Rekstrarafkoma Isavia neikvæð um 5,1 milljarð á fyrri hluta árs Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2021 13:38 Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir að endurheimtin á Keflavíkurflugvelli hafi farið hægar af stað en von var á. Isavia Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta á fyrri helmingi ársins var neikvæð um 5,1 milljarð króna samanborið við neikvæða rekstrarafkomu upp á 5,3 milljarða króna fyrir sama tímabili á síðasta ári. Í tilkynningu frá Isavia segir að áhrifa kórónuveirunnar hafi enn gætt verulega á rekstur félagsins á fyrri hluta ársins og hafi samdráttur í tekjum þess numið um 2,3 milljörðum króna, eða um 27 prósent samanborið við sama tímabil á síðasta ári. „Ef horft er til fyrri helmings árs 2019 í samanburði við fyrri helming árs 2021 nam tekjusamdrátturinn um 65% fyrir samstæðu Isavia en 83% ef eingöngu er horft er til reksturs móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar. Miðað við fyrri helming ársins 2020 fóru 76% færri farþegar um Keflavíkurflugvöll en á sama tímabili á þessu ári. Ef bornir eru saman fyrri helmingar áranna 2019 og 2021 nemur samdrátturinn um 93%. Gripið hefur verið til umfangsmikilla hagræðingaaðgerða í rekstri til að mæta tekjusamdrættinum en á sama tíma hefur verið lögð áhersla á að viðhalda grunnstarfsemi félagsins og innviðum þess í ljósi mikilvægis þeirra fyrir íslenskt efnahagslíf til framtíðar. Heildarafkoma tímabilsins var neikvæð um 3,5 milljarða króna samanborið við neikvæða afkomu um 7,6 milljarða króna fyrir sama tímabil í fyrra. Þann viðsnúning má rekja til jákvæðra gengisáhrifa vegna langtímalána í erlendum gjaldmiðlum,“ segir í tilkynningunni. Hægari endurheimt á Isavia Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia að endurheimtin á Keflavíkurflugvelli hafi farið hægar af stað en von var á. „Ljóst er að fjöldi farþega á síðustu mánuðum þessa árs verður minni en við vonuðumst eftir og má rekja það beint til harðra takmarkana sóttvarnaryfirvalda á landamærum Íslands. Flugfélög hafa dregið úr framboði sínu og þeim flugfélögum, sem við töldum að myndu sinna flugi til Íslands yfir vetrarmánuðina, hefur fækkað og gæti þeim auðveldlega fækkað enn frekar. Þessi staða er mikið áhyggjuefni, og í raun alvarleg, þar sem við ættum að vera að vinna með endurheimtinni en ekki gegn henni,“ segir Sveinbjörn. Hann segir að þrátt fyrir óvissu í vetur hafi Isavia hafið að nýju framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli í samræmi við uppbyggingaráætlun félagsins. „Ákvörðun um að auka hlutafé í Isavia fyrr á árinu gerði okkur mögulegt að hefjast handa við uppbygginguna á Keflavíkurflugvelli og stuðla þannig áfram að endurreisn ferðaþjónustunnar. Frekari uppbygging, og þá ekki síst þegar kemur að tengistöðinni á Keflavíkurflugvelli, styður við fjölgun öflugra flugtenginga en þær eru ein af lykilforsendum lífsgæða á Íslandi,” segir Sveinbjörn. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Í tilkynningu frá Isavia segir að áhrifa kórónuveirunnar hafi enn gætt verulega á rekstur félagsins á fyrri hluta ársins og hafi samdráttur í tekjum þess numið um 2,3 milljörðum króna, eða um 27 prósent samanborið við sama tímabil á síðasta ári. „Ef horft er til fyrri helmings árs 2019 í samanburði við fyrri helming árs 2021 nam tekjusamdrátturinn um 65% fyrir samstæðu Isavia en 83% ef eingöngu er horft er til reksturs móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar. Miðað við fyrri helming ársins 2020 fóru 76% færri farþegar um Keflavíkurflugvöll en á sama tímabili á þessu ári. Ef bornir eru saman fyrri helmingar áranna 2019 og 2021 nemur samdrátturinn um 93%. Gripið hefur verið til umfangsmikilla hagræðingaaðgerða í rekstri til að mæta tekjusamdrættinum en á sama tíma hefur verið lögð áhersla á að viðhalda grunnstarfsemi félagsins og innviðum þess í ljósi mikilvægis þeirra fyrir íslenskt efnahagslíf til framtíðar. Heildarafkoma tímabilsins var neikvæð um 3,5 milljarða króna samanborið við neikvæða afkomu um 7,6 milljarða króna fyrir sama tímabil í fyrra. Þann viðsnúning má rekja til jákvæðra gengisáhrifa vegna langtímalána í erlendum gjaldmiðlum,“ segir í tilkynningunni. Hægari endurheimt á Isavia Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia að endurheimtin á Keflavíkurflugvelli hafi farið hægar af stað en von var á. „Ljóst er að fjöldi farþega á síðustu mánuðum þessa árs verður minni en við vonuðumst eftir og má rekja það beint til harðra takmarkana sóttvarnaryfirvalda á landamærum Íslands. Flugfélög hafa dregið úr framboði sínu og þeim flugfélögum, sem við töldum að myndu sinna flugi til Íslands yfir vetrarmánuðina, hefur fækkað og gæti þeim auðveldlega fækkað enn frekar. Þessi staða er mikið áhyggjuefni, og í raun alvarleg, þar sem við ættum að vera að vinna með endurheimtinni en ekki gegn henni,“ segir Sveinbjörn. Hann segir að þrátt fyrir óvissu í vetur hafi Isavia hafið að nýju framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli í samræmi við uppbyggingaráætlun félagsins. „Ákvörðun um að auka hlutafé í Isavia fyrr á árinu gerði okkur mögulegt að hefjast handa við uppbygginguna á Keflavíkurflugvelli og stuðla þannig áfram að endurreisn ferðaþjónustunnar. Frekari uppbygging, og þá ekki síst þegar kemur að tengistöðinni á Keflavíkurflugvelli, styður við fjölgun öflugra flugtenginga en þær eru ein af lykilforsendum lífsgæða á Íslandi,” segir Sveinbjörn.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira