Gagnrýnir fólk sem neitar að láta bólusetja sig og líkir því við að keyra fullur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2021 09:31 Klopp liggur ekki á skoðunum sínum. Gareth Copley/AP Þjóðverjinn Jürgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnufélagsins Liverpool, hefur sent væna pillu á fólk sem neitar að láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Líkir hann því við að keyra fullur þar sem þeir einstaklingar setja fjölda fólks í hættu með ákvörðun sinni. Klopp sjálfur segist hafa ráðfært sig við sérfræðing um hvað væri best að gera varðandi Covid-19. „Þannig virkar það: Þegar þú veist ekki hvað á að gera þá ráðfærir þú þig við sérfræðing sem segir þér hvað sé best að gera í tiltekinni stöðu. Það er ástæðan fyrir því að ég lét bólusetja mig, ég er í aldurshóp þar sem veiran gæti reynst erfið viðureignar og ég var mjög glaður þegar ég fékk bólusetninguna. Sérfræðingarnir segja að sem stendur sé bólusetning lausnin við vandamálinu,“ sagði Klopp í viðtali nýverið. We have 99% vaccinated. I don't take the vaccination only to protect me, I take it to protect all people around me. I don't understand why that is a limitation of freedom. If it is then not being allowed to drink drive is a limitation of freedom. #LFC https://t.co/QdSwSTZMIN— James Pearce (@JamesPearceLFC) October 2, 2021 Þá gagnrýndi Klopp fólk sem neitar að láta bólusetja sig. „Þetta er eins og að keyra fullur. Við höfum örugglega öll verið í aðstöðu þar sem við höfum fengið okkur bjór eða tvö og íhugað að keyra en vegna laganna þá megum við ekki keyra svo við keyrum ekki. Þessi lög eru ekki til að vernda mig þegar ég vil keyra eftir að hafa fengið mér tvo bjóra heldur til að vernda allt hitt fólkið á götunni.“ „Ég lét ekki bólusetja mig eingöngu til að vernda sjálfan mig. Ég gerði það einnig til að vernda allt fólkið í kringum mig. Ef ég læt ekki bólusetja mig og fæ Covid-19 þá er það mér að kenna, ef ég smita aðra er það líka mér að kenna en ekki þeim.“ Klopp vill opna umræðuna varðandi stöðu fólks er kemur að bólusetningu. „Við megum ekki spyrja fólk hvort það sé bólusett en ég má spyrja leigubílstjóra hvort hann sé ölvaður. Ef ég mæti fullur til vinnu má senda mig heim eða sekta mig en við megum ekki spyrja fólk (hvort það sé bólusett). Kannski er ég svona barnalegur en ég bara skil þetta ekki.“ Jurgen Klopp has a superb response to the question of footballers (and wider society) being vaccinated, using the analogy of a drunk driver:"The law is not there to protect me, it s there for protecting all the other people because I m drunk or pissed and want to drive a car." pic.twitter.com/r7dbLmTY2z— This Is Anfield (@thisisanfield) October 2, 2021 Liverpool tekur á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni síðar í dag. Þar fær Klopp að kljást við önnur vandamál heldur en þau sem tengjast kórónuveirunni. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira
Klopp sjálfur segist hafa ráðfært sig við sérfræðing um hvað væri best að gera varðandi Covid-19. „Þannig virkar það: Þegar þú veist ekki hvað á að gera þá ráðfærir þú þig við sérfræðing sem segir þér hvað sé best að gera í tiltekinni stöðu. Það er ástæðan fyrir því að ég lét bólusetja mig, ég er í aldurshóp þar sem veiran gæti reynst erfið viðureignar og ég var mjög glaður þegar ég fékk bólusetninguna. Sérfræðingarnir segja að sem stendur sé bólusetning lausnin við vandamálinu,“ sagði Klopp í viðtali nýverið. We have 99% vaccinated. I don't take the vaccination only to protect me, I take it to protect all people around me. I don't understand why that is a limitation of freedom. If it is then not being allowed to drink drive is a limitation of freedom. #LFC https://t.co/QdSwSTZMIN— James Pearce (@JamesPearceLFC) October 2, 2021 Þá gagnrýndi Klopp fólk sem neitar að láta bólusetja sig. „Þetta er eins og að keyra fullur. Við höfum örugglega öll verið í aðstöðu þar sem við höfum fengið okkur bjór eða tvö og íhugað að keyra en vegna laganna þá megum við ekki keyra svo við keyrum ekki. Þessi lög eru ekki til að vernda mig þegar ég vil keyra eftir að hafa fengið mér tvo bjóra heldur til að vernda allt hitt fólkið á götunni.“ „Ég lét ekki bólusetja mig eingöngu til að vernda sjálfan mig. Ég gerði það einnig til að vernda allt fólkið í kringum mig. Ef ég læt ekki bólusetja mig og fæ Covid-19 þá er það mér að kenna, ef ég smita aðra er það líka mér að kenna en ekki þeim.“ Klopp vill opna umræðuna varðandi stöðu fólks er kemur að bólusetningu. „Við megum ekki spyrja fólk hvort það sé bólusett en ég má spyrja leigubílstjóra hvort hann sé ölvaður. Ef ég mæti fullur til vinnu má senda mig heim eða sekta mig en við megum ekki spyrja fólk (hvort það sé bólusett). Kannski er ég svona barnalegur en ég bara skil þetta ekki.“ Jurgen Klopp has a superb response to the question of footballers (and wider society) being vaccinated, using the analogy of a drunk driver:"The law is not there to protect me, it s there for protecting all the other people because I m drunk or pissed and want to drive a car." pic.twitter.com/r7dbLmTY2z— This Is Anfield (@thisisanfield) October 2, 2021 Liverpool tekur á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni síðar í dag. Þar fær Klopp að kljást við önnur vandamál heldur en þau sem tengjast kórónuveirunni.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira