Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2021 16:05 Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur skorað á Ágúst Beintein að afhenda Húsdýragarðinum refinn Gústa áður en sambúðin verður of erfið. vísir „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ Svona hefst Facebook-færsla Dýraþjónustu Reykjavíkur um refinn Gústa Jr. sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu. Ágúst Beinteinn lýsti því í samtali við Vísi í morgun að Matvælastofnun hafi gert tilraun til að innheimta refinn og fara með hann í Húsdýragarðinn sem Ágúst tók ekki til greina. Dýraþjónusta Reykjavíkur, sem sér um Húsdýragarðinn, virðist á sama máli og MAST. Í færslu Dýraþjónustunnar segir að af fréttum að dæma sé refurinn Gústi yrðlingur frá því í vor. Búast megi því við að hann sé enn frekar krúttlegur og þokkalega lyktandi en það muni breytast á næstu mánuðum þegar dýrið verði kynþroska. „Á þeim tímapunkti mun rebbi einnig taka að ókyrrast í haldi. Í ljósi þess að hér er um dýravelferðarmál að ræða hefur Matvælastofnun þegar reynt að ná dýrinu án árangurs. Sá aldursgluggi sem yrðlingurinn hafði til að aðlagast sínu náttúrulega umhverfi hefur nú líklegast til lokast,“ segir í færslunni. Dýraþjónustan leiðir að því líkum að Ágúst muni eflaust gefast upp á sambúðinni við Gústa og það endi á því að refurinn verði aflífaður. „Kannski verður fólk þá búið að missa áhuga á refnum og „lækum“ og „views“ farið að fækka.“ „Í Húsdýragarðinum hefur í gegnum tíðina verið tekið á móti ófáum refum sem fólk hefur tekið til sín sem yrðlinga – þetta eru villt dýr í hremmingum. Þessi dýr eiga í fæstum tilfellum afturkvæmt í náttúruna og það sama gildir líklega um Gústa,“ segir í færslunni. Sé ekki pláss í Húsdýragarðinum megi hins vegar reyna að senda Gústa annað og hafi refir til að mynda verið sendir í dýragarða í Noregi og Svíþjóð, þar sem tegundin eigi sér líka náttúruleg heimkynni þó stofninn sé þar orðinn lítill. „Dýraþjónusta Reykjavíkur skorar því á Ágúst að afhenda refinn til okkar í Húsdýragarðinum og við munum gera okkar besta til að finna honum ásættanlegan samastað. Þetta er það skásta í stöðunni úr því sem komið er.“ Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Gæludýr Refurinn Gústi jr. Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Svona hefst Facebook-færsla Dýraþjónustu Reykjavíkur um refinn Gústa Jr. sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu. Ágúst Beinteinn lýsti því í samtali við Vísi í morgun að Matvælastofnun hafi gert tilraun til að innheimta refinn og fara með hann í Húsdýragarðinn sem Ágúst tók ekki til greina. Dýraþjónusta Reykjavíkur, sem sér um Húsdýragarðinn, virðist á sama máli og MAST. Í færslu Dýraþjónustunnar segir að af fréttum að dæma sé refurinn Gústi yrðlingur frá því í vor. Búast megi því við að hann sé enn frekar krúttlegur og þokkalega lyktandi en það muni breytast á næstu mánuðum þegar dýrið verði kynþroska. „Á þeim tímapunkti mun rebbi einnig taka að ókyrrast í haldi. Í ljósi þess að hér er um dýravelferðarmál að ræða hefur Matvælastofnun þegar reynt að ná dýrinu án árangurs. Sá aldursgluggi sem yrðlingurinn hafði til að aðlagast sínu náttúrulega umhverfi hefur nú líklegast til lokast,“ segir í færslunni. Dýraþjónustan leiðir að því líkum að Ágúst muni eflaust gefast upp á sambúðinni við Gústa og það endi á því að refurinn verði aflífaður. „Kannski verður fólk þá búið að missa áhuga á refnum og „lækum“ og „views“ farið að fækka.“ „Í Húsdýragarðinum hefur í gegnum tíðina verið tekið á móti ófáum refum sem fólk hefur tekið til sín sem yrðlinga – þetta eru villt dýr í hremmingum. Þessi dýr eiga í fæstum tilfellum afturkvæmt í náttúruna og það sama gildir líklega um Gústa,“ segir í færslunni. Sé ekki pláss í Húsdýragarðinum megi hins vegar reyna að senda Gústa annað og hafi refir til að mynda verið sendir í dýragarða í Noregi og Svíþjóð, þar sem tegundin eigi sér líka náttúruleg heimkynni þó stofninn sé þar orðinn lítill. „Dýraþjónusta Reykjavíkur skorar því á Ágúst að afhenda refinn til okkar í Húsdýragarðinum og við munum gera okkar besta til að finna honum ásættanlegan samastað. Þetta er það skásta í stöðunni úr því sem komið er.“
Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Gæludýr Refurinn Gústi jr. Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira