„Konur sem eiga ekki í nein hús að venda“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. október 2021 10:30 Hjúkrunarfræðingurinn og ljósmóðirin Elísabet Ósk Vigfúsdóttir segir að konur í fíknivanda þurfi mikla aðstoð og stuðning á meðgöngu, í fæðingu og eftir að barnið kemur í heiminn. Vísir/Vilhelm „Ég áttaði mig ekki á því að þetta vandamál væri yfir höfuð á Íslandi, að konur gætu verið í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu á meðgöngu,“ segir hjúkrunarfræðingurinn og ljósmóðirin Elísabet Ósk Vigfúsdóttir. Í dag er hún forstöðukona Urðarbrunns, sem er úrræði fyrir konur í þessari stöðu, ásamt því að vera í teyminu sem sinnir þessum hóp á Landspítalanum. „Við erum fjórar í þessu teymi inni á Landspítala í áhættumæðravernd,“ útskýrir Elísabet. „Við höfum séð að neyslan er orðin harðari. Við erum að díla við erfiðari félagslegri vanda og erfiðari neyslu.“ Elísabet ræddi við Andreu Eyland í hlaðvarpinu Kviknar. Hún vann fyrst með konum í fíknivanda þegar hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur í Danmörku og var hluti af teyminu sem var þeim innan handar á meðgöngu, í fæðingu og fyrstu árin í lífi barnsins. Hún vonar að einn daginn verði boðið upp á slíka fjölskyldugöngudeild fyrir þennan hóp hér á landi. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Elísabet segir að þungaðar konur í fíknivanda séu týndur hópur sem samfélagið virðist ekki hafa nægan áhuga á að hjálpa eða veita aðstoð. Staðreyndin er átakanleg, þessar konur verða fyrir fordómum vegna veikinda sinna og lítil börn þeirra finna fyrir afleiðingum þess. „Konur sem eiga ekki í nein hús að venda. Þær eru í þeirri stöðu að þær eru fara að eignast barn en þær búa á götunni. Þetta er ógeðslega sorglegt, því þarna eigum við að grípa þær,“ segir Elísabet. „Ég get fullyrt að ef þessar konur hafa athvarf þar sem er tekið á móti þeim, þær fá heimili og öruggt skjól, góðan mat, þjálfun, kennslu og stuðning í að halda sér edrú, þá eru miklu fleiri konur og miklu fleiri börn sem að koma miklu betur út sem manneskjur í framtíðinni.“ Elísabet Ósk Vigfúsdóttir stofnaði í frítíma sínum úrræði fyrir konur í barneignum sem eru í fíknivanda. Vísir/Vilhelm Hún viðurkennir að það hafi verið mjög erfitt að koma af stað þessu úrræði fyrir þennan hóp og líkir því við að vera í völundarhúsi. Húin hefur tekið íbúð á leigu og gert allt klárt og er komin með öll tilskilin leyfi en nú vantar fjármagn til þess að opna Urðarbrunn fyrir konur í fíknivanda sem eiga von á barni eða eru nýbúnar að eignast barn. „Svona úrræði kostar tíu milljónir á mánuði,“ segir Elísabet, sem gerir ráð fyrir því að geta haft þrjár konur í einu í úrræðinu til að byrja með. Hún telur að tíu til tuttugu konur á ári myndu nýta sér þessa sértæku þjónustu, með starfsfólk á vakt í húsinu allan sólarhringinn. „Þetta er ekki kostnaður, þetta er fjárfesting. Þetta er fjárfesting í einstaklingum. Ef við getum hjálpað og gert þessi litlu börn að einstaklingum framtíðarinnar þá erum við að ná langt.“ Elísabet segir að hún sé ákveðin að gefast ekki upp þó að hún komi að mörgum lokuðum dyrum varðandi fjármögnun. „Ég ætla að reyna allt hvað ég get.“ Hægt er að kynna sér verkefnið á síðunni Urðarbrunnur. Kviknar Kvenheilsa Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Ættleiða tvö börn á sama ári Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fleiri fréttir Ættleiða tvö börn á sama ári Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Sjá meira
Í dag er hún forstöðukona Urðarbrunns, sem er úrræði fyrir konur í þessari stöðu, ásamt því að vera í teyminu sem sinnir þessum hóp á Landspítalanum. „Við erum fjórar í þessu teymi inni á Landspítala í áhættumæðravernd,“ útskýrir Elísabet. „Við höfum séð að neyslan er orðin harðari. Við erum að díla við erfiðari félagslegri vanda og erfiðari neyslu.“ Elísabet ræddi við Andreu Eyland í hlaðvarpinu Kviknar. Hún vann fyrst með konum í fíknivanda þegar hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur í Danmörku og var hluti af teyminu sem var þeim innan handar á meðgöngu, í fæðingu og fyrstu árin í lífi barnsins. Hún vonar að einn daginn verði boðið upp á slíka fjölskyldugöngudeild fyrir þennan hóp hér á landi. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Elísabet segir að þungaðar konur í fíknivanda séu týndur hópur sem samfélagið virðist ekki hafa nægan áhuga á að hjálpa eða veita aðstoð. Staðreyndin er átakanleg, þessar konur verða fyrir fordómum vegna veikinda sinna og lítil börn þeirra finna fyrir afleiðingum þess. „Konur sem eiga ekki í nein hús að venda. Þær eru í þeirri stöðu að þær eru fara að eignast barn en þær búa á götunni. Þetta er ógeðslega sorglegt, því þarna eigum við að grípa þær,“ segir Elísabet. „Ég get fullyrt að ef þessar konur hafa athvarf þar sem er tekið á móti þeim, þær fá heimili og öruggt skjól, góðan mat, þjálfun, kennslu og stuðning í að halda sér edrú, þá eru miklu fleiri konur og miklu fleiri börn sem að koma miklu betur út sem manneskjur í framtíðinni.“ Elísabet Ósk Vigfúsdóttir stofnaði í frítíma sínum úrræði fyrir konur í barneignum sem eru í fíknivanda. Vísir/Vilhelm Hún viðurkennir að það hafi verið mjög erfitt að koma af stað þessu úrræði fyrir þennan hóp og líkir því við að vera í völundarhúsi. Húin hefur tekið íbúð á leigu og gert allt klárt og er komin með öll tilskilin leyfi en nú vantar fjármagn til þess að opna Urðarbrunn fyrir konur í fíknivanda sem eiga von á barni eða eru nýbúnar að eignast barn. „Svona úrræði kostar tíu milljónir á mánuði,“ segir Elísabet, sem gerir ráð fyrir því að geta haft þrjár konur í einu í úrræðinu til að byrja með. Hún telur að tíu til tuttugu konur á ári myndu nýta sér þessa sértæku þjónustu, með starfsfólk á vakt í húsinu allan sólarhringinn. „Þetta er ekki kostnaður, þetta er fjárfesting. Þetta er fjárfesting í einstaklingum. Ef við getum hjálpað og gert þessi litlu börn að einstaklingum framtíðarinnar þá erum við að ná langt.“ Elísabet segir að hún sé ákveðin að gefast ekki upp þó að hún komi að mörgum lokuðum dyrum varðandi fjármögnun. „Ég ætla að reyna allt hvað ég get.“ Hægt er að kynna sér verkefnið á síðunni Urðarbrunnur.
Kviknar Kvenheilsa Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Ættleiða tvö börn á sama ári Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fleiri fréttir Ættleiða tvö börn á sama ári Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist