27 greindu voru fullbólusettir en 17 óbólusettir. 26 voru í sóttkví en 18 utan sóttkvíar.
Samkvæmt upplýsingum sem birtust á vefsíðu Landspítalans kl. 9 í morgun er staðan á spítalanum sú að níu liggja inni vegna Covid-19, þar af eitt barn. Einn er á gjörgæslu en ekki í öndunarvél.
Þá eru 368, þar af 145 börn, í eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans.
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst á Íslandi, þann 30. júní sl., hafa 119 verið lagðir inn á Landspítala vegna Covid-19.