Kosningar á 21. öldinni Jón Gunnarsson skrifar 27. september 2021 18:30 Ég hef lengi beðið þess dags að ég fengi að kjósa til Alþingis í fyrsta skipti. Um helgina varð það að veruleika. Það skiptir ótrúlega miklu máli að taka þátt í þessari lýðræðisveislu vilji maður hafa áhrif á framtíð og velferð samfélagsins. Eins og sjá má á úrslitum helgarinnar skiptir hvert einasta atkvæði máli, bókstaflega. Í kjölfar kosninganna hafa réttilega komið upp alls kyns deilumál vegna trúverðugleika þeirra. Endurtalning í norðvestur kjördæmi varð til þess að margir sem lýstir höfðu verið þingmenn viku fyrir öðrum, sem ekki höfðu náð inn samkvæmt því sem lýst höfðu verið úrslit. Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvort aðrar endurtalningar gætu leitt til hins sama. Þegar maður rýnir dýpra í úrslit og framkvæmd kosninganna kemur í ljós að það er ótrúlega mörgu ábótavant. Breyting kosningakerfis Í fyrsta lagi furða ég mig á því að á 21. öldinni sé ekki hægt að halda kosningar með öruggara móti sem gefur 100% rétt úrslit. Með allri þeirri tækni sem er til staðar skyldi maður ætla að koma mætti upp öruggu rafrænu kerfi sem heldur utan um kosningarnar. Rétt útfærsla á að geta tryggt að niðurstöður liggi fyrir um leið og kjörtíma lýkur. Spara mætti mikla vinnu og tíma þeirra sem telja atkvæði. Niðurstöðurnar væru líka skotheldar og engin mannleg mistök gætu skekkt niðurstöður kosninganna. Það á líka að vera óþarfi að fara á kjörstað, kjósendur ættu a.m.k. að eiga val um að kjósa rafrænt þaðan sem þeir eru staddir.Kjörsókn myndi aukast og niðurstöðurnar því endurspegla vilja þjóðarinnar betur. Kostnaðurinn við uppsetningu slíks kerfis ætti að vera talsvert minni en er af núverandi kerfi. Það væri líka jákvætt fyrir umhverfið að kjósendur þurfi ekki að ferðast á kjörstað og kjörkassar langa leið á talningarstað. Fyrir utan það væri útprentun tuga eða hundraða þúsunda asnalega stórra kjörseðla óþörf. Jón, séra Jón og suðvestur Jón Í öðru lagi finnst mér mjög undarlegt að atkvæði allra séu ekki jöfn hvar sem þeir búa á landinu. Ég er svo „óheppinn“ að búa í suðvestur-kjördæmi og atkvæði mitt og 73.728 annara gildir því minnst allra á landinu. Í hvaða heimi er það réttlátt að atkvæði allra séu ekki jöfn? Fyrir rétt tæpu ári lögðu þingmenn Viðreisnar fram frumvarp um jöfnun atkvæðavægis. Frumvarpið var fellt af ríkisstjórninni sem taldi tímasetninguna á frumvarpinu ekki vera rétta. Það kom ekki á óvart að ríkisstjórnin felldi frumvarpið þar sem tveir flokka hennar hafa grætt á þessu ójafnvægi á kostnað annarra flokka. Í kosningunum 2013 og 2017 fékk Framsóknarflokkurinn auka þingmann vegna þessarar skekkju og 2016 var það Sjálfstæðisflokkurinn sem fékk auka þingmann vegna skekkjunnar. Er tíminn til þess að auka lýðræði og sanngirni einhvern tímann rangur? Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn í 26 af síðustu 30 árum og Framsókn í 20 ár af síðustu 30. Miðað við úrslit nýafstaðinnakosninga er ekki að sjá að breyting verði þar á. Eru líkur á því að réttsýni þeirra á lýðræðisást aukist þegar þeir hafa hag af óbreyttu kerfi? Höfundur er verkfræðinemi og frambjóðandi í 18. sæti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef lengi beðið þess dags að ég fengi að kjósa til Alþingis í fyrsta skipti. Um helgina varð það að veruleika. Það skiptir ótrúlega miklu máli að taka þátt í þessari lýðræðisveislu vilji maður hafa áhrif á framtíð og velferð samfélagsins. Eins og sjá má á úrslitum helgarinnar skiptir hvert einasta atkvæði máli, bókstaflega. Í kjölfar kosninganna hafa réttilega komið upp alls kyns deilumál vegna trúverðugleika þeirra. Endurtalning í norðvestur kjördæmi varð til þess að margir sem lýstir höfðu verið þingmenn viku fyrir öðrum, sem ekki höfðu náð inn samkvæmt því sem lýst höfðu verið úrslit. Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvort aðrar endurtalningar gætu leitt til hins sama. Þegar maður rýnir dýpra í úrslit og framkvæmd kosninganna kemur í ljós að það er ótrúlega mörgu ábótavant. Breyting kosningakerfis Í fyrsta lagi furða ég mig á því að á 21. öldinni sé ekki hægt að halda kosningar með öruggara móti sem gefur 100% rétt úrslit. Með allri þeirri tækni sem er til staðar skyldi maður ætla að koma mætti upp öruggu rafrænu kerfi sem heldur utan um kosningarnar. Rétt útfærsla á að geta tryggt að niðurstöður liggi fyrir um leið og kjörtíma lýkur. Spara mætti mikla vinnu og tíma þeirra sem telja atkvæði. Niðurstöðurnar væru líka skotheldar og engin mannleg mistök gætu skekkt niðurstöður kosninganna. Það á líka að vera óþarfi að fara á kjörstað, kjósendur ættu a.m.k. að eiga val um að kjósa rafrænt þaðan sem þeir eru staddir.Kjörsókn myndi aukast og niðurstöðurnar því endurspegla vilja þjóðarinnar betur. Kostnaðurinn við uppsetningu slíks kerfis ætti að vera talsvert minni en er af núverandi kerfi. Það væri líka jákvætt fyrir umhverfið að kjósendur þurfi ekki að ferðast á kjörstað og kjörkassar langa leið á talningarstað. Fyrir utan það væri útprentun tuga eða hundraða þúsunda asnalega stórra kjörseðla óþörf. Jón, séra Jón og suðvestur Jón Í öðru lagi finnst mér mjög undarlegt að atkvæði allra séu ekki jöfn hvar sem þeir búa á landinu. Ég er svo „óheppinn“ að búa í suðvestur-kjördæmi og atkvæði mitt og 73.728 annara gildir því minnst allra á landinu. Í hvaða heimi er það réttlátt að atkvæði allra séu ekki jöfn? Fyrir rétt tæpu ári lögðu þingmenn Viðreisnar fram frumvarp um jöfnun atkvæðavægis. Frumvarpið var fellt af ríkisstjórninni sem taldi tímasetninguna á frumvarpinu ekki vera rétta. Það kom ekki á óvart að ríkisstjórnin felldi frumvarpið þar sem tveir flokka hennar hafa grætt á þessu ójafnvægi á kostnað annarra flokka. Í kosningunum 2013 og 2017 fékk Framsóknarflokkurinn auka þingmann vegna þessarar skekkju og 2016 var það Sjálfstæðisflokkurinn sem fékk auka þingmann vegna skekkjunnar. Er tíminn til þess að auka lýðræði og sanngirni einhvern tímann rangur? Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn í 26 af síðustu 30 árum og Framsókn í 20 ár af síðustu 30. Miðað við úrslit nýafstaðinnakosninga er ekki að sjá að breyting verði þar á. Eru líkur á því að réttsýni þeirra á lýðræðisást aukist þegar þeir hafa hag af óbreyttu kerfi? Höfundur er verkfræðinemi og frambjóðandi í 18. sæti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun