Ásmundur fyrsti þingmaður Framsóknar í Reykjavík norður síðan 2013 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2021 04:53 Ásmundur segist hæstánægður með gengi flokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, barna- og félagsmálaráðherra, er fysti Framsóknarmaðurinn sem kemst á þing í Reykjavíkurkjördæmi norður síðan árið 2013. Ásmundur segist hæstánægður með framgang flokksins í kosningunum. „Ég er ótrúlega ánægður með þessa niðurstöðu. Það hefur ekki verið þingmaður í Reykjavík norður fyrir Framsókn síðan 2013 þannig að ég vissi að þetta yrði erfitt en var allan tíman sannfærður um að þegar við færum að segja frá því sem við höfum gert og því sem okkur langar til að gera og halda áfram á sömu braut og við höfum verið á myndi það hljóta brautargengi og falla í góðan jarðveg í höfuðborginni,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu en hann var á leiðinni heim til sín þegar fréttamaður náði af honum tali. Hann segist þakklátur fyrir það traust sem honum sé sýnt. „Fyrir það er ég þakkátur og tek það sem merki um það að það sé mikill, ríkur vilji að við förum í þá breyttu hugsun sem við vorum að boða í okkar kosningabaráttu og byggir á sama grunni og við höfum verið að byggja á í málefnum barna. Ég held að það sé það sem ég tek með mér í þessu,“ segir Ásmundur. Mikla athygli vakti í kvöld að mikill fjöldi ungs fólks var á kosningavöku Framsóknar á Granda. Það er talsverð breyting miðað við fyrri ár og sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, að ný kynslóð sé komin inn í flokkinn. Ásmundur tekur undir þetta. „Við erum að fá mikið af öflugu og ungu fólki í framboð með okkur og líka þau mál sem við höfum verið að vinna að, bæði í félagsmálaráðuneytinu og menntamálaráðuneytinu eru mál sem snúa mikið að ungu fólki og barnafjölskyldum,“ segir Ásmundur. „Við höfum fundið aukinn og vaxandi hljómgrunn fyrir okkar áherslum. Það held ég að sé að skila sér og ótrúlega mikil orka, gleði og jákvæðni sem hefur verið í öllu fólki sem hefur komið að þessu undanfarnar vikur og mánuði. Við bara sjáum að það er að koma ný kynslóð inn og það er bara gaman að fá að taka þátt í því og vera hluti af því.“ Eins og staðan er núna er núverandi ríkisstjórn með 38 þingmenn. Aðspurður hvort Framsóknarflokkurinn muni sækjast eftir forsætisráðuneytinu segir Ásmundur að ekkert slíkt muni ráðast í nótt. „Er ekki bara best að leyfa þessari nótt að líða? Ég er búinn að sofa ótrúlega lítið síðustu daga og vikur og ég ætla að reyna að ná heim til mín og ná átta tíma svefni og leyfa mér að njóta þess að hafa náð þessu ætlunarverki svo tekur morgundagurinn við og heimurinn hrynur ekki þó þessi mál verði ekki leyst á kosninganóttinni.“ Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
„Ég er ótrúlega ánægður með þessa niðurstöðu. Það hefur ekki verið þingmaður í Reykjavík norður fyrir Framsókn síðan 2013 þannig að ég vissi að þetta yrði erfitt en var allan tíman sannfærður um að þegar við færum að segja frá því sem við höfum gert og því sem okkur langar til að gera og halda áfram á sömu braut og við höfum verið á myndi það hljóta brautargengi og falla í góðan jarðveg í höfuðborginni,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu en hann var á leiðinni heim til sín þegar fréttamaður náði af honum tali. Hann segist þakklátur fyrir það traust sem honum sé sýnt. „Fyrir það er ég þakkátur og tek það sem merki um það að það sé mikill, ríkur vilji að við förum í þá breyttu hugsun sem við vorum að boða í okkar kosningabaráttu og byggir á sama grunni og við höfum verið að byggja á í málefnum barna. Ég held að það sé það sem ég tek með mér í þessu,“ segir Ásmundur. Mikla athygli vakti í kvöld að mikill fjöldi ungs fólks var á kosningavöku Framsóknar á Granda. Það er talsverð breyting miðað við fyrri ár og sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, að ný kynslóð sé komin inn í flokkinn. Ásmundur tekur undir þetta. „Við erum að fá mikið af öflugu og ungu fólki í framboð með okkur og líka þau mál sem við höfum verið að vinna að, bæði í félagsmálaráðuneytinu og menntamálaráðuneytinu eru mál sem snúa mikið að ungu fólki og barnafjölskyldum,“ segir Ásmundur. „Við höfum fundið aukinn og vaxandi hljómgrunn fyrir okkar áherslum. Það held ég að sé að skila sér og ótrúlega mikil orka, gleði og jákvæðni sem hefur verið í öllu fólki sem hefur komið að þessu undanfarnar vikur og mánuði. Við bara sjáum að það er að koma ný kynslóð inn og það er bara gaman að fá að taka þátt í því og vera hluti af því.“ Eins og staðan er núna er núverandi ríkisstjórn með 38 þingmenn. Aðspurður hvort Framsóknarflokkurinn muni sækjast eftir forsætisráðuneytinu segir Ásmundur að ekkert slíkt muni ráðast í nótt. „Er ekki bara best að leyfa þessari nótt að líða? Ég er búinn að sofa ótrúlega lítið síðustu daga og vikur og ég ætla að reyna að ná heim til mín og ná átta tíma svefni og leyfa mér að njóta þess að hafa náð þessu ætlunarverki svo tekur morgundagurinn við og heimurinn hrynur ekki þó þessi mál verði ekki leyst á kosninganóttinni.“
Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira