Miklu meira talað um faraldurinn hér en í Danmörku Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. október 2021 20:00 Lífið gengur sinn vanagang í Danmörku eftir að samkomutakmörkunum var aflétt þar í landi fyrir tæpum mánuði. Faraldurinn raunar ber vart á góma, hvorki í daglegu tali né í fjölmiðlum. Getty Lítið fer fyrir umræðu um kórónuveiruna í Danmörku eftir að samkomutakmörkunum hefur verið aflétt þar í landi, að sögn Íslendings í Kaupmannahöfn, sem segir fólki létt. Gera má ráð fyrir að íslensk stjórnvöld muni horfa líta til Norðurlandanna þegar ákvarðanir um næstu skref í sóttvarnaaðgerðir hér á landi verða teknar. Tæpur mánuður er síðan öllum samkomutakmörkunum var aflétt í Danmörku. Ef helstu fréttamiðlar þar í landi eru skoðaðir má sjá að lítið fer fyrir umræðu um faraldurinn og nær hvergi að sjá að tölur yfir fjölda smitaðra séu uppfærðar daglega, líkt og gert er hér. Fréttamaðurinn Elín Margrét Böðvarsdóttir, sem búsett er í Kaupmannahöfn, segir umræðuna um faraldurinn mun plássfrekari hér á Íslandi en úti. „Það er ekkert verið að tala um covid, hér um bil,” segir Elín. „Ég skrapp heim til Íslands fyrir rúmum mánuði og það var eiginlega hálfgert sjokk. Þó það sé búið að aflétta mikið síðan þá, þá voru flestir mjög hikandi við að knúsa mann og með efasemdir um að hittast og þar fram eftir götunum. Það er svona það sem ég finn fyrir, að covid er að taka miklu meira pláss heima heldur en hér.” Elín Margrét segir að fólki sé létt. Hún segir það raunar heyra til undantekninga að fjallað sé um faraldurinn í Danmörku og að það hafi ekki komið til tals að grípa til hertari aðgerða, þó smituðum hafi fjölgað undanfarna daga. Stjórnvöld beini sjónum sínum fyrst og fremst að því að vernda óbólusetta, til dæmis börn. „Allavega í kringum mig er töluvert léttara yfir öllum. Þetta hvílir ekki jafn þungt á fólki og bara að geta komið saman virðist vera að hafa jákvæð áhrif á fólkið i kringum mig, fólk er farið að hugsa um allt annað. Ég fór til að mynda á fótboltaleik um daginn þar sem voru 35 þúsund manns komnir saman og sá hvað stemningin virðist gera mikið fyrir samfélagið,” segir Elín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Tæpur mánuður er síðan öllum samkomutakmörkunum var aflétt í Danmörku. Ef helstu fréttamiðlar þar í landi eru skoðaðir má sjá að lítið fer fyrir umræðu um faraldurinn og nær hvergi að sjá að tölur yfir fjölda smitaðra séu uppfærðar daglega, líkt og gert er hér. Fréttamaðurinn Elín Margrét Böðvarsdóttir, sem búsett er í Kaupmannahöfn, segir umræðuna um faraldurinn mun plássfrekari hér á Íslandi en úti. „Það er ekkert verið að tala um covid, hér um bil,” segir Elín. „Ég skrapp heim til Íslands fyrir rúmum mánuði og það var eiginlega hálfgert sjokk. Þó það sé búið að aflétta mikið síðan þá, þá voru flestir mjög hikandi við að knúsa mann og með efasemdir um að hittast og þar fram eftir götunum. Það er svona það sem ég finn fyrir, að covid er að taka miklu meira pláss heima heldur en hér.” Elín Margrét segir að fólki sé létt. Hún segir það raunar heyra til undantekninga að fjallað sé um faraldurinn í Danmörku og að það hafi ekki komið til tals að grípa til hertari aðgerða, þó smituðum hafi fjölgað undanfarna daga. Stjórnvöld beini sjónum sínum fyrst og fremst að því að vernda óbólusetta, til dæmis börn. „Allavega í kringum mig er töluvert léttara yfir öllum. Þetta hvílir ekki jafn þungt á fólki og bara að geta komið saman virðist vera að hafa jákvæð áhrif á fólkið i kringum mig, fólk er farið að hugsa um allt annað. Ég fór til að mynda á fótboltaleik um daginn þar sem voru 35 þúsund manns komnir saman og sá hvað stemningin virðist gera mikið fyrir samfélagið,” segir Elín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira