Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 5. október 2021 08:11 Suðurnesjalína 1 er í dag eina línan sem flytur rafmagn til Suðurnesjanna. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. Þá hefur nefndin einnig tekið fyrir kærur fimm umhverfissamtaka á leyfisveitingar annarra sveitarfélaga á línuleiðinni, það er Grindavík, Hafnarfjörð og Reykjanesbæ. Bæjarfélögin höfðu öll samþykkt framkvæmdaleyfin og úrskurðaði nefndin að öll leyfin skyldu standa, nema hjá Hafnarfirði. Þetta þýðir að Hafnarfjarðarbær og Vogar þurfa nú að taka umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi til afgreiðslu að nýju. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Landsnet Vogar vilja línuna í jörð en Landsnet loftlínu Vogar hafa talað fyrir að Landsnet leggi línuna í jörðu eins og Skipulagsstofnun hefur mælt með í umhverfismati sínu en Landsnet hyggst hins vegar leggja loftlínu, sem er mun ódýrari framkvæmd. Í tilkynningu frá Landsneti er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets að fyrirtækið hafi talið mikilvægt að kæra ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi til úrskurðarnefndarinnar þar sem úrskurðarnefndin hafi þá þegar til afgreiðslu kærur náttúruverndarsamtaka á framkvæmdaleyfum Grindavíkur, Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. „Nú liggur fyrir niðurstaða úrskurðarnefndarinnar og er ákvörðun Voga um að hafna framkvæmdaleyfinu ógild og að Hafnarfjörður þarf að setja málið aftur á dagskrá. Málið er því aftur komið inn á borð Voga og Hafnarfjarðarbæjar. Við vonumst til hægt verði að afgreiða málin sem fyrst þannig að hægt verði að hefjast handa við byggingu Suðurnesjalínu 2,“ er haft eftir Guðmundi Inga. Þörf á annarri línu Náttúruverndarsamtökin fimm sem kærðu leyfisveitingarnar eru Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, Ungir umhverfissinnar og Hraunavinir. Suðurnesjalína 1 er nú eina línan sem skaffar Suðurnesjunum raforku en flestir sem koma að málinu, sveitarfélög, ráðherrar og Skipulagsstofnun virðast sammála um að þörf sé á annarri línu til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjum. Orkumál Vogar Hafnarfjörður Reykjanesbær Grindavík Umhverfismál Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Landsnet kærir ákvörðun Voga Forsvarsmenn Landsnets hafa ákveðið að að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deilt hefur verið um framkvæmdirnar um árabil en Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi. 26. apríl 2021 13:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Þá hefur nefndin einnig tekið fyrir kærur fimm umhverfissamtaka á leyfisveitingar annarra sveitarfélaga á línuleiðinni, það er Grindavík, Hafnarfjörð og Reykjanesbæ. Bæjarfélögin höfðu öll samþykkt framkvæmdaleyfin og úrskurðaði nefndin að öll leyfin skyldu standa, nema hjá Hafnarfirði. Þetta þýðir að Hafnarfjarðarbær og Vogar þurfa nú að taka umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi til afgreiðslu að nýju. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Landsnet Vogar vilja línuna í jörð en Landsnet loftlínu Vogar hafa talað fyrir að Landsnet leggi línuna í jörðu eins og Skipulagsstofnun hefur mælt með í umhverfismati sínu en Landsnet hyggst hins vegar leggja loftlínu, sem er mun ódýrari framkvæmd. Í tilkynningu frá Landsneti er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets að fyrirtækið hafi talið mikilvægt að kæra ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi til úrskurðarnefndarinnar þar sem úrskurðarnefndin hafi þá þegar til afgreiðslu kærur náttúruverndarsamtaka á framkvæmdaleyfum Grindavíkur, Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. „Nú liggur fyrir niðurstaða úrskurðarnefndarinnar og er ákvörðun Voga um að hafna framkvæmdaleyfinu ógild og að Hafnarfjörður þarf að setja málið aftur á dagskrá. Málið er því aftur komið inn á borð Voga og Hafnarfjarðarbæjar. Við vonumst til hægt verði að afgreiða málin sem fyrst þannig að hægt verði að hefjast handa við byggingu Suðurnesjalínu 2,“ er haft eftir Guðmundi Inga. Þörf á annarri línu Náttúruverndarsamtökin fimm sem kærðu leyfisveitingarnar eru Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, Ungir umhverfissinnar og Hraunavinir. Suðurnesjalína 1 er nú eina línan sem skaffar Suðurnesjunum raforku en flestir sem koma að málinu, sveitarfélög, ráðherrar og Skipulagsstofnun virðast sammála um að þörf sé á annarri línu til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjum.
Orkumál Vogar Hafnarfjörður Reykjanesbær Grindavík Umhverfismál Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Landsnet kærir ákvörðun Voga Forsvarsmenn Landsnets hafa ákveðið að að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deilt hefur verið um framkvæmdirnar um árabil en Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi. 26. apríl 2021 13:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16
Landsnet kærir ákvörðun Voga Forsvarsmenn Landsnets hafa ákveðið að að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deilt hefur verið um framkvæmdirnar um árabil en Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi. 26. apríl 2021 13:28