Fjármögnun Landspítala verði þjónustutengd frá áramótum Þorgils Jónsson skrifar 24. september 2021 16:42 Samkomulag LSH við Sjúkratryggingar var undirritað í gær og staðfest af Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss, og María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, undirrituðu í gær samning um breytt skipulag á fjármögnun hluta starfsemi spítalans. Í honum flest að frá og með næstu áramótum verði klínísk starfsemi LSH fjármögnuð í samræmi við umfang veittrar þjónustu. Markmiðið með þessum samningum er að fjármögnun spítalans verði meira í samræmi við þjónustuna sem veitt er. Í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins segir að um sé að ræða stærsta samning um kaup á heilbrigðisþjónustu sem gerður hefur verið hér á landi. Með þessu er gert ráð fyrir að fjárveitingar taki mið af raunverulegu umfangi þjónustu LSH og raunkostnaði við hana. Þá ætti af þessu að hljótast aukið gegnsæi við úthlutun fjármagns, auðveldara verði að gera áætlanir og setja markmið um magn þjónustu í samræmi við þörf þeirra sem á henni þurfa að halda. Þá er gert ráð fyrir að nýja fyrirkomulagið stuðli að aukinni skilvirkni ásamt betra eftirliti með gæðum, umfangi og hagkvæmni þjónustunnar. Með samningnum verður fjármögnun klíníska hluta starfseminnar þjónustutengd, en verkefni sem t.d. tengjast hlutverki hans á sviði kennslu og vísinda, stofnkostnaðar og meiriháttar viðhalds verða fjármögnuð með föstum fjárveitingum eins og áður. Páll segir í pistli á heimasíðu LSH að um langþráð tímamót sé að ræða. „Árið 2016 undirrituðum við samning við þáverandi heilbrigðisráðherra um innleiðingu kerfisins en nú má segja að gengið hafi verið skrefinu lengi þar sem stór hluti klínískrar starfsemi spítalans verður nú fjármagnaður með þessum hætti. Hér er því kominn hvati til að framleiða meira og veita betri þjónustu, um leið og gæðaviðmið sem liggja að baki samningnum veita starfseminni aðhald og hvatningu.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins segir að um sé að ræða stærsta samning um kaup á heilbrigðisþjónustu sem gerður hefur verið hér á landi. Með þessu er gert ráð fyrir að fjárveitingar taki mið af raunverulegu umfangi þjónustu LSH og raunkostnaði við hana. Þá ætti af þessu að hljótast aukið gegnsæi við úthlutun fjármagns, auðveldara verði að gera áætlanir og setja markmið um magn þjónustu í samræmi við þörf þeirra sem á henni þurfa að halda. Þá er gert ráð fyrir að nýja fyrirkomulagið stuðli að aukinni skilvirkni ásamt betra eftirliti með gæðum, umfangi og hagkvæmni þjónustunnar. Með samningnum verður fjármögnun klíníska hluta starfseminnar þjónustutengd, en verkefni sem t.d. tengjast hlutverki hans á sviði kennslu og vísinda, stofnkostnaðar og meiriháttar viðhalds verða fjármögnuð með föstum fjárveitingum eins og áður. Páll segir í pistli á heimasíðu LSH að um langþráð tímamót sé að ræða. „Árið 2016 undirrituðum við samning við þáverandi heilbrigðisráðherra um innleiðingu kerfisins en nú má segja að gengið hafi verið skrefinu lengi þar sem stór hluti klínískrar starfsemi spítalans verður nú fjármagnaður með þessum hætti. Hér er því kominn hvati til að framleiða meira og veita betri þjónustu, um leið og gæðaviðmið sem liggja að baki samningnum veita starfseminni aðhald og hvatningu.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira