Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2021 16:05 Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur skorað á Ágúst Beintein að afhenda Húsdýragarðinum refinn Gústa áður en sambúðin verður of erfið. vísir „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ Svona hefst Facebook-færsla Dýraþjónustu Reykjavíkur um refinn Gústa Jr. sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu. Ágúst Beinteinn lýsti því í samtali við Vísi í morgun að Matvælastofnun hafi gert tilraun til að innheimta refinn og fara með hann í Húsdýragarðinn sem Ágúst tók ekki til greina. Dýraþjónusta Reykjavíkur, sem sér um Húsdýragarðinn, virðist á sama máli og MAST. Í færslu Dýraþjónustunnar segir að af fréttum að dæma sé refurinn Gústi yrðlingur frá því í vor. Búast megi því við að hann sé enn frekar krúttlegur og þokkalega lyktandi en það muni breytast á næstu mánuðum þegar dýrið verði kynþroska. „Á þeim tímapunkti mun rebbi einnig taka að ókyrrast í haldi. Í ljósi þess að hér er um dýravelferðarmál að ræða hefur Matvælastofnun þegar reynt að ná dýrinu án árangurs. Sá aldursgluggi sem yrðlingurinn hafði til að aðlagast sínu náttúrulega umhverfi hefur nú líklegast til lokast,“ segir í færslunni. Dýraþjónustan leiðir að því líkum að Ágúst muni eflaust gefast upp á sambúðinni við Gústa og það endi á því að refurinn verði aflífaður. „Kannski verður fólk þá búið að missa áhuga á refnum og „lækum“ og „views“ farið að fækka.“ „Í Húsdýragarðinum hefur í gegnum tíðina verið tekið á móti ófáum refum sem fólk hefur tekið til sín sem yrðlinga – þetta eru villt dýr í hremmingum. Þessi dýr eiga í fæstum tilfellum afturkvæmt í náttúruna og það sama gildir líklega um Gústa,“ segir í færslunni. Sé ekki pláss í Húsdýragarðinum megi hins vegar reyna að senda Gústa annað og hafi refir til að mynda verið sendir í dýragarða í Noregi og Svíþjóð, þar sem tegundin eigi sér líka náttúruleg heimkynni þó stofninn sé þar orðinn lítill. „Dýraþjónusta Reykjavíkur skorar því á Ágúst að afhenda refinn til okkar í Húsdýragarðinum og við munum gera okkar besta til að finna honum ásættanlegan samastað. Þetta er það skásta í stöðunni úr því sem komið er.“ Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Gæludýr Refurinn Gústi jr. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Svona hefst Facebook-færsla Dýraþjónustu Reykjavíkur um refinn Gústa Jr. sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu. Ágúst Beinteinn lýsti því í samtali við Vísi í morgun að Matvælastofnun hafi gert tilraun til að innheimta refinn og fara með hann í Húsdýragarðinn sem Ágúst tók ekki til greina. Dýraþjónusta Reykjavíkur, sem sér um Húsdýragarðinn, virðist á sama máli og MAST. Í færslu Dýraþjónustunnar segir að af fréttum að dæma sé refurinn Gústi yrðlingur frá því í vor. Búast megi því við að hann sé enn frekar krúttlegur og þokkalega lyktandi en það muni breytast á næstu mánuðum þegar dýrið verði kynþroska. „Á þeim tímapunkti mun rebbi einnig taka að ókyrrast í haldi. Í ljósi þess að hér er um dýravelferðarmál að ræða hefur Matvælastofnun þegar reynt að ná dýrinu án árangurs. Sá aldursgluggi sem yrðlingurinn hafði til að aðlagast sínu náttúrulega umhverfi hefur nú líklegast til lokast,“ segir í færslunni. Dýraþjónustan leiðir að því líkum að Ágúst muni eflaust gefast upp á sambúðinni við Gústa og það endi á því að refurinn verði aflífaður. „Kannski verður fólk þá búið að missa áhuga á refnum og „lækum“ og „views“ farið að fækka.“ „Í Húsdýragarðinum hefur í gegnum tíðina verið tekið á móti ófáum refum sem fólk hefur tekið til sín sem yrðlinga – þetta eru villt dýr í hremmingum. Þessi dýr eiga í fæstum tilfellum afturkvæmt í náttúruna og það sama gildir líklega um Gústa,“ segir í færslunni. Sé ekki pláss í Húsdýragarðinum megi hins vegar reyna að senda Gústa annað og hafi refir til að mynda verið sendir í dýragarða í Noregi og Svíþjóð, þar sem tegundin eigi sér líka náttúruleg heimkynni þó stofninn sé þar orðinn lítill. „Dýraþjónusta Reykjavíkur skorar því á Ágúst að afhenda refinn til okkar í Húsdýragarðinum og við munum gera okkar besta til að finna honum ásættanlegan samastað. Þetta er það skásta í stöðunni úr því sem komið er.“
Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Gæludýr Refurinn Gústi jr. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira