Ellefu ára skáksnillingur bjargaði fjölskyldunni sinni af götunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2021 10:30 Tanitoluwa Adewumi er fyrir löngu hættur að vera efnilegur skákmaður. Getty/Dia Dipasupil Tanitoluwa „Tani“ Adewumi er bara ellefu ára gamall síðan í síðasta mánuði en hann er á góðri leið með að verða yngsti stórmeistari skáksögunnar. Saga hans er þó líklega enn lygilegri. Skákhæfilegar stráksins hafa gjörbreytt lífi fjölskyldu hans sem var á götunni þegar hún kom til Bandaríkjanna frá Nígeríu. 11-year-old Nigerian-born chess player Tani Adewumi is putting in hours of practice every day to try and fulfill his dream of becoming the world s youngest grandmaster https://t.co/3shcCmnuDQ— CNN Africa (@CNNAfrica) October 4, 2021 CNN Sport sagði frá þessari ótrúlegu sögu Tani og hvernig hann bjargaði fjölskyldunni sinni úr hörmulegum aðstæðum. Tani ætlar sér að verða yngsti stórmeistari skáksögunnar en hann þarf þá að ná þeim titli áður en hann verður tólf ára. Metið á Abhimanyu Mishra sem var tólf ára þegar hann fékk stórmeistaratitilinn. Tani er sá 28. yngsti sem nær því að verða alþjóðlegur meistari en vill verða alþjóðlegur stórmeistari sem fyrst. Stærsti sigur hans hingað til er á fylkismóti New York árið 2019 en það var kannski ekki spilamennskan sem gerir það að verkum heldur miklu frekar hvað sigur hans þar breytti lífi fjölskyldunnar. Interestingly, there are only about 1,700 chess grandmasters in the entire universe. At 11-Years-Old, Master Tani Adewumi aims to be the youngest of them.https://t.co/LxL44hgQTD— The African Exponent (@africanexponent) October 10, 2021 Fjölskyldan flúði Nígeríu í júní 2017 af ótta við árásir öfgahópsins Boko Haram. Tani Adewumi byrjaði að tefla fyrir alvöru eftir að hann kom til Bandaríkjanna. Þá bjó fjölskyldan í skýli fyrir heimilislausa á Manhattan. Tani fékk að ganga í skákklúbb P.S. 116 skólans í New York en gat það aðeins af því að skólayfirvöld felldu niður skráningargjaldið. Eftir að hann vann fylkismótið fékk fjölskyldan stuðning alls staðar af. „Ein fjölskylda borgaði fyrir okkur eins árs leigu á Manhattan, ein fjölskylda gaf okkur nýjan 2019 Honda bíl og skákklúbburinn í Saint Louis bauð fjölskyldunni og þjálfurunum í heimsókn til Missouri,“ sagði Kayode Adewumi, faðir Tani sem starfar nú sem fasteignasali. „Fullt af fólki hjálpaði okkur og margir veittu okkur fjárhagsstuðning eða peninga. Þeir gáfu peninga svo við kæmust í burtu úr athvarfinu fyrir heimilislausa,“ sagði Kayode. Fjölskyldan setti upp GoFundMe síðu og þegar peningarnir fóru að streyma þangað inn ákvað hún að stofna Tanitoluwa Adewumi Foundation sem vinnur markvisst af því að styðja við bakið á bágstöddum börnum út um allan heim. 11-year-old Tanitoluwa "Tani" Adewumi has his eyes set on a new history-making chess title!https://t.co/SOIY8bddcX— Black Information Network (@blackinfonet) October 10, 2021 „Við þurfum að gefa til baka til þeirra sem þurfa svo á því að halda. Við vitum hvað þarf til enda höfum við upplifað þetta allt. Það er fólk sem var með okkur í athvarfinu sem er ennþá þar,“ sagði Kayode. Fjölskyldan ætlar líka að láta til sín taka við að auka áhuga og aðstöðu fyrir fólk að stunda skákíþróttina í Afríku. Það er því kannski von á fleiri afrískum skáksnillingum í framtíðinni. Á meðan stundar Tani æfingar af kappi því markmið hans eru áfram stórtæk og hver veit nema að hann komist í heimsmetabókina á næsta ári. Það má lesa meira um þetta hér. View this post on Instagram A post shared by VII Photo (@viiphoto) Skák Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Skákhæfilegar stráksins hafa gjörbreytt lífi fjölskyldu hans sem var á götunni þegar hún kom til Bandaríkjanna frá Nígeríu. 11-year-old Nigerian-born chess player Tani Adewumi is putting in hours of practice every day to try and fulfill his dream of becoming the world s youngest grandmaster https://t.co/3shcCmnuDQ— CNN Africa (@CNNAfrica) October 4, 2021 CNN Sport sagði frá þessari ótrúlegu sögu Tani og hvernig hann bjargaði fjölskyldunni sinni úr hörmulegum aðstæðum. Tani ætlar sér að verða yngsti stórmeistari skáksögunnar en hann þarf þá að ná þeim titli áður en hann verður tólf ára. Metið á Abhimanyu Mishra sem var tólf ára þegar hann fékk stórmeistaratitilinn. Tani er sá 28. yngsti sem nær því að verða alþjóðlegur meistari en vill verða alþjóðlegur stórmeistari sem fyrst. Stærsti sigur hans hingað til er á fylkismóti New York árið 2019 en það var kannski ekki spilamennskan sem gerir það að verkum heldur miklu frekar hvað sigur hans þar breytti lífi fjölskyldunnar. Interestingly, there are only about 1,700 chess grandmasters in the entire universe. At 11-Years-Old, Master Tani Adewumi aims to be the youngest of them.https://t.co/LxL44hgQTD— The African Exponent (@africanexponent) October 10, 2021 Fjölskyldan flúði Nígeríu í júní 2017 af ótta við árásir öfgahópsins Boko Haram. Tani Adewumi byrjaði að tefla fyrir alvöru eftir að hann kom til Bandaríkjanna. Þá bjó fjölskyldan í skýli fyrir heimilislausa á Manhattan. Tani fékk að ganga í skákklúbb P.S. 116 skólans í New York en gat það aðeins af því að skólayfirvöld felldu niður skráningargjaldið. Eftir að hann vann fylkismótið fékk fjölskyldan stuðning alls staðar af. „Ein fjölskylda borgaði fyrir okkur eins árs leigu á Manhattan, ein fjölskylda gaf okkur nýjan 2019 Honda bíl og skákklúbburinn í Saint Louis bauð fjölskyldunni og þjálfurunum í heimsókn til Missouri,“ sagði Kayode Adewumi, faðir Tani sem starfar nú sem fasteignasali. „Fullt af fólki hjálpaði okkur og margir veittu okkur fjárhagsstuðning eða peninga. Þeir gáfu peninga svo við kæmust í burtu úr athvarfinu fyrir heimilislausa,“ sagði Kayode. Fjölskyldan setti upp GoFundMe síðu og þegar peningarnir fóru að streyma þangað inn ákvað hún að stofna Tanitoluwa Adewumi Foundation sem vinnur markvisst af því að styðja við bakið á bágstöddum börnum út um allan heim. 11-year-old Tanitoluwa "Tani" Adewumi has his eyes set on a new history-making chess title!https://t.co/SOIY8bddcX— Black Information Network (@blackinfonet) October 10, 2021 „Við þurfum að gefa til baka til þeirra sem þurfa svo á því að halda. Við vitum hvað þarf til enda höfum við upplifað þetta allt. Það er fólk sem var með okkur í athvarfinu sem er ennþá þar,“ sagði Kayode. Fjölskyldan ætlar líka að láta til sín taka við að auka áhuga og aðstöðu fyrir fólk að stunda skákíþróttina í Afríku. Það er því kannski von á fleiri afrískum skáksnillingum í framtíðinni. Á meðan stundar Tani æfingar af kappi því markmið hans eru áfram stórtæk og hver veit nema að hann komist í heimsmetabókina á næsta ári. Það má lesa meira um þetta hér. View this post on Instagram A post shared by VII Photo (@viiphoto)
Skák Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira