Ósáttur með hversu illa hefur gengið að koma liðinu á stórmót og vill reyna breyta því Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2021 20:00 Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands, býst við erfiðum leikjum. Vísir/Bára Dröfn Arnar Pétursson - þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta - segir muninn á árangri karla og kvenna landsliða Íslands of mikinn. Hann vill breyta því á komandi árum en Arnar er samningsbundinn HSÍ næstu þrjú árin. Íslenska kvennalandsliðið mætir Svíþjóð í Stokkhólmi 7. október og Serbíu á Ásvöllum þremur dögum síðar. Arnar hefur skýr markmið í þeirri vinnu sem framundan er. „Það sem ég vill sjá og fá út úr þessum leikjum er að við getum tekið út úr þessu mjög góða kafla sem við getum síðan byggt ofan á áfram. Við þurfum aðeins að horfa til langstíma og þessir leikir verða kannski partur af því lærdómsferli sem við þurfum að fara í gegnum og við þurfum þá af því að læra af því og geta byggt ofan á því,“ sagði Arnar í viðtali við Stöð 2 Sport og Vísi. Óeðlilegur munur á milli liðanna „Við viljum gera það. Við viljum sjá breytingar og stíga skref fram á við. Okkur finnst við hafa verið of langt á eftir kvennamegin, það er ekkert leyndarmál. Ég get bara sagt það eins og það er.“ „Mér finnst mjög óeðlilegt að við séum – það er kvennaliðið – sé búið að fara á þrjú stórmót frá aldamótum á meðan strákarnir eru að fara á sitt 25. stórmót. Það þarf ekki að vera þessi munur og það er eitthvað óeðlilegt við þetta. Ég vil reyna breyta því, ég held að við og HSÍ séum að reyna stíga skref í þá átt.“ Getur „æfingakúltur“ á Íslandi spili sinn þátt í því? „Örugglega að einhverju leyti gerir það, þurfum kannski að vera hreinskilin með það. Fyrsta skrefið er kannski að átta sig á hvaða stað við erum, ef við erum að horfa á boltann eins og hann er að þróast í Evrópu þá höfum við á undanförnum árum verið að dragast aftur úr. Þetta er samspil ýmissa þátta. Getum gert betur í tækni og líkamlega þættinum. Þá erum við að horfa á styrk, snerpu og hraða. Það liggur eflaust að stórum hluta í þeim kúltúr sem við höfum verið að byggja upp og við þurfum bara að breyta honum.“ Klippa: Arnar telur komandi leiki vera hluti af lærdómsferli landsliðsins Um viðbótina í þjálfarateymið Arnari hefur boðist liðsstyrkur en ásamt Ágústi Jóhannssyni, aðstoðarþjálfara, koma hinar þrautreyndu Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir inn í teymið. „Ég er gríðarlega ánægður með að okkur skyldi hafa tekist að tala þær inn á þetta. Þær eru miklir sigurvegarar, sennilega fáar íþróttakonur hér heima sem hafa unnið jafn mikið og þær. Þær hafa tekið þátt í þessum þremur stórmótum sem liðið hefur unnið sér keppnisrétt á þessari öld og eru miklir karakterar og sigurvegarar. Það er frábært fyrir okkur að fá þær inn í teymið og frábært fyrir þær ungur stelpur sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í hópinn hjá okkur að hafa þær sem leiðbeinendur og fyrirmyndir. Ég fagna því bara að hafa náð þeim inn,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands, að lokum. Hrafnhildur Ósk og Anna Úrsúla hafa unnið fleiri titla á ferlinum en eðlilegt er talið. Þær munu nú miðla reynslu sinni til leikmanna íslenska landsliðsins.Vísir/Sigurjón Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið mætir Svíþjóð í Stokkhólmi 7. október og Serbíu á Ásvöllum þremur dögum síðar. Arnar hefur skýr markmið í þeirri vinnu sem framundan er. „Það sem ég vill sjá og fá út úr þessum leikjum er að við getum tekið út úr þessu mjög góða kafla sem við getum síðan byggt ofan á áfram. Við þurfum aðeins að horfa til langstíma og þessir leikir verða kannski partur af því lærdómsferli sem við þurfum að fara í gegnum og við þurfum þá af því að læra af því og geta byggt ofan á því,“ sagði Arnar í viðtali við Stöð 2 Sport og Vísi. Óeðlilegur munur á milli liðanna „Við viljum gera það. Við viljum sjá breytingar og stíga skref fram á við. Okkur finnst við hafa verið of langt á eftir kvennamegin, það er ekkert leyndarmál. Ég get bara sagt það eins og það er.“ „Mér finnst mjög óeðlilegt að við séum – það er kvennaliðið – sé búið að fara á þrjú stórmót frá aldamótum á meðan strákarnir eru að fara á sitt 25. stórmót. Það þarf ekki að vera þessi munur og það er eitthvað óeðlilegt við þetta. Ég vil reyna breyta því, ég held að við og HSÍ séum að reyna stíga skref í þá átt.“ Getur „æfingakúltur“ á Íslandi spili sinn þátt í því? „Örugglega að einhverju leyti gerir það, þurfum kannski að vera hreinskilin með það. Fyrsta skrefið er kannski að átta sig á hvaða stað við erum, ef við erum að horfa á boltann eins og hann er að þróast í Evrópu þá höfum við á undanförnum árum verið að dragast aftur úr. Þetta er samspil ýmissa þátta. Getum gert betur í tækni og líkamlega þættinum. Þá erum við að horfa á styrk, snerpu og hraða. Það liggur eflaust að stórum hluta í þeim kúltúr sem við höfum verið að byggja upp og við þurfum bara að breyta honum.“ Klippa: Arnar telur komandi leiki vera hluti af lærdómsferli landsliðsins Um viðbótina í þjálfarateymið Arnari hefur boðist liðsstyrkur en ásamt Ágústi Jóhannssyni, aðstoðarþjálfara, koma hinar þrautreyndu Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir inn í teymið. „Ég er gríðarlega ánægður með að okkur skyldi hafa tekist að tala þær inn á þetta. Þær eru miklir sigurvegarar, sennilega fáar íþróttakonur hér heima sem hafa unnið jafn mikið og þær. Þær hafa tekið þátt í þessum þremur stórmótum sem liðið hefur unnið sér keppnisrétt á þessari öld og eru miklir karakterar og sigurvegarar. Það er frábært fyrir okkur að fá þær inn í teymið og frábært fyrir þær ungur stelpur sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í hópinn hjá okkur að hafa þær sem leiðbeinendur og fyrirmyndir. Ég fagna því bara að hafa náð þeim inn,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands, að lokum. Hrafnhildur Ósk og Anna Úrsúla hafa unnið fleiri titla á ferlinum en eðlilegt er talið. Þær munu nú miðla reynslu sinni til leikmanna íslenska landsliðsins.Vísir/Sigurjón
Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira