Pólsku meistararnir tóku frumkvæðið snemma leiks og skoruðu sjö mörk gegn aðeins tveimur mörkum gestanna á fyrstu mínútunum.Leikmenn Veszprém tóku þá aðeins við sér og hleyptu Kielce-mönnum ekki lengra fram úr sér fyrir hlé. Staðan var 17-12 þegar að flautað var til hálfleiks.
Seinni hálfleikur var mun jafnari en sá fyrri. Kielce náði mest sjö marka forskoti í stöðunni 22-15, en þá komu þrjú mörk í röð frá Veszprém.
Gestirnir frá Ungverjalandi náðu þó aldrei að brúa bilið og lokatölur urðu 32-29. Liðin hafa nú bæði tvö stig eftir tvo leiki í B-riðli. Kielce tapaði fyrir Dinamo Bucarresti í fyrstu umferðinni, á meðan að Veszprém vann þriggja marka sigur gegn franska stórveldinu Paris Saint-Germain.