„Ljótt að plata“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2021 23:02 Sigurður Ingi og Þorgerður Katrín tókust á í kvöld. Vísir/Vilhelm „Ég skil sífellt minna í því sem Þorgerður Katrín segir þegar hún byrjar að tala um þennan gengisstöðugleika,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í sjónvarpssal í kvöld. Skömmu síðar sakaði hann Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, formann Viðreisnar, um að „plata.“ Þar vísaði Sigurður Ingi til stefnu Viðreisnar um að festa gengi krónunnar við Evru. Seðlabankastjóri hefur sagt hugmyndir um slíkt vanhugsaðar að einhverju leyti og að slík aðgerð gæti kallað á hærri stýrivexti. Í leiðtogaumræðum Ríkissjónvarpsins í kvöld var öllum fulltrúum flokkanna gefið færi á að spyrja einn mótframbjóðenda sinna spurningar að eigin vali. Sigurður Ingi ákvað að beina sinni spurningu til Þorgerðar Katrínar, með nokkrum inngangi. „Við vitum öll, og hún veit það, þrátt fyrir að hún tali ekki þannig, að vextir innan Evrópu eru mjög ólíkir. Hún veit alveg að vextir á húsnæðislán eru líka hærri heldur en hún er að tala um,“ sagði Sigurður Ingi. Því næst vísaði hann til staðreyndavaktar Kjarnans, sem sagði í dag að Þorgerður Katrín hefði sett fram hálfsannleik þegar hún sagði mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja gengi krónunnar við Evruna. „Staðreyndin er sú að allt það sem þarf að gerast getum við gert sjálf, en hún er eiginlega að kalla eftir því að Evrópa dragi það yfir okkur.“ Þegar þarna var komið við sögu þótti þáttastjórnendum Sigurður Ingi orðinn heldur langorður í inngangi sínum, og kröfðu hann um að bera upp spurninguna, sem ekki stóð á: „Spurningin er því þessi: Er Viðreisn og Þorgerður Katrín sammála seðlabankastjóranum og er ekki bara ljótt að plata fólk?“ Gagnrýndi „íslenska sérhyggju“ Þorgerður Katrín játti því að það væri einmitt ljótt að plata fólk og sagði að þess vegna skipti máli að fólk fengi heildarmyndina um það að „skyndiloforðaflaumur, eins og til dæmis Framsóknarflokksins í gegnum tíðina,“ fengi fólk alltaf í bakið. „Einhverjar launahækkanir sem er lofað í dag, fólk missir þær daginn eftir af því að gengið fer af stað. Ég tek undir með seðlabankastjóra, því hann er að leggja áherslu á það sem við höfum verið að segja. Það vantar aga í ríkisfjármálin, það vantar aga á vinnumarkaði og við þurfum að tengja okkur stærra svæði.“ Þorgerður Katrín spurði þá Sigurð Inga á móti hvers vegna önnur lögmál ættu að gilda hér á landi en í Evrópu og hvers vegna þörf væri á „íslenskri sérhyggju.“ „Af hverju getum við ekki farið eins og Norðurlöndin og eins og Evrópa, og tryggt hér gengisstöðugleika?“ spurði Þorgerður Katrín. Á þessum tímapunkti töluðu þau Sigurður Ingi og Þorgerður Katrín ofan í hvort annað, en sú síðarnefnda fékk orðið að lokum. „Meira að segja Færeyingar, sem eru tengdir við Evruna, hafa tryggt gengisstöðugleika. Ég var einmitt að lesa grein um ferðaþjónustuna þar sem þeir fagna því að þeir eru með gengisstöðugleika og fyrirsjáanleika fram í tímann. Það er það sem íslenskar útflutningsgreinar eru að kalla eftir. Eigum við ekki að fara aðeins og sækja fram? Ekki þessa kyrrstöðu,“ sagði Þorgerður Katrín þá. Sigurði Inga lét sér þó fátt um finnast við þessi svör, og skaut einfaldlega inn í: „Ljótt að plata.“ Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Allir flokkarnir vilja kynjafræði kennda í skólum Síðustu leiðtogaumræður fyrir Alþingiskosningar fóru fram í kvöld þar sem leiðtogar allra þeirra flokka, sem bjóða fram á öllu landinu, komu saman og deildu um stærstu kosningamálin. 24. september 2021 22:01 Lakkrískjóll Katrínar vekur athygli netverja Kjóllinn sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra klæddist í leiðtogaumræðum á Ríkissjónvarpinu nú í kvöld, þar sem fulltrúar flokkanna sem bjóða fram til Alþingis mætast, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. 24. september 2021 20:21 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Þar vísaði Sigurður Ingi til stefnu Viðreisnar um að festa gengi krónunnar við Evru. Seðlabankastjóri hefur sagt hugmyndir um slíkt vanhugsaðar að einhverju leyti og að slík aðgerð gæti kallað á hærri stýrivexti. Í leiðtogaumræðum Ríkissjónvarpsins í kvöld var öllum fulltrúum flokkanna gefið færi á að spyrja einn mótframbjóðenda sinna spurningar að eigin vali. Sigurður Ingi ákvað að beina sinni spurningu til Þorgerðar Katrínar, með nokkrum inngangi. „Við vitum öll, og hún veit það, þrátt fyrir að hún tali ekki þannig, að vextir innan Evrópu eru mjög ólíkir. Hún veit alveg að vextir á húsnæðislán eru líka hærri heldur en hún er að tala um,“ sagði Sigurður Ingi. Því næst vísaði hann til staðreyndavaktar Kjarnans, sem sagði í dag að Þorgerður Katrín hefði sett fram hálfsannleik þegar hún sagði mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja gengi krónunnar við Evruna. „Staðreyndin er sú að allt það sem þarf að gerast getum við gert sjálf, en hún er eiginlega að kalla eftir því að Evrópa dragi það yfir okkur.“ Þegar þarna var komið við sögu þótti þáttastjórnendum Sigurður Ingi orðinn heldur langorður í inngangi sínum, og kröfðu hann um að bera upp spurninguna, sem ekki stóð á: „Spurningin er því þessi: Er Viðreisn og Þorgerður Katrín sammála seðlabankastjóranum og er ekki bara ljótt að plata fólk?“ Gagnrýndi „íslenska sérhyggju“ Þorgerður Katrín játti því að það væri einmitt ljótt að plata fólk og sagði að þess vegna skipti máli að fólk fengi heildarmyndina um það að „skyndiloforðaflaumur, eins og til dæmis Framsóknarflokksins í gegnum tíðina,“ fengi fólk alltaf í bakið. „Einhverjar launahækkanir sem er lofað í dag, fólk missir þær daginn eftir af því að gengið fer af stað. Ég tek undir með seðlabankastjóra, því hann er að leggja áherslu á það sem við höfum verið að segja. Það vantar aga í ríkisfjármálin, það vantar aga á vinnumarkaði og við þurfum að tengja okkur stærra svæði.“ Þorgerður Katrín spurði þá Sigurð Inga á móti hvers vegna önnur lögmál ættu að gilda hér á landi en í Evrópu og hvers vegna þörf væri á „íslenskri sérhyggju.“ „Af hverju getum við ekki farið eins og Norðurlöndin og eins og Evrópa, og tryggt hér gengisstöðugleika?“ spurði Þorgerður Katrín. Á þessum tímapunkti töluðu þau Sigurður Ingi og Þorgerður Katrín ofan í hvort annað, en sú síðarnefnda fékk orðið að lokum. „Meira að segja Færeyingar, sem eru tengdir við Evruna, hafa tryggt gengisstöðugleika. Ég var einmitt að lesa grein um ferðaþjónustuna þar sem þeir fagna því að þeir eru með gengisstöðugleika og fyrirsjáanleika fram í tímann. Það er það sem íslenskar útflutningsgreinar eru að kalla eftir. Eigum við ekki að fara aðeins og sækja fram? Ekki þessa kyrrstöðu,“ sagði Þorgerður Katrín þá. Sigurði Inga lét sér þó fátt um finnast við þessi svör, og skaut einfaldlega inn í: „Ljótt að plata.“
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Allir flokkarnir vilja kynjafræði kennda í skólum Síðustu leiðtogaumræður fyrir Alþingiskosningar fóru fram í kvöld þar sem leiðtogar allra þeirra flokka, sem bjóða fram á öllu landinu, komu saman og deildu um stærstu kosningamálin. 24. september 2021 22:01 Lakkrískjóll Katrínar vekur athygli netverja Kjóllinn sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra klæddist í leiðtogaumræðum á Ríkissjónvarpinu nú í kvöld, þar sem fulltrúar flokkanna sem bjóða fram til Alþingis mætast, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. 24. september 2021 20:21 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Allir flokkarnir vilja kynjafræði kennda í skólum Síðustu leiðtogaumræður fyrir Alþingiskosningar fóru fram í kvöld þar sem leiðtogar allra þeirra flokka, sem bjóða fram á öllu landinu, komu saman og deildu um stærstu kosningamálin. 24. september 2021 22:01
Lakkrískjóll Katrínar vekur athygli netverja Kjóllinn sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra klæddist í leiðtogaumræðum á Ríkissjónvarpinu nú í kvöld, þar sem fulltrúar flokkanna sem bjóða fram til Alþingis mætast, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. 24. september 2021 20:21