Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2021 16:05 Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur skorað á Ágúst Beintein að afhenda Húsdýragarðinum refinn Gústa áður en sambúðin verður of erfið. vísir „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ Svona hefst Facebook-færsla Dýraþjónustu Reykjavíkur um refinn Gústa Jr. sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu. Ágúst Beinteinn lýsti því í samtali við Vísi í morgun að Matvælastofnun hafi gert tilraun til að innheimta refinn og fara með hann í Húsdýragarðinn sem Ágúst tók ekki til greina. Dýraþjónusta Reykjavíkur, sem sér um Húsdýragarðinn, virðist á sama máli og MAST. Í færslu Dýraþjónustunnar segir að af fréttum að dæma sé refurinn Gústi yrðlingur frá því í vor. Búast megi því við að hann sé enn frekar krúttlegur og þokkalega lyktandi en það muni breytast á næstu mánuðum þegar dýrið verði kynþroska. „Á þeim tímapunkti mun rebbi einnig taka að ókyrrast í haldi. Í ljósi þess að hér er um dýravelferðarmál að ræða hefur Matvælastofnun þegar reynt að ná dýrinu án árangurs. Sá aldursgluggi sem yrðlingurinn hafði til að aðlagast sínu náttúrulega umhverfi hefur nú líklegast til lokast,“ segir í færslunni. Dýraþjónustan leiðir að því líkum að Ágúst muni eflaust gefast upp á sambúðinni við Gústa og það endi á því að refurinn verði aflífaður. „Kannski verður fólk þá búið að missa áhuga á refnum og „lækum“ og „views“ farið að fækka.“ „Í Húsdýragarðinum hefur í gegnum tíðina verið tekið á móti ófáum refum sem fólk hefur tekið til sín sem yrðlinga – þetta eru villt dýr í hremmingum. Þessi dýr eiga í fæstum tilfellum afturkvæmt í náttúruna og það sama gildir líklega um Gústa,“ segir í færslunni. Sé ekki pláss í Húsdýragarðinum megi hins vegar reyna að senda Gústa annað og hafi refir til að mynda verið sendir í dýragarða í Noregi og Svíþjóð, þar sem tegundin eigi sér líka náttúruleg heimkynni þó stofninn sé þar orðinn lítill. „Dýraþjónusta Reykjavíkur skorar því á Ágúst að afhenda refinn til okkar í Húsdýragarðinum og við munum gera okkar besta til að finna honum ásættanlegan samastað. Þetta er það skásta í stöðunni úr því sem komið er.“ Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Gæludýr Refurinn Gústi jr. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Svona hefst Facebook-færsla Dýraþjónustu Reykjavíkur um refinn Gústa Jr. sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu. Ágúst Beinteinn lýsti því í samtali við Vísi í morgun að Matvælastofnun hafi gert tilraun til að innheimta refinn og fara með hann í Húsdýragarðinn sem Ágúst tók ekki til greina. Dýraþjónusta Reykjavíkur, sem sér um Húsdýragarðinn, virðist á sama máli og MAST. Í færslu Dýraþjónustunnar segir að af fréttum að dæma sé refurinn Gústi yrðlingur frá því í vor. Búast megi því við að hann sé enn frekar krúttlegur og þokkalega lyktandi en það muni breytast á næstu mánuðum þegar dýrið verði kynþroska. „Á þeim tímapunkti mun rebbi einnig taka að ókyrrast í haldi. Í ljósi þess að hér er um dýravelferðarmál að ræða hefur Matvælastofnun þegar reynt að ná dýrinu án árangurs. Sá aldursgluggi sem yrðlingurinn hafði til að aðlagast sínu náttúrulega umhverfi hefur nú líklegast til lokast,“ segir í færslunni. Dýraþjónustan leiðir að því líkum að Ágúst muni eflaust gefast upp á sambúðinni við Gústa og það endi á því að refurinn verði aflífaður. „Kannski verður fólk þá búið að missa áhuga á refnum og „lækum“ og „views“ farið að fækka.“ „Í Húsdýragarðinum hefur í gegnum tíðina verið tekið á móti ófáum refum sem fólk hefur tekið til sín sem yrðlinga – þetta eru villt dýr í hremmingum. Þessi dýr eiga í fæstum tilfellum afturkvæmt í náttúruna og það sama gildir líklega um Gústa,“ segir í færslunni. Sé ekki pláss í Húsdýragarðinum megi hins vegar reyna að senda Gústa annað og hafi refir til að mynda verið sendir í dýragarða í Noregi og Svíþjóð, þar sem tegundin eigi sér líka náttúruleg heimkynni þó stofninn sé þar orðinn lítill. „Dýraþjónusta Reykjavíkur skorar því á Ágúst að afhenda refinn til okkar í Húsdýragarðinum og við munum gera okkar besta til að finna honum ásættanlegan samastað. Þetta er það skásta í stöðunni úr því sem komið er.“
Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Gæludýr Refurinn Gústi jr. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira