„Væri ekkert leiðinlegur dagur ef ég yrði Íslandsmeistari og kæmist inn á þing“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2021 14:45 Gísli Eyjólfsson hefur leikið sinn síðasta leik á þessu tímabili. vísir/Hafliði Breiðfjörð Gísli Eyjólfsson verður í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að fylgjast með samherjum sínum í Breiðabliki úr stúkunni í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Morgundagurinn verður viðburðarríkur fyrir Gísla en hann er einnig í framboði til Alþingis þótt hann sé ekki beint í baráttusæti. Gísli fékk sitt fjórða gula spjald á tímabilinu þegar Breiðablik laut í lægra haldi fyrir FH, 1-0, í 21. umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Hann verður því í banni gegn HK í lokaumferðinni á morgun. „Það er alltaf leiðinlegt þegar maður getur ekki tekið þátt. Það er erfiðara að horfa á heldur og manni líður alltaf betur inni á vellinum,“ sagði Gísli í samtali við Vísi. Eftir úrslit síðustu umferðar eru Blikar ekki lengur með örlögin í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í sínum höndum. Breiðablik er með 44 stig í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Víkings sem mætir Leikni á morgun. Blikar þurfa því á aðstoð Breiðhyltinga að halda. Gísli vonast til að Leiknismenn rétti Blikum hjálparhönd en segir að það stoði lítt að hugsa um hluti sem þeir stjórna ekki. „Við pælum ekki alltof mikið í þeim leik heldur aðallega að okkar leik. Það er það eina sem við getum stjórnað. Þetta fer bara eins og það fer. Það væri samt gaman ef Leiknismenn gætu strítt Víkingum aðeins,“ sagði Gísli. Auk þess að fá gult spjald gegn FH tognaði Gísli á ökkla í leiknum í Kaplakrika. Hann var tekinn af velli á 59. mínútu vegna meiðslanna. „Ég fann að ökklinn virkaði ekki en vildi ekki fara út af. En svo átti ég ekki möguleika því ökklinn var ónýtur. Og þá vissi ég að tímabilið var búið hjá mér.“ Gísli skoraði fimm mörk í tuttugu deildarleikjum í sumar.vísir/Hulda Margrét Auk þess að spila fótbolta er Gísli á lista Sjálfsstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar á morgun. „Það er gaman að prófa eitthvað nýtt og taka þátt í einhverju nýju,“ sagði Gísli sem er í 12. sæti á listanum í Kraganum. Þingsæti er því ansi fjarlægur möguleiki. En Gísli vonast eftir að morgundagurinn verði góður. „Það væri ekkert leiðinlegur dagur ef ég yrði Íslandsmeistari og kæmist inn á þing,“ sagði Gísli hlæjandi að lokum. Stöð 2 Sport verður með veglega dagskrá á morgun. Upphitun Pepsi Max stúkunnar hefst klukkan 13:00 og hægt verður að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í þættinum. Þá verða allir leikirnir í lokaumferðinni sýndir beint og klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti. Nánari upplýsingar um dagskrá morgundagsins má sjá með því að smella hér. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira
Gísli fékk sitt fjórða gula spjald á tímabilinu þegar Breiðablik laut í lægra haldi fyrir FH, 1-0, í 21. umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Hann verður því í banni gegn HK í lokaumferðinni á morgun. „Það er alltaf leiðinlegt þegar maður getur ekki tekið þátt. Það er erfiðara að horfa á heldur og manni líður alltaf betur inni á vellinum,“ sagði Gísli í samtali við Vísi. Eftir úrslit síðustu umferðar eru Blikar ekki lengur með örlögin í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í sínum höndum. Breiðablik er með 44 stig í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Víkings sem mætir Leikni á morgun. Blikar þurfa því á aðstoð Breiðhyltinga að halda. Gísli vonast til að Leiknismenn rétti Blikum hjálparhönd en segir að það stoði lítt að hugsa um hluti sem þeir stjórna ekki. „Við pælum ekki alltof mikið í þeim leik heldur aðallega að okkar leik. Það er það eina sem við getum stjórnað. Þetta fer bara eins og það fer. Það væri samt gaman ef Leiknismenn gætu strítt Víkingum aðeins,“ sagði Gísli. Auk þess að fá gult spjald gegn FH tognaði Gísli á ökkla í leiknum í Kaplakrika. Hann var tekinn af velli á 59. mínútu vegna meiðslanna. „Ég fann að ökklinn virkaði ekki en vildi ekki fara út af. En svo átti ég ekki möguleika því ökklinn var ónýtur. Og þá vissi ég að tímabilið var búið hjá mér.“ Gísli skoraði fimm mörk í tuttugu deildarleikjum í sumar.vísir/Hulda Margrét Auk þess að spila fótbolta er Gísli á lista Sjálfsstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar á morgun. „Það er gaman að prófa eitthvað nýtt og taka þátt í einhverju nýju,“ sagði Gísli sem er í 12. sæti á listanum í Kraganum. Þingsæti er því ansi fjarlægur möguleiki. En Gísli vonast eftir að morgundagurinn verði góður. „Það væri ekkert leiðinlegur dagur ef ég yrði Íslandsmeistari og kæmist inn á þing,“ sagði Gísli hlæjandi að lokum. Stöð 2 Sport verður með veglega dagskrá á morgun. Upphitun Pepsi Max stúkunnar hefst klukkan 13:00 og hægt verður að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í þættinum. Þá verða allir leikirnir í lokaumferðinni sýndir beint og klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti. Nánari upplýsingar um dagskrá morgundagsins má sjá með því að smella hér. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira