„Þetta er það sem við höfum lagt til við FDP,“ sagði Annalena Baerbock, annar leiðtoga Græningja, á fréttamannafundi í Berlín í morgun.
Þingkosningar fóru fram í Þýskalandi 26. september þar sem SPD, með Olaf Scholz í broddi fylkingar, hlaut flest þingsæti og Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel, fráfarandi kanslara, næstflest.
Leiðtogar þeirra flokka sem náðu mönnum á þing hafa átt í óformlegum viðræðum síðustu daga þar sem þeir hafa kannað forsendur varðandi myndun nýrrar stjórnar.
Niðurstöður þýsku kosninganna:
- Sósíaldemókratar (SDP): 25,7%
- Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1%
- Græningjar: 14,8%
- Frjálslyndir (FDP) 11,5%
- Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3%
- Vinstriflokkurinn: 4,9%
Baerbock sagði á fréttamannafundinum í morgun að Þýskaland stæði frammi fyrir miklum áskorunum og að nauðsynlegt væri að bregðast við þeim hratt. Græningjar væru sannfærðir um að landið hefði ekki efni á að stjórnarmyndun tæki langan tíma.