Fjármögnun Landspítala verði þjónustutengd frá áramótum Þorgils Jónsson skrifar 24. september 2021 16:42 Samkomulag LSH við Sjúkratryggingar var undirritað í gær og staðfest af Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss, og María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, undirrituðu í gær samning um breytt skipulag á fjármögnun hluta starfsemi spítalans. Í honum flest að frá og með næstu áramótum verði klínísk starfsemi LSH fjármögnuð í samræmi við umfang veittrar þjónustu. Markmiðið með þessum samningum er að fjármögnun spítalans verði meira í samræmi við þjónustuna sem veitt er. Í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins segir að um sé að ræða stærsta samning um kaup á heilbrigðisþjónustu sem gerður hefur verið hér á landi. Með þessu er gert ráð fyrir að fjárveitingar taki mið af raunverulegu umfangi þjónustu LSH og raunkostnaði við hana. Þá ætti af þessu að hljótast aukið gegnsæi við úthlutun fjármagns, auðveldara verði að gera áætlanir og setja markmið um magn þjónustu í samræmi við þörf þeirra sem á henni þurfa að halda. Þá er gert ráð fyrir að nýja fyrirkomulagið stuðli að aukinni skilvirkni ásamt betra eftirliti með gæðum, umfangi og hagkvæmni þjónustunnar. Með samningnum verður fjármögnun klíníska hluta starfseminnar þjónustutengd, en verkefni sem t.d. tengjast hlutverki hans á sviði kennslu og vísinda, stofnkostnaðar og meiriháttar viðhalds verða fjármögnuð með föstum fjárveitingum eins og áður. Páll segir í pistli á heimasíðu LSH að um langþráð tímamót sé að ræða. „Árið 2016 undirrituðum við samning við þáverandi heilbrigðisráðherra um innleiðingu kerfisins en nú má segja að gengið hafi verið skrefinu lengi þar sem stór hluti klínískrar starfsemi spítalans verður nú fjármagnaður með þessum hætti. Hér er því kominn hvati til að framleiða meira og veita betri þjónustu, um leið og gæðaviðmið sem liggja að baki samningnum veita starfseminni aðhald og hvatningu.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins segir að um sé að ræða stærsta samning um kaup á heilbrigðisþjónustu sem gerður hefur verið hér á landi. Með þessu er gert ráð fyrir að fjárveitingar taki mið af raunverulegu umfangi þjónustu LSH og raunkostnaði við hana. Þá ætti af þessu að hljótast aukið gegnsæi við úthlutun fjármagns, auðveldara verði að gera áætlanir og setja markmið um magn þjónustu í samræmi við þörf þeirra sem á henni þurfa að halda. Þá er gert ráð fyrir að nýja fyrirkomulagið stuðli að aukinni skilvirkni ásamt betra eftirliti með gæðum, umfangi og hagkvæmni þjónustunnar. Með samningnum verður fjármögnun klíníska hluta starfseminnar þjónustutengd, en verkefni sem t.d. tengjast hlutverki hans á sviði kennslu og vísinda, stofnkostnaðar og meiriháttar viðhalds verða fjármögnuð með föstum fjárveitingum eins og áður. Páll segir í pistli á heimasíðu LSH að um langþráð tímamót sé að ræða. „Árið 2016 undirrituðum við samning við þáverandi heilbrigðisráðherra um innleiðingu kerfisins en nú má segja að gengið hafi verið skrefinu lengi þar sem stór hluti klínískrar starfsemi spítalans verður nú fjármagnaður með þessum hætti. Hér er því kominn hvati til að framleiða meira og veita betri þjónustu, um leið og gæðaviðmið sem liggja að baki samningnum veita starfseminni aðhald og hvatningu.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent