá þér á laugardaginn? „Nei, þetta er bara innanhúsmál sem við erum að fást við. Það er bara þannig, það er bara allt í góðu hér.“ En þú kannast samt sem áður við þetta? „Ég kannast bara við að það eru ákveðin … það er ekkert í gangi sko, ekkert til að setja í fréttir allavega.“ Þegar Þórir er spurður nánar út í það hvað átti sér stað á laugardag ítrekar hann að það sé einkamál. Veitingastaðurinn stendur við Óðinstorg.vísir/vilhelm Gestir komu starfsmönnum til aðstoðar Ákveðið var að halda veitingastaðnum opnum þrátt fyrir uppsagnirnar um síðustu mánaðamót og jókst því álag á eftirstandandi starfsmenn til muna á seinustu vikum. Þjónn sem hætti um síðustu helgi segir að honum hafi þótt nóg komið þegar einungis fjórir starfsmenn, auk Þóris, voru látnir sjá um annasaman bröns á laugardag. „Við sögðum honum þá að við gætum þetta ekki lengur og ætluðum ekki að vinna um kvöldið, svo við fórum bara,“ segir fyrrverandi starfsmaðurinn. Erfitt sé að horfa upp á þessa þróun þar sem starfsandinn hafi lengi verið góður á veitingahúsinu. Það hafi svo skyndilega breyst við stjórnendaskiptin. Samkvæmt heimildum Vísis stóðu alls þrír starfsmenn vaktina á laugardagskvöld eftir að þjónarnir höfðu yfirgefið svæðið. Þeirra á meðal var áðurnefndur Þórir og nýr starfsmaður sem hafði byrjað sama dag. Undirmönnunin fór ekki framhjá gestum veitingahússins og gripu tveir vinir Þóris sem voru mættir í mat til þess ráðs að létta undir með starfsfólkinu. Veitingastaðir Reykjavík Mannauðsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Smit sendir ellefu af Snaps í sóttkví Einn starfsmaður hins vinsæla veitingastaðar Snaps við Óðinstorg í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með Covid-19. Fyrir vikið er hann kominn í einangrun og tíu starfsmenn til viðbótar í sóttkví. 28. ágúst 2020 16:39 Snaps opnar nýjan stað Stefnt er að því að opna vínbar við Óðinstorg með vorinu. Það staðfestir fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt í samtali við Vísi. Vín og léttir réttir verða á boðstólnum en staðurinn verður rekinn samhliða Snaps. 14. janúar 2020 07:30 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Í lok september sendu alls átta þjónar, vaktstjórar, barþjónar og kokkar inn uppsagnarbréf og hættu um mánaðamótin. Síðasta laugardag gengu svo þrír þjónar út á miðri vakt og hafa ekki snúið aftur til starfa. Að sögn fyrrverandi starfsmanna snýr óánægjan meðal annars að launakjörum, undirmönnun, lakri gæðastjórnun og alvarlegum samskiptavanda sem hafi allt komið til í kjölfar stjórnendaskiptanna. Enginn í hópnum hyggst vinna uppsagnarfrest sinn og hafa margir nú þegar ráðið sig í önnur störf. Segir allt í góðu á Snaps Þórir Helgi Bergsson, rekstrarstjóri Snaps, vildi lítið kannast við uppsagnirnar þegar leitað var eftir viðbrögðum. Stemmir það að þjónar hafi gengið út hjá þér á laugardaginn? „Nei, þetta er bara innanhúsmál sem við erum að fást við. Það er bara þannig, það er bara allt í góðu hér.“ En þú kannast samt sem áður við þetta? „Ég kannast bara við að það eru ákveðin … það er ekkert í gangi sko, ekkert til að setja í fréttir allavega.“ Þegar Þórir er spurður nánar út í það hvað átti sér stað á laugardag ítrekar hann að það sé einkamál. Veitingastaðurinn stendur við Óðinstorg.vísir/vilhelm Gestir komu starfsmönnum til aðstoðar Ákveðið var að halda veitingastaðnum opnum þrátt fyrir uppsagnirnar um síðustu mánaðamót og jókst því álag á eftirstandandi starfsmenn til muna á seinustu vikum. Þjónn sem hætti um síðustu helgi segir að honum hafi þótt nóg komið þegar einungis fjórir starfsmenn, auk Þóris, voru látnir sjá um annasaman bröns á laugardag. „Við sögðum honum þá að við gætum þetta ekki lengur og ætluðum ekki að vinna um kvöldið, svo við fórum bara,“ segir fyrrverandi starfsmaðurinn. Erfitt sé að horfa upp á þessa þróun þar sem starfsandinn hafi lengi verið góður á veitingahúsinu. Það hafi svo skyndilega breyst við stjórnendaskiptin. Samkvæmt heimildum Vísis stóðu alls þrír starfsmenn vaktina á laugardagskvöld eftir að þjónarnir höfðu yfirgefið svæðið. Þeirra á meðal var áðurnefndur Þórir og nýr starfsmaður sem hafði byrjað sama dag. Undirmönnunin fór ekki framhjá gestum veitingahússins og gripu tveir vinir Þóris sem voru mættir í mat til þess ráðs að létta undir með starfsfólkinu.
Veitingastaðir Reykjavík Mannauðsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Smit sendir ellefu af Snaps í sóttkví Einn starfsmaður hins vinsæla veitingastaðar Snaps við Óðinstorg í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með Covid-19. Fyrir vikið er hann kominn í einangrun og tíu starfsmenn til viðbótar í sóttkví. 28. ágúst 2020 16:39 Snaps opnar nýjan stað Stefnt er að því að opna vínbar við Óðinstorg með vorinu. Það staðfestir fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt í samtali við Vísi. Vín og léttir réttir verða á boðstólnum en staðurinn verður rekinn samhliða Snaps. 14. janúar 2020 07:30 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Smit sendir ellefu af Snaps í sóttkví Einn starfsmaður hins vinsæla veitingastaðar Snaps við Óðinstorg í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með Covid-19. Fyrir vikið er hann kominn í einangrun og tíu starfsmenn til viðbótar í sóttkví. 28. ágúst 2020 16:39
Snaps opnar nýjan stað Stefnt er að því að opna vínbar við Óðinstorg með vorinu. Það staðfestir fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt í samtali við Vísi. Vín og léttir réttir verða á boðstólnum en staðurinn verður rekinn samhliða Snaps. 14. janúar 2020 07:30