Bjarni Ben býður Birgi velkominn Þorgils Jónsson skrifar 9. október 2021 15:28 Bjarni Benediktsson hefur boðið Birgi Þórarinsson velkominn í Sjálfstæðisflokkinn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, býður Birgi Þórarinsson velkominn í flokkinn, á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. Bjarni deilir þar frétt mbl.is um viðskilnað Birgis við Miðflokkinn og segir: „Sjálfstæðisflokkurinn er breiðfylking og við fögnum því að fá nýtt fólk í hópinn. Ég býð Birgi Þórarinsson velkominn og hlakka til samstarfsins.“ Birgir kom mörgum, þar á meðal flokkssystkinum sínum, á óvart í morgun með því að tilkynna í grein í Morgunblaðinu að hann hefði ákveðið að yfirgefa Miðflokkinn og ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins, tæpum tveimur vikum eftir þingkosningar þar sem hann var endurkjörinn sem þingmaður Suðurkjördæmis. Vistaskiptin hafa vakið talsverð viðbrögð í dag, enda er þing ekki enn komið saman eftir kosningar. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Birgir að aðför lykilmanna innan Miðflokksins að honum fimm dögum fyrir kosningar hafi haft úrslitaáhrif um þessa ákvörðun. Hann sagðist ekki vilja nafngreina hvaða lykilmenn þar var um að ræða. Þá sitji Klaustursmálið og framferði félaga hans enn í honum og ekki hafi gróið um heilt milli hans og annarra flokksmanna eftir að hann hafi gagnrýnt þau sem þar tóku þátt. Miðflokksfólk hefur gagnrýnt Birgi harðlega fyrir meint svik. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg og kosningastjóri flokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum, sakaði hann meðal annars um sjálfhverfu og óheilindi í aðsendri grein á Vísi. Þá líkti Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingflokksfélagi Birgis, ákvörðun þess síðarnefnda við sveðjustungu í bak Miðflokksfólks, í samtali við RÚV fyrr í dag. Nú sitja tveir Miðflokksmenn eftir á þingi, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og Bergþór Ólafsson. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Tengdar fréttir Sakar Birgi Þórarinsson um sjálfhverfu Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg, gagnrýnir Birgi Þórarinsson harðlega fyrir ákvörðun sína um að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. 9. október 2021 13:35 „Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing“ Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna og kallar eftir að þjóðin öll gangi að kjörstöðum að nýju. Vistaskipti Birgis Þórarinssonar, þingmanns í Suðurkjördæmi, sýni svart á hvítu hve miklu máli skipti hvaða fólk hafi komist inn á þing. 9. október 2021 13:01 Birgir vill „að sjálfsögðu“ að Sigmundur og Bergþór komi líka yfir Birgir Þórarinsson verður þingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eftir að hafa boðið fram sem oddviti Miðflokksins. Hann segist ekki hafa lagt á ráðin um vistaskiptin fyrir kosningar. 9. október 2021 12:08 Netverjar bregðast við vistaskiptum Birgis: „Það eru þrjú ár síðan Klaustursmálið kom upp?“ Netverjar hafa ekki setið á sér frá því að fregnir af vistaskiptum þingmannsins Birgis Þórarinssonar bárust í morgun. Birgir, sem er þingmaður í Suðurkjördæmi, hefur sagt skilið við Miðflokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðismenn. 9. október 2021 10:22 Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. 9. október 2021 08:10 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bjarni deilir þar frétt mbl.is um viðskilnað Birgis við Miðflokkinn og segir: „Sjálfstæðisflokkurinn er breiðfylking og við fögnum því að fá nýtt fólk í hópinn. Ég býð Birgi Þórarinsson velkominn og hlakka til samstarfsins.“ Birgir kom mörgum, þar á meðal flokkssystkinum sínum, á óvart í morgun með því að tilkynna í grein í Morgunblaðinu að hann hefði ákveðið að yfirgefa Miðflokkinn og ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins, tæpum tveimur vikum eftir þingkosningar þar sem hann var endurkjörinn sem þingmaður Suðurkjördæmis. Vistaskiptin hafa vakið talsverð viðbrögð í dag, enda er þing ekki enn komið saman eftir kosningar. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Birgir að aðför lykilmanna innan Miðflokksins að honum fimm dögum fyrir kosningar hafi haft úrslitaáhrif um þessa ákvörðun. Hann sagðist ekki vilja nafngreina hvaða lykilmenn þar var um að ræða. Þá sitji Klaustursmálið og framferði félaga hans enn í honum og ekki hafi gróið um heilt milli hans og annarra flokksmanna eftir að hann hafi gagnrýnt þau sem þar tóku þátt. Miðflokksfólk hefur gagnrýnt Birgi harðlega fyrir meint svik. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg og kosningastjóri flokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum, sakaði hann meðal annars um sjálfhverfu og óheilindi í aðsendri grein á Vísi. Þá líkti Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingflokksfélagi Birgis, ákvörðun þess síðarnefnda við sveðjustungu í bak Miðflokksfólks, í samtali við RÚV fyrr í dag. Nú sitja tveir Miðflokksmenn eftir á þingi, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og Bergþór Ólafsson. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Tengdar fréttir Sakar Birgi Þórarinsson um sjálfhverfu Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg, gagnrýnir Birgi Þórarinsson harðlega fyrir ákvörðun sína um að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. 9. október 2021 13:35 „Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing“ Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna og kallar eftir að þjóðin öll gangi að kjörstöðum að nýju. Vistaskipti Birgis Þórarinssonar, þingmanns í Suðurkjördæmi, sýni svart á hvítu hve miklu máli skipti hvaða fólk hafi komist inn á þing. 9. október 2021 13:01 Birgir vill „að sjálfsögðu“ að Sigmundur og Bergþór komi líka yfir Birgir Þórarinsson verður þingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eftir að hafa boðið fram sem oddviti Miðflokksins. Hann segist ekki hafa lagt á ráðin um vistaskiptin fyrir kosningar. 9. október 2021 12:08 Netverjar bregðast við vistaskiptum Birgis: „Það eru þrjú ár síðan Klaustursmálið kom upp?“ Netverjar hafa ekki setið á sér frá því að fregnir af vistaskiptum þingmannsins Birgis Þórarinssonar bárust í morgun. Birgir, sem er þingmaður í Suðurkjördæmi, hefur sagt skilið við Miðflokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðismenn. 9. október 2021 10:22 Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. 9. október 2021 08:10 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sakar Birgi Þórarinsson um sjálfhverfu Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg, gagnrýnir Birgi Þórarinsson harðlega fyrir ákvörðun sína um að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. 9. október 2021 13:35
„Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing“ Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna og kallar eftir að þjóðin öll gangi að kjörstöðum að nýju. Vistaskipti Birgis Þórarinssonar, þingmanns í Suðurkjördæmi, sýni svart á hvítu hve miklu máli skipti hvaða fólk hafi komist inn á þing. 9. október 2021 13:01
Birgir vill „að sjálfsögðu“ að Sigmundur og Bergþór komi líka yfir Birgir Þórarinsson verður þingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eftir að hafa boðið fram sem oddviti Miðflokksins. Hann segist ekki hafa lagt á ráðin um vistaskiptin fyrir kosningar. 9. október 2021 12:08
Netverjar bregðast við vistaskiptum Birgis: „Það eru þrjú ár síðan Klaustursmálið kom upp?“ Netverjar hafa ekki setið á sér frá því að fregnir af vistaskiptum þingmannsins Birgis Þórarinssonar bárust í morgun. Birgir, sem er þingmaður í Suðurkjördæmi, hefur sagt skilið við Miðflokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðismenn. 9. október 2021 10:22
Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. 9. október 2021 08:10