Skjálftavirknin er þó ekki orðin jafn mikil og hún var þegar mest var í síðustu viku.
Héraðsmiðillinn Diario de Avisos hefur eftir spænskum vísindamönnum að fjölgun gosopa innan stærsta gígsins að mögulegt sé að gígurinn gæti hrunið.
Vídeo de la #erupcionlapalma a las 10.30 h (hora local canaria) / Video of the #lapalmaeruption at 10.30 h (local Canaria time) #lapalma #volcano pic.twitter.com/jPaii5mOhg
— INVOLCAN (@involcan) October 3, 2021
Yfirvöld á La Palma ráðlögðu fólki í bæjum nærri eldgosinu að halda sig heima vegna mikillar mengunar frá því. Auk gastegunda barst þykk aska frá eldgosinu. Andrúmsloftið mun þó hafa skánað í morgun.
Samkvæmt Diario de Avisos hefur vísindamönnum og viðbragðsaðilum þó verið gert að vera ekki í miklu návígi við eldgosið.
Mikil mengun hefur borist til Afríku.
#LaPalmaEruption #VolcanoLaPalma #LaPalma
— Copernicus EU (@CopernicusEU) October 2, 2021
The SO2 plume from the #CumbreVieja is now concentrated on Africa & the Atlantic Ocean
SO2 total column forecasted by our Copernicus Atmosphere Monitoring Service #CAMS (@Windycom visualisation) for 2 Oct at 20:00 UTC pic.twitter.com/I9nQ8YvTa3
Frá því eldgosið hófst hefur hraunið farið yfir rúmlega átta hundruð byggingar. Um sex þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín, samkvæmt frétt Reuters.
Hér að neðan má sjá sex klukkustunda langt streymi Reuters frá eldgosinu í gærkvöldi.