Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 5. október 2021 17:43 Stúlkan var á rafhlaupahjóli á leið af íþróttaæfingu á aðra æfingu þegar ekið var á hana við Grandatorg í Vesturbænum. Vísir/vilhelm Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag. Stúlkan var á leið af íþróttaæfingu úti á Granda ásamt vinkonu sinni á knattspyrnuæfingu á KR-vellinum þegar stúlkurnar komu að hringtorgi á gatnamótum Ánanausta og Hringbrautar síðdegis í gær, að sögn Maríu Bjargar Sigurðardóttur, móður hennar. Þær voru báðar á rafhlaupahjólum. Ökumaður vörubíls stoppaði fyrir stúlkunum og veifaði þeim að fara yfir götuna. „Þá kemur bíll á næstu akrein, sér þær ekki líklega og keyrir þá utan í dóttur mína sem skellist að því er virðist upp á húdd og svo niður á götu. Viðkomandi ökumaður bara gefur í og keyrir bara í burtu,“ segir María Björg í samtali við Vísi. Dóttir hennar missti ekki meðvitund og þær vinkonurnar sáu til ökumannanna, tveggja kvenna á fullorðnisaldri. María Björg segir að önnur þeirra hafi haldið fyrir munninn en hin litið undan áður en þær gáfu í. Furðar sig á að aðrir ökumenn hafi ekki aðstoðað Stúlkan slasaðist ekki alvarlega en hún er þó blá og marin og hnjöskuð á mjöðm, að sögn Maríu Bjargar. Uppákoman hafi verið henni mikið áfall. „Það er leiðinlegt að ellefu ára barn upplifi að fullorðnum sé ekki treystandi betur en þetta, að skilja hana svona eftir í vegkantinum og keyra bara í burtu,“ segir hún. Hún furðar sig einnig á að aðrir ökumenn hafi ekki stoppað og hjálpað stúlkunni. „Manni þætti algerlega augljóst að þegar maður sér einhvern í neyð eða slasaður að taka sig til og hjálpa viðkomandi, stoppa bílinn og athuga hvort maður geti aðstoðað,“ segir María Björg. Í tilkynningu lögreglu þar sem lýst var eftir ökumanninum í dag var tekið fram að mikilvægt sé að ökumenn gangi úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið. Einnig sé áríðandi að tilkynna mál til lögreglu, ekki síst þar sem að áverkar séu ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi. María Björg segir að stúlkurnar hafi getað gefið lögreglu lýsingar á konunum í bílnum og bílnum sjálfum. Hún er vongóð um að einhver hafi orðið vitni að atvikinu eða að það hafi náðst á upptöku öryggismyndavéla á svæðinu. Bílar Umferðaröryggi Reykjavík Lögreglumál Rafhlaupahjól Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Stúlkan var á leið af íþróttaæfingu úti á Granda ásamt vinkonu sinni á knattspyrnuæfingu á KR-vellinum þegar stúlkurnar komu að hringtorgi á gatnamótum Ánanausta og Hringbrautar síðdegis í gær, að sögn Maríu Bjargar Sigurðardóttur, móður hennar. Þær voru báðar á rafhlaupahjólum. Ökumaður vörubíls stoppaði fyrir stúlkunum og veifaði þeim að fara yfir götuna. „Þá kemur bíll á næstu akrein, sér þær ekki líklega og keyrir þá utan í dóttur mína sem skellist að því er virðist upp á húdd og svo niður á götu. Viðkomandi ökumaður bara gefur í og keyrir bara í burtu,“ segir María Björg í samtali við Vísi. Dóttir hennar missti ekki meðvitund og þær vinkonurnar sáu til ökumannanna, tveggja kvenna á fullorðnisaldri. María Björg segir að önnur þeirra hafi haldið fyrir munninn en hin litið undan áður en þær gáfu í. Furðar sig á að aðrir ökumenn hafi ekki aðstoðað Stúlkan slasaðist ekki alvarlega en hún er þó blá og marin og hnjöskuð á mjöðm, að sögn Maríu Bjargar. Uppákoman hafi verið henni mikið áfall. „Það er leiðinlegt að ellefu ára barn upplifi að fullorðnum sé ekki treystandi betur en þetta, að skilja hana svona eftir í vegkantinum og keyra bara í burtu,“ segir hún. Hún furðar sig einnig á að aðrir ökumenn hafi ekki stoppað og hjálpað stúlkunni. „Manni þætti algerlega augljóst að þegar maður sér einhvern í neyð eða slasaður að taka sig til og hjálpa viðkomandi, stoppa bílinn og athuga hvort maður geti aðstoðað,“ segir María Björg. Í tilkynningu lögreglu þar sem lýst var eftir ökumanninum í dag var tekið fram að mikilvægt sé að ökumenn gangi úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið. Einnig sé áríðandi að tilkynna mál til lögreglu, ekki síst þar sem að áverkar séu ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi. María Björg segir að stúlkurnar hafi getað gefið lögreglu lýsingar á konunum í bílnum og bílnum sjálfum. Hún er vongóð um að einhver hafi orðið vitni að atvikinu eða að það hafi náðst á upptöku öryggismyndavéla á svæðinu.
Bílar Umferðaröryggi Reykjavík Lögreglumál Rafhlaupahjól Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira