Í þriðja tilvikinu var um að ræða glæfraakstur ökumanns númerslausrar bifreiðar á skólalóð í Grafarvogi. Þegar lögregla kom á vettvang gáfu lögreglumenn ökumanni stöðvunarmerki, en án árangurs.
Á endanum vildi ekki betur til en svo að bifreiðin rann inn í nálægan runna en þegar lögreglumenn komu að bifreiðinni og litu inn sátu tveir einstaklingar í aftursætinu en enginn við stýrið.
Þó hafði enginn yfirgefið bifreiðina frá því hún lenti í runnanum, segir í tilkynningu lögreglu. Þar segir enn fremur að málið sé nú í rannsókn og þar séu undir nokkrir brotaflokkar.
Fjórir voru stöðvaðir grunaðir um ölvunarakstur í borginni í gærkvöldi og nótt.