Haukar áfram í riðlakeppni EuroCup Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2021 22:26 Helena Sverrisdóttir var stigahæst í liði Hauka í kvöld. VÍSIR/BÁRA Haukakonur eru komnar í riðlakeppni EuroCup í körfubolta þrátt fyrir tveggja stiga tap gegn portúgalska liðinu Unaio Sportiva í kvöld, 81-79. Haukar unnu fyrri leikinn með fimm stigum á heimavelli og fara því áfram á samanlögðum árangri. Heimakonur í Unaio Sportiva byrjuðu af miklum krafti og skoruðu fyrstu tíu stig leiksins. Áður en langt um leið var staðan orðin 19-2, og útlitið svart fyrir Haukakonur strax í fyrsta leikhluta, en að honum loknum var staðan 28-15. Haukakonur náðu að þjappa sér saman fyrir annan leikhluta og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Þegar stutt var til hálfleiks var munurinn kominn niður í sex stig, en heimakonur skoruðu þrjú seinustu stig hálfleiksins og staðan var 48-39 þegar gengið var til búnigsherbergja. Haukar héldu áfram að saxa á froskotið í seinni hálfleik, en í þriðja leikhluta skoruðu þær 18 stig gegn aðeins tíu stigum heimakvenna. Þegar komið var að lokaleikhlutanum var munurinn því aðeins eitt stig, 58-57. Heimakonur þurftu því að eiga góðan fjórða leikhluta til að hrista Haukakonur af sér og ná að vinna upp það fimm stiga forskot sem Haukar höfðu unnið sér inn í fyrri leik liðanna. Þegar tæpar sjö mínútur voru til leiksloka kom Helena Sverrisdóttir Haukakonum í forystu í fyrsta skiptið í leiknum, og eftir voru því æsispennandi lokamínútur. Þegar um tvær mínútur voru eftir á klukkunni settu heimakonur tvo þrista í röð og náðu sjö stiga forskoti, 79-72. Helens Sverrisdóttir skoraði þá næstu fimm stig leiksins og minnkaði muninn aftur í tvö stig. Heimakonur fóru illa að ráði sínu á lokamínútum leiksins og Haukakonur létu tímann renna út þegar staðan var 81-79. Helena Sverrisdóttir var stigahæst í liði Hauka með 32 stig, en hún gaf einnig þrjár stoðsendingar og tók þrjú fráköst. Haiden Palmer, sem átti frábæran leik þegar liðin mættust á Íslandi fyrir viku, hafði hægt um sig í sóknarleiknum, en bætti upp fyrir það með því að taka 12 fráköst og gefa sex stoðsendingar. Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Heimakonur í Unaio Sportiva byrjuðu af miklum krafti og skoruðu fyrstu tíu stig leiksins. Áður en langt um leið var staðan orðin 19-2, og útlitið svart fyrir Haukakonur strax í fyrsta leikhluta, en að honum loknum var staðan 28-15. Haukakonur náðu að þjappa sér saman fyrir annan leikhluta og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Þegar stutt var til hálfleiks var munurinn kominn niður í sex stig, en heimakonur skoruðu þrjú seinustu stig hálfleiksins og staðan var 48-39 þegar gengið var til búnigsherbergja. Haukar héldu áfram að saxa á froskotið í seinni hálfleik, en í þriðja leikhluta skoruðu þær 18 stig gegn aðeins tíu stigum heimakvenna. Þegar komið var að lokaleikhlutanum var munurinn því aðeins eitt stig, 58-57. Heimakonur þurftu því að eiga góðan fjórða leikhluta til að hrista Haukakonur af sér og ná að vinna upp það fimm stiga forskot sem Haukar höfðu unnið sér inn í fyrri leik liðanna. Þegar tæpar sjö mínútur voru til leiksloka kom Helena Sverrisdóttir Haukakonum í forystu í fyrsta skiptið í leiknum, og eftir voru því æsispennandi lokamínútur. Þegar um tvær mínútur voru eftir á klukkunni settu heimakonur tvo þrista í röð og náðu sjö stiga forskoti, 79-72. Helens Sverrisdóttir skoraði þá næstu fimm stig leiksins og minnkaði muninn aftur í tvö stig. Heimakonur fóru illa að ráði sínu á lokamínútum leiksins og Haukakonur létu tímann renna út þegar staðan var 81-79. Helena Sverrisdóttir var stigahæst í liði Hauka með 32 stig, en hún gaf einnig þrjár stoðsendingar og tók þrjú fráköst. Haiden Palmer, sem átti frábæran leik þegar liðin mættust á Íslandi fyrir viku, hafði hægt um sig í sóknarleiknum, en bætti upp fyrir það með því að taka 12 fráköst og gefa sex stoðsendingar.
Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira