Miklu meira talað um faraldurinn hér en í Danmörku Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. október 2021 20:00 Lífið gengur sinn vanagang í Danmörku eftir að samkomutakmörkunum var aflétt þar í landi fyrir tæpum mánuði. Faraldurinn raunar ber vart á góma, hvorki í daglegu tali né í fjölmiðlum. Getty Lítið fer fyrir umræðu um kórónuveiruna í Danmörku eftir að samkomutakmörkunum hefur verið aflétt þar í landi, að sögn Íslendings í Kaupmannahöfn, sem segir fólki létt. Gera má ráð fyrir að íslensk stjórnvöld muni horfa líta til Norðurlandanna þegar ákvarðanir um næstu skref í sóttvarnaaðgerðir hér á landi verða teknar. Tæpur mánuður er síðan öllum samkomutakmörkunum var aflétt í Danmörku. Ef helstu fréttamiðlar þar í landi eru skoðaðir má sjá að lítið fer fyrir umræðu um faraldurinn og nær hvergi að sjá að tölur yfir fjölda smitaðra séu uppfærðar daglega, líkt og gert er hér. Fréttamaðurinn Elín Margrét Böðvarsdóttir, sem búsett er í Kaupmannahöfn, segir umræðuna um faraldurinn mun plássfrekari hér á Íslandi en úti. „Það er ekkert verið að tala um covid, hér um bil,” segir Elín. „Ég skrapp heim til Íslands fyrir rúmum mánuði og það var eiginlega hálfgert sjokk. Þó það sé búið að aflétta mikið síðan þá, þá voru flestir mjög hikandi við að knúsa mann og með efasemdir um að hittast og þar fram eftir götunum. Það er svona það sem ég finn fyrir, að covid er að taka miklu meira pláss heima heldur en hér.” Elín Margrét segir að fólki sé létt. Hún segir það raunar heyra til undantekninga að fjallað sé um faraldurinn í Danmörku og að það hafi ekki komið til tals að grípa til hertari aðgerða, þó smituðum hafi fjölgað undanfarna daga. Stjórnvöld beini sjónum sínum fyrst og fremst að því að vernda óbólusetta, til dæmis börn. „Allavega í kringum mig er töluvert léttara yfir öllum. Þetta hvílir ekki jafn þungt á fólki og bara að geta komið saman virðist vera að hafa jákvæð áhrif á fólkið i kringum mig, fólk er farið að hugsa um allt annað. Ég fór til að mynda á fótboltaleik um daginn þar sem voru 35 þúsund manns komnir saman og sá hvað stemningin virðist gera mikið fyrir samfélagið,” segir Elín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Tæpur mánuður er síðan öllum samkomutakmörkunum var aflétt í Danmörku. Ef helstu fréttamiðlar þar í landi eru skoðaðir má sjá að lítið fer fyrir umræðu um faraldurinn og nær hvergi að sjá að tölur yfir fjölda smitaðra séu uppfærðar daglega, líkt og gert er hér. Fréttamaðurinn Elín Margrét Böðvarsdóttir, sem búsett er í Kaupmannahöfn, segir umræðuna um faraldurinn mun plássfrekari hér á Íslandi en úti. „Það er ekkert verið að tala um covid, hér um bil,” segir Elín. „Ég skrapp heim til Íslands fyrir rúmum mánuði og það var eiginlega hálfgert sjokk. Þó það sé búið að aflétta mikið síðan þá, þá voru flestir mjög hikandi við að knúsa mann og með efasemdir um að hittast og þar fram eftir götunum. Það er svona það sem ég finn fyrir, að covid er að taka miklu meira pláss heima heldur en hér.” Elín Margrét segir að fólki sé létt. Hún segir það raunar heyra til undantekninga að fjallað sé um faraldurinn í Danmörku og að það hafi ekki komið til tals að grípa til hertari aðgerða, þó smituðum hafi fjölgað undanfarna daga. Stjórnvöld beini sjónum sínum fyrst og fremst að því að vernda óbólusetta, til dæmis börn. „Allavega í kringum mig er töluvert léttara yfir öllum. Þetta hvílir ekki jafn þungt á fólki og bara að geta komið saman virðist vera að hafa jákvæð áhrif á fólkið i kringum mig, fólk er farið að hugsa um allt annað. Ég fór til að mynda á fótboltaleik um daginn þar sem voru 35 þúsund manns komnir saman og sá hvað stemningin virðist gera mikið fyrir samfélagið,” segir Elín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira