Ofbeldisforvarnarskólinn stendur fyrir söfnun Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. október 2021 12:30 Ásta Sól Kristjánsdóttir verkefnastjóri (t.v) og Benedikta Sörensen Valtýsdóttir skólastjóri (t.h). Auk þeirra starfa þrír aðrir hjá skólanum. Myndin er fengin af Karolina Fund. Söfnun stendur nú yfir á vegum ofbeldisforvarnarskólans en í dag er alþjóðadagur ofbeldisleysis. Sjónum er nú sérstaklega beint að forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi. Skólastjóri er Benedikta Sörensen Valtýsdóttir, Benna, en hún stofnaði skólann eftir að hafa unnið í félagsmiðstöðum í fimmtán ár. Með henni í verkefninu er Ásta Sól Kristjánsdóttir verkefnastjóri. Ofbeldisforvarnarskólinn býður upp á námskeið, fyrirlestra og fræðslu um ofbeldi. Eins og nafnið ber með sér er meginmarkmið skólans að kenna fólki, ungmennum þá sérstaklega, að grípa til annarra leiða en ofbeldis. Í fræðslu skólans er einnig farið yfir það hvernig unglingar geti brugðist við ef þeir verða vitni af ofbeldi. Unga fólkið drifkrafturinn Þegar um samfélagsleg mál eins og kynbundið ofbeldi er að ræða telur Benna telur mikilvægt að ungt fólk fái sjálft að ígrunda og velta málefninu fyrir sér. Markmiðið er að öll ungmenni á landinu hafi greiðan aðgang að forvörnum gegn ofbeldi og starfsfólki sem getur frætt þau. Þannig öðlist þau dýpri skilning á efninu með því að fá innsýn inn í veruleika ungra þolenda, gerenda eða aðstandenda. „Við sjáum það alveg að þegar kemur að forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi þá hefur ungt fólk verið svona drifkrafturinn í hverri byltingunni á fætur annarri og þau eru að gera þessar breytingar á samfélaginu okkar sem við þurfum.“ Ný vefsíða skólans ber heitið „Yfir strikið“ en hún verður sérstaklega hönnuð fyrir tæki með snertiskjá. Síðan er byggð þannig upp að unglingar fái upp örsögu sem fjallar um óheilbrigð samskipti eða ofbeldi. Unglingarnir hafa þá tækifæri til að velta málinu fyrir sér og fá fræðslu í kjölfarið. Söfnunina má nálgast á Karolina Fund. Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Skólastjóri er Benedikta Sörensen Valtýsdóttir, Benna, en hún stofnaði skólann eftir að hafa unnið í félagsmiðstöðum í fimmtán ár. Með henni í verkefninu er Ásta Sól Kristjánsdóttir verkefnastjóri. Ofbeldisforvarnarskólinn býður upp á námskeið, fyrirlestra og fræðslu um ofbeldi. Eins og nafnið ber með sér er meginmarkmið skólans að kenna fólki, ungmennum þá sérstaklega, að grípa til annarra leiða en ofbeldis. Í fræðslu skólans er einnig farið yfir það hvernig unglingar geti brugðist við ef þeir verða vitni af ofbeldi. Unga fólkið drifkrafturinn Þegar um samfélagsleg mál eins og kynbundið ofbeldi er að ræða telur Benna telur mikilvægt að ungt fólk fái sjálft að ígrunda og velta málefninu fyrir sér. Markmiðið er að öll ungmenni á landinu hafi greiðan aðgang að forvörnum gegn ofbeldi og starfsfólki sem getur frætt þau. Þannig öðlist þau dýpri skilning á efninu með því að fá innsýn inn í veruleika ungra þolenda, gerenda eða aðstandenda. „Við sjáum það alveg að þegar kemur að forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi þá hefur ungt fólk verið svona drifkrafturinn í hverri byltingunni á fætur annarri og þau eru að gera þessar breytingar á samfélaginu okkar sem við þurfum.“ Ný vefsíða skólans ber heitið „Yfir strikið“ en hún verður sérstaklega hönnuð fyrir tæki með snertiskjá. Síðan er byggð þannig upp að unglingar fái upp örsögu sem fjallar um óheilbrigð samskipti eða ofbeldi. Unglingarnir hafa þá tækifæri til að velta málinu fyrir sér og fá fræðslu í kjölfarið. Söfnunina má nálgast á Karolina Fund.
Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira