Loka þurfti leikskóladeild vegna manneklu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. september 2021 13:24 Loka þurfti heilli deild á Leikskóla Seltjarnarness í morgun vegna manneklu. Vísir/Vilhelm Leikskóladeild á Leikskóla Seltjarnarness var lokað í morgun vegna manneklu. Lokunina má rekja til veikinda starfsmanna. Foreldrar leikskólabarna á Seltjarnarnesi hafa lýst yfir óánægju sinni á Facebook vegna lokunar leikskóladeildar á Leikskóla Seltjarnarness í dag. Foreldrar fengu tölvupóst rétt eftir klukkan átta í morgun og þurftu því einhver börn að snúa aftur heim með foreldrum sínum. Umræða um málið hefur farið fram í Facebook-hópi íbúa á Seltjarnarnesi og hafa einhverjir foreldrar lýst yfir mikilli óánægju. Faðir lýsti því hvernig hann hefði mætt með tveggja ára syni sínum á leikskólann í morgun og tjáð að deildinni hans væri lokað vegna manneklu. Það hefði fengið mjög á drenginn að fá ekki að fara á leikskólann, hann hefði hágrátið og lagt daginn hjá foreldrunum í rúst. Fræðslustjóri segir fátítt að loka þurfi deildum á leikskóla bæjarins vegna manneklu.Vísir/Vilhelm „Fyrirvarinn var bókstaflega enginn og tæplega það, því það var sendur út tölvupóstur klukkan 8:02 í morgun. Er þetta einfaldlega nýi raunveruleikinn sem börn og foreldrar á Seltjarnarnesi þurfa að sætta sig við, svona í kjölfar þess sem hefur gengið á núna í haust?“ segir faðirinn í Facebook-hópnum. Segir fátítt að deildum sé lokað vegna manneklu Í samtali við fréttastofu segir Baldur Pálsson, fræðslustjóri Seltjarnarnesbæjar, að illa hafi gengið að manna stöður á leikskólanum. Leikskólinn hafi þess vegna glímt við einhverja manneklu í haust. Aðspurður segir Baldur að lokun deilda vegna fáliðunar sé afar sjaldgæf en vegna mikilla veikinda hafi þurft að grípa til ráðstöfunarinnar á einni deild í morgun. Um sextán leikskólabörn eru á deildinni. Baldur útilokar þó að veikindin hafi verið Covid-tengd, en að um hafi verið að ræða dæmigerð veikindi sem ganga yfir á haustin. Bygging nýs leikskóla dregist Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi, segir stöðuna bagalega. Fjárveitingar til leikskólans hafa ekki hækkað í samræmi við launavísitölu og bygging nýs leikskóla hafi dregist. Starfsfólk sé langþreytt vegna álags. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Seltjarnarnesi. Vísir/Vilhelm „Fyrst og fremst verður að sýna starfsfólki leikskólans skilning. Þau eru orðin þreytt á því að bíða eftir nýjum leikskóla, þau fá minni pening ár eftir ár og eru orðin þreytt á ástandinu. Nú finnur maður að íbúar eru að verða það líka,“ segir Karl Pétur. Karl Pétur telur að mannekluna megi að einhverju leyti rekja til slæmrar fjárhagsstöðu bæjarins. „Þetta er afleiðing af slæmri fjárhagsstöðu bæjarins. Leitað er leiða til að skera niður á stærstu fjárhagspóstunum. Ég skil gremju starfsmanna leikskólans. Ég skil gremju foreldra. Vandamálið er í grunninn það að bærinn er ekki vel rekinn. Þá koma upp svona vandamál.“ Seltjarnarnes Leikskólar Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Yfir 300 þúsund króna munur á leikskólagjöldum Yfir 300 þúsund króna munur er á leikskólagjöldum á ári fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskóla. Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Niðurstöður úttektarinnar má lesa um hér að neðan. 14. janúar 2021 15:20 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Foreldrar leikskólabarna á Seltjarnarnesi hafa lýst yfir óánægju sinni á Facebook vegna lokunar leikskóladeildar á Leikskóla Seltjarnarness í dag. Foreldrar fengu tölvupóst rétt eftir klukkan átta í morgun og þurftu því einhver börn að snúa aftur heim með foreldrum sínum. Umræða um málið hefur farið fram í Facebook-hópi íbúa á Seltjarnarnesi og hafa einhverjir foreldrar lýst yfir mikilli óánægju. Faðir lýsti því hvernig hann hefði mætt með tveggja ára syni sínum á leikskólann í morgun og tjáð að deildinni hans væri lokað vegna manneklu. Það hefði fengið mjög á drenginn að fá ekki að fara á leikskólann, hann hefði hágrátið og lagt daginn hjá foreldrunum í rúst. Fræðslustjóri segir fátítt að loka þurfi deildum á leikskóla bæjarins vegna manneklu.Vísir/Vilhelm „Fyrirvarinn var bókstaflega enginn og tæplega það, því það var sendur út tölvupóstur klukkan 8:02 í morgun. Er þetta einfaldlega nýi raunveruleikinn sem börn og foreldrar á Seltjarnarnesi þurfa að sætta sig við, svona í kjölfar þess sem hefur gengið á núna í haust?“ segir faðirinn í Facebook-hópnum. Segir fátítt að deildum sé lokað vegna manneklu Í samtali við fréttastofu segir Baldur Pálsson, fræðslustjóri Seltjarnarnesbæjar, að illa hafi gengið að manna stöður á leikskólanum. Leikskólinn hafi þess vegna glímt við einhverja manneklu í haust. Aðspurður segir Baldur að lokun deilda vegna fáliðunar sé afar sjaldgæf en vegna mikilla veikinda hafi þurft að grípa til ráðstöfunarinnar á einni deild í morgun. Um sextán leikskólabörn eru á deildinni. Baldur útilokar þó að veikindin hafi verið Covid-tengd, en að um hafi verið að ræða dæmigerð veikindi sem ganga yfir á haustin. Bygging nýs leikskóla dregist Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi, segir stöðuna bagalega. Fjárveitingar til leikskólans hafa ekki hækkað í samræmi við launavísitölu og bygging nýs leikskóla hafi dregist. Starfsfólk sé langþreytt vegna álags. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Seltjarnarnesi. Vísir/Vilhelm „Fyrst og fremst verður að sýna starfsfólki leikskólans skilning. Þau eru orðin þreytt á því að bíða eftir nýjum leikskóla, þau fá minni pening ár eftir ár og eru orðin þreytt á ástandinu. Nú finnur maður að íbúar eru að verða það líka,“ segir Karl Pétur. Karl Pétur telur að mannekluna megi að einhverju leyti rekja til slæmrar fjárhagsstöðu bæjarins. „Þetta er afleiðing af slæmri fjárhagsstöðu bæjarins. Leitað er leiða til að skera niður á stærstu fjárhagspóstunum. Ég skil gremju starfsmanna leikskólans. Ég skil gremju foreldra. Vandamálið er í grunninn það að bærinn er ekki vel rekinn. Þá koma upp svona vandamál.“
Seltjarnarnes Leikskólar Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Yfir 300 þúsund króna munur á leikskólagjöldum Yfir 300 þúsund króna munur er á leikskólagjöldum á ári fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskóla. Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Niðurstöður úttektarinnar má lesa um hér að neðan. 14. janúar 2021 15:20 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Yfir 300 þúsund króna munur á leikskólagjöldum Yfir 300 þúsund króna munur er á leikskólagjöldum á ári fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskóla. Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Niðurstöður úttektarinnar má lesa um hér að neðan. 14. janúar 2021 15:20