Frumtak fjárfestir í Ankeri fyrir 300 milljónir Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. október 2021 10:44 Mynd fv., stjórnendur Ankeri: Óskar Sigþórsson, Leifur Kristjánsson, Kristinn Aspelund, Nanna Einarsdottir og Helgi Benediktsson Vísir/Aðsend Fyrirtækið Ankeri, sem þróar hugbúnaðarlausnir fyrir skipaiðnaðinn, tilkynnti í dag 300 milljón króna fjármögnun frá Frumtaki. Fjármagnið mun nýtast félaginu við áframhaldandi þróun hugbúnaðarins og uppbyggingu sölustarfs á alþjóðlegum mörkuðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér. Þar kemur fram að Ankeri hefur þegar haslað sér völl á þessum markaði og er þýski skiparisinn Hapag-Lloyd á meðal viðskiptavina þess. Hugbúnaðarlausn Ankeri gerir viðskiptavinum sínum kleift að nálgast mikilvægar rekstrarupplýsingar á auðveldan hátt með það að leiðarljósi að taka hagkvæmar og sjálfbærar ákvarðanir varðandi rekstur skiptaflutninga. Félagið hefur þróað skýjalausn sem tvinnar saman hagsmuni eigenda og leigjenda skipa með bættri upplýsingagjöf, betri orkunýtingu og minni útblæstri skipaflotans. Þannig leggur Ankeri sitt af mörkum í grænni þróun og orkuskiptum heimsflotans. Félagið var stofnað árið 2016 af Kristni Aspelund og Leifi Kristjánssyni sem hvor um sig hafa yfir fimmtán ára reynslu í skipaiðnaðinum. Félagið hefur áður verið styrkt af Tækniþróunarsjóði og meðal hluthafa eru Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Hermann Kristjánsson. Hlutafjáraukningin verður nýtt til að tvö- til þrefalda starfsmannafjölda í vöruþróun og sölustarfi á næstu tólf mánuðum. Reiknað er með að tekjur félagsins tífaldist á næstu tveimur árum. Kristinn Aspelund, framkvæmdastjóri Ankeris: „Það eru mjög áhugaverð tækifæri í skipaiðnaðinum. Hingað til hefur stafræn þróun og sjálfvirknivæðing þar verið eftirbátur annarra greina. Eftirspurn eftir lausnum sem veita auðvelt aðgengi að nauðsynlegum gögnum til ákvarðanatöku er mikil. Í dag er algengt að gögn séu slegin inn handvirkt og upplýsingar vistaðar víða og oft í vanþróuðum kerfum. Sífellt aukin áhersla á umhverfismál og fyrirsjáanleg aukning á regluverki samhliða því felur líka í sér tækifæri fyrir okkur. Um 90% af öllum vörum eru á einhverjum tímapunkti fluttar með einhverju af 50.000 flutningaskipum heimsins. Jafnvel þótt skipaiðnaðurinn sé umhverfisvænasti máti flutninga þá má samt sem áður rekja um 3% af heildarútblæstri gróðurhúsalofttegunda til hans sem og notkun á um 300 milljón tonnum af jarðefnaeldsneyti árlega.” Svana Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Frumtaks: „Við vitum að sumar af stærstu áskorununum í alþjóðlegum virðiskeðjum tengjast óhagkvæmni í flutningum og stopulum tengingum upplýsingakerfa. Þetta veldur auknum kostnaði og öðru óhagræði. Hugbúnaðarlausnir Ankeris gera viðskiptavinum þess kleift að takast á við þessar áskoranir, auka hagkvæmni í rekstri og á sama tíma leggja sitt af mörkum til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum skipaiðnarins. Við sjáum mikil tækifæri í lausnum félagsins.” Nýsköpun Tækni Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Fjármagnið mun nýtast félaginu við áframhaldandi þróun hugbúnaðarins og uppbyggingu sölustarfs á alþjóðlegum mörkuðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér. Þar kemur fram að Ankeri hefur þegar haslað sér völl á þessum markaði og er þýski skiparisinn Hapag-Lloyd á meðal viðskiptavina þess. Hugbúnaðarlausn Ankeri gerir viðskiptavinum sínum kleift að nálgast mikilvægar rekstrarupplýsingar á auðveldan hátt með það að leiðarljósi að taka hagkvæmar og sjálfbærar ákvarðanir varðandi rekstur skiptaflutninga. Félagið hefur þróað skýjalausn sem tvinnar saman hagsmuni eigenda og leigjenda skipa með bættri upplýsingagjöf, betri orkunýtingu og minni útblæstri skipaflotans. Þannig leggur Ankeri sitt af mörkum í grænni þróun og orkuskiptum heimsflotans. Félagið var stofnað árið 2016 af Kristni Aspelund og Leifi Kristjánssyni sem hvor um sig hafa yfir fimmtán ára reynslu í skipaiðnaðinum. Félagið hefur áður verið styrkt af Tækniþróunarsjóði og meðal hluthafa eru Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Hermann Kristjánsson. Hlutafjáraukningin verður nýtt til að tvö- til þrefalda starfsmannafjölda í vöruþróun og sölustarfi á næstu tólf mánuðum. Reiknað er með að tekjur félagsins tífaldist á næstu tveimur árum. Kristinn Aspelund, framkvæmdastjóri Ankeris: „Það eru mjög áhugaverð tækifæri í skipaiðnaðinum. Hingað til hefur stafræn þróun og sjálfvirknivæðing þar verið eftirbátur annarra greina. Eftirspurn eftir lausnum sem veita auðvelt aðgengi að nauðsynlegum gögnum til ákvarðanatöku er mikil. Í dag er algengt að gögn séu slegin inn handvirkt og upplýsingar vistaðar víða og oft í vanþróuðum kerfum. Sífellt aukin áhersla á umhverfismál og fyrirsjáanleg aukning á regluverki samhliða því felur líka í sér tækifæri fyrir okkur. Um 90% af öllum vörum eru á einhverjum tímapunkti fluttar með einhverju af 50.000 flutningaskipum heimsins. Jafnvel þótt skipaiðnaðurinn sé umhverfisvænasti máti flutninga þá má samt sem áður rekja um 3% af heildarútblæstri gróðurhúsalofttegunda til hans sem og notkun á um 300 milljón tonnum af jarðefnaeldsneyti árlega.” Svana Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Frumtaks: „Við vitum að sumar af stærstu áskorununum í alþjóðlegum virðiskeðjum tengjast óhagkvæmni í flutningum og stopulum tengingum upplýsingakerfa. Þetta veldur auknum kostnaði og öðru óhagræði. Hugbúnaðarlausnir Ankeris gera viðskiptavinum þess kleift að takast á við þessar áskoranir, auka hagkvæmni í rekstri og á sama tíma leggja sitt af mörkum til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum skipaiðnarins. Við sjáum mikil tækifæri í lausnum félagsins.”
Nýsköpun Tækni Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira