Allt skólahald færist í Fossvogsdalinn næsta haust Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2021 18:18 Mygluvandræði hafa plagað skólastarfið í Fossvogsskóla. Vísir/Vilhelm Skólastarf í Fossvogsskóla mun allt fara fram í Fossvogsdal frá og með næsta skólaári. Ráðist verður í umfangsmiklar framkvæmdir á húsnæði skólans til þess að komast fyrir mygluvandræði sem plagað hafa skólastarfið að undanförnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg þar sem greint er frá því að staða framkvæmda við uppfærslu á Fossvogsskóla hafi verið rædd á fundi í dag með starfsfólki skólans, skólaráði og foreldrum. Málefni Fossvogsskóla hafa mikið verið í deiglunni síðustu misserin vegna myglu í skólanum. Til stóð að kennsla yngstu árganganna færi fram í Víkingsheimilinu í Fossvogi, en hætt var við það í kjölfar mótmæla foreldrafélags skólans. Varð úr að skólinn fékk inni tímabundið hjá Hjálpræðishernum. Næsta haust er hins vegar reiknað með að skólastarfið verði allt í Fossvogsdal. Börn munu stunda nám í tveimur uppgerðum byggingum, Austurlandi, og Vesturlandi, og að hluta til einnig í einingarhúsum á lóð skólans. Áætlað er að framkvæmdum við Meginland ljúki haustið 2023. Einangrun innan á útveggjum verður fjarlægð í Vestur og Austurlandi, þær verða einangraðar að utan og klæddar með álklæðningu. Allir gluggar og útihurðir verða endurnýjaðar og lokið við að endurnýja öll þök. Ennfremur verða innveggir fjarlægðir og endurbyggðir í samræmi við gildandi eldvarnarkröfur, raflagnir og pípulagnir verða endurnýjaðar sem og loftaefni og gólfefni. Loftræsting allra húsa verður yfirfarin og virkni breytt með tilliti til bættrar innivistar. Þá er unnið að breyttu innra skipulagi á húsnæðinu svo byggingarnar henti betur fyrir nútíma kröfur í kennslufræði, að því er fram kemur í tilkynningu frá borginni. Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla í Fossvogsskóla Borgarstjórn Tengdar fréttir Mánaðarleigan 1,2 milljónir króna Reykjavíkurborg mun greiða 1,2 milljónir króna í leigu mánaðarlega fyrir húsnæði Hjálpræðishersins sem ætlað er að brúa bilið vegna kennslu fyrir yngstu nemendur Fossvogsskóla á meðan unnið er við uppsetningu bráðabirgðahúsnæðis á lóð skólans meðan viðgerðir fara fram á aðal húsnæði Fossvogsskóla. 30. ágúst 2021 08:29 Óviðunandi staða í málefnum Fossvogsskóla Menntamálaráðherra segir að stöðuna í málefnum Fossvogsskóla vera óviðunandi. Óvissa ríkir enn um tilhögun skólahalds á næstu vikum en kennsla á að hefjast næsta mánudag. 21. ágúst 2021 08:12 Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur. 20. ágúst 2021 20:44 Foreldrar fá þrjá valkosti frá borginni Reykjavíkurborg hefur gefið foreldrum barna í 2. til 4. bekk í Fossvogsskóla þrjá valmöguleika í von um að leysa þann húsnæðisvanda sem þar er kominn upp. Foreldrar lýstu í gær yfir óánægju sinni með borgina eftir að í ljós kom að kenna átti börnunum í tengibyggingu Víkingsheimilisins, meðal annars frammi á gangi, fyrstu vikur skólaársins. Þeim þótti þetta með öllu ótæk ráðstöfun. 20. ágúst 2021 18:50 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Fleiri fréttir Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg þar sem greint er frá því að staða framkvæmda við uppfærslu á Fossvogsskóla hafi verið rædd á fundi í dag með starfsfólki skólans, skólaráði og foreldrum. Málefni Fossvogsskóla hafa mikið verið í deiglunni síðustu misserin vegna myglu í skólanum. Til stóð að kennsla yngstu árganganna færi fram í Víkingsheimilinu í Fossvogi, en hætt var við það í kjölfar mótmæla foreldrafélags skólans. Varð úr að skólinn fékk inni tímabundið hjá Hjálpræðishernum. Næsta haust er hins vegar reiknað með að skólastarfið verði allt í Fossvogsdal. Börn munu stunda nám í tveimur uppgerðum byggingum, Austurlandi, og Vesturlandi, og að hluta til einnig í einingarhúsum á lóð skólans. Áætlað er að framkvæmdum við Meginland ljúki haustið 2023. Einangrun innan á útveggjum verður fjarlægð í Vestur og Austurlandi, þær verða einangraðar að utan og klæddar með álklæðningu. Allir gluggar og útihurðir verða endurnýjaðar og lokið við að endurnýja öll þök. Ennfremur verða innveggir fjarlægðir og endurbyggðir í samræmi við gildandi eldvarnarkröfur, raflagnir og pípulagnir verða endurnýjaðar sem og loftaefni og gólfefni. Loftræsting allra húsa verður yfirfarin og virkni breytt með tilliti til bættrar innivistar. Þá er unnið að breyttu innra skipulagi á húsnæðinu svo byggingarnar henti betur fyrir nútíma kröfur í kennslufræði, að því er fram kemur í tilkynningu frá borginni.
Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla í Fossvogsskóla Borgarstjórn Tengdar fréttir Mánaðarleigan 1,2 milljónir króna Reykjavíkurborg mun greiða 1,2 milljónir króna í leigu mánaðarlega fyrir húsnæði Hjálpræðishersins sem ætlað er að brúa bilið vegna kennslu fyrir yngstu nemendur Fossvogsskóla á meðan unnið er við uppsetningu bráðabirgðahúsnæðis á lóð skólans meðan viðgerðir fara fram á aðal húsnæði Fossvogsskóla. 30. ágúst 2021 08:29 Óviðunandi staða í málefnum Fossvogsskóla Menntamálaráðherra segir að stöðuna í málefnum Fossvogsskóla vera óviðunandi. Óvissa ríkir enn um tilhögun skólahalds á næstu vikum en kennsla á að hefjast næsta mánudag. 21. ágúst 2021 08:12 Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur. 20. ágúst 2021 20:44 Foreldrar fá þrjá valkosti frá borginni Reykjavíkurborg hefur gefið foreldrum barna í 2. til 4. bekk í Fossvogsskóla þrjá valmöguleika í von um að leysa þann húsnæðisvanda sem þar er kominn upp. Foreldrar lýstu í gær yfir óánægju sinni með borgina eftir að í ljós kom að kenna átti börnunum í tengibyggingu Víkingsheimilisins, meðal annars frammi á gangi, fyrstu vikur skólaársins. Þeim þótti þetta með öllu ótæk ráðstöfun. 20. ágúst 2021 18:50 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Fleiri fréttir Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Sjá meira
Mánaðarleigan 1,2 milljónir króna Reykjavíkurborg mun greiða 1,2 milljónir króna í leigu mánaðarlega fyrir húsnæði Hjálpræðishersins sem ætlað er að brúa bilið vegna kennslu fyrir yngstu nemendur Fossvogsskóla á meðan unnið er við uppsetningu bráðabirgðahúsnæðis á lóð skólans meðan viðgerðir fara fram á aðal húsnæði Fossvogsskóla. 30. ágúst 2021 08:29
Óviðunandi staða í málefnum Fossvogsskóla Menntamálaráðherra segir að stöðuna í málefnum Fossvogsskóla vera óviðunandi. Óvissa ríkir enn um tilhögun skólahalds á næstu vikum en kennsla á að hefjast næsta mánudag. 21. ágúst 2021 08:12
Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur. 20. ágúst 2021 20:44
Foreldrar fá þrjá valkosti frá borginni Reykjavíkurborg hefur gefið foreldrum barna í 2. til 4. bekk í Fossvogsskóla þrjá valmöguleika í von um að leysa þann húsnæðisvanda sem þar er kominn upp. Foreldrar lýstu í gær yfir óánægju sinni með borgina eftir að í ljós kom að kenna átti börnunum í tengibyggingu Víkingsheimilisins, meðal annars frammi á gangi, fyrstu vikur skólaársins. Þeim þótti þetta með öllu ótæk ráðstöfun. 20. ágúst 2021 18:50