Ekki verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi Eiður Þór Árnason skrifar 26. september 2021 00:36 Séð yfir Vík í Mýrdal í Mýrdalshreppi. Vísir/EINAR Ekkert verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi eftir að Ásahreppur kolfelldi tillögu um að sameinast Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. Kosið var um sameiningu sveitarfélaganna samhliða Alþingiskosningunum í dag. Tillagan var samþykkt í hinum sveitarfélögunum, alla jafna með naumum meirihluta. Í Ásahreppi var tillögunni hafnað með 78,7% greiddra atkvæða, 27 með og 107 á móti. Á kjörsókn voru 136 og kjörsókn 85,5%. Í Skaftárhreppi var tillagan samþykkt með 74,8% atkvæða, 202 með og 68 á móti. Á kjörskrá voru 370 og kjörsókn 75%. Íbúar í Rangárþingi ytra samþykktu sameiningu með 51% atkvæða, 453 með og 435 á móti. Á kjörskrá voru 1.247 og kjörsókn 73%. Úrslit í Mýrdalshreppi voru á þá leið að tillagan var samþykkt með 52% atkvæða, 133 með og 122 á móti. Á kjörskrá voru 370 og var kjörsókn 70,81%. Tillagan var samþykkt í Rangárþingi eystra með 52% atkvæða, 498 með og 455 á móti. 1.306 voru á kjörskrá og var kjörsókn 74,8%. Ætla ekki að nýta heimild til að sameina sveitarfélögin fjögur Sveitarstjórnirnar fimm höfðu gefið það út fyrir kosningar að heimild til að sameina þau sveitarfélög þar sem sameining er samþykkt þótt henni sé hafnað í einhverju sveitarfélaganna sem tillagan varðar verði ekki nýtt. Verður því ekki af sameiningu á Suðurlandi. Sveitarstjórnirnar skipuðu verkefnahóp í apríl árið 2020 til að kanna hvaða áhrif sameiningin myndi hafa á rekstur og þjónustu sveitarfélaganna. Í kjölfar viðræðna var ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um sameiningartillögu. Voru viðræðurnar unnar í samræmi við stefnu Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaganna þar sem aukin áhersla er lögð á sameiningu smærri sveitarfélaga. Sveitarstjórnarmál Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Tengdar fréttir Ekki verður af sameiningu á Suðurlandi Ekkert verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi eftir að Ásahreppur kolfelldi tillögu um að sameinast Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. 26. september 2021 00:36 „Sveitarfélagið Suðurland“ – nýtt sveitarfélag á Suðurlandi? Á Suðurlandi er nú verið að kanna kosti og galla sameiningar fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu. Hópurinn, sem er skipaður fulltrúum allra sveitarfélaganna kallar sig "Sveitarfélagið Suðurland" en það gæti hugsanlega verið eitt af nöfnunum, sem kosið yrði um ef samþykkt verður að sameina sveitarfélögin. 17. október 2020 12:31 Kanna sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi Verkefnið hefur hlotið nafnið „Sveitarfélagið Suðurland“. 15. apríl 2020 14:14 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Kosið var um sameiningu sveitarfélaganna samhliða Alþingiskosningunum í dag. Tillagan var samþykkt í hinum sveitarfélögunum, alla jafna með naumum meirihluta. Í Ásahreppi var tillögunni hafnað með 78,7% greiddra atkvæða, 27 með og 107 á móti. Á kjörsókn voru 136 og kjörsókn 85,5%. Í Skaftárhreppi var tillagan samþykkt með 74,8% atkvæða, 202 með og 68 á móti. Á kjörskrá voru 370 og kjörsókn 75%. Íbúar í Rangárþingi ytra samþykktu sameiningu með 51% atkvæða, 453 með og 435 á móti. Á kjörskrá voru 1.247 og kjörsókn 73%. Úrslit í Mýrdalshreppi voru á þá leið að tillagan var samþykkt með 52% atkvæða, 133 með og 122 á móti. Á kjörskrá voru 370 og var kjörsókn 70,81%. Tillagan var samþykkt í Rangárþingi eystra með 52% atkvæða, 498 með og 455 á móti. 1.306 voru á kjörskrá og var kjörsókn 74,8%. Ætla ekki að nýta heimild til að sameina sveitarfélögin fjögur Sveitarstjórnirnar fimm höfðu gefið það út fyrir kosningar að heimild til að sameina þau sveitarfélög þar sem sameining er samþykkt þótt henni sé hafnað í einhverju sveitarfélaganna sem tillagan varðar verði ekki nýtt. Verður því ekki af sameiningu á Suðurlandi. Sveitarstjórnirnar skipuðu verkefnahóp í apríl árið 2020 til að kanna hvaða áhrif sameiningin myndi hafa á rekstur og þjónustu sveitarfélaganna. Í kjölfar viðræðna var ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um sameiningartillögu. Voru viðræðurnar unnar í samræmi við stefnu Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaganna þar sem aukin áhersla er lögð á sameiningu smærri sveitarfélaga.
Sveitarstjórnarmál Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Tengdar fréttir Ekki verður af sameiningu á Suðurlandi Ekkert verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi eftir að Ásahreppur kolfelldi tillögu um að sameinast Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. 26. september 2021 00:36 „Sveitarfélagið Suðurland“ – nýtt sveitarfélag á Suðurlandi? Á Suðurlandi er nú verið að kanna kosti og galla sameiningar fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu. Hópurinn, sem er skipaður fulltrúum allra sveitarfélaganna kallar sig "Sveitarfélagið Suðurland" en það gæti hugsanlega verið eitt af nöfnunum, sem kosið yrði um ef samþykkt verður að sameina sveitarfélögin. 17. október 2020 12:31 Kanna sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi Verkefnið hefur hlotið nafnið „Sveitarfélagið Suðurland“. 15. apríl 2020 14:14 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Ekki verður af sameiningu á Suðurlandi Ekkert verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi eftir að Ásahreppur kolfelldi tillögu um að sameinast Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. 26. september 2021 00:36
„Sveitarfélagið Suðurland“ – nýtt sveitarfélag á Suðurlandi? Á Suðurlandi er nú verið að kanna kosti og galla sameiningar fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu. Hópurinn, sem er skipaður fulltrúum allra sveitarfélaganna kallar sig "Sveitarfélagið Suðurland" en það gæti hugsanlega verið eitt af nöfnunum, sem kosið yrði um ef samþykkt verður að sameina sveitarfélögin. 17. október 2020 12:31
Kanna sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi Verkefnið hefur hlotið nafnið „Sveitarfélagið Suðurland“. 15. apríl 2020 14:14